Segir uppgang hægri leiðtoga vera ógn við frjálslynd lýðræðissamfélög Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 07:19 Sadiq Khan segir þróun undanfarinna ára vera áhyggjuefni fyrir lýðræðið sjálft. Vísir/Getty Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, fer ófögrum orðum um leiðtoga á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í grein sinni í Observer. Hann segir framgang og fylgi „öfgafullra hægri leiðtoga“ grafa undan umburðarlyndi og réttindum ýmissa minnihlutahópa og stefna þeirra leiði til þess að fólk fari að gleyma þeim lærdómi sem mátti draga af seinni heimsstyrjöldinni. „Afleiðingarnar eru líka sjáanlegar í Bretlandi, þar sem umsvifamikil áhrif Nigel Farage og Brexit-flokks hans hefur ýtt Íhaldsflokknum í þá átt að vera með harðari hægri stefnu og minna umburðarlyndi,“ segir borgarstjórinn. Khan segir Trump vera holdgerving hvítrar þjóðernishyggju á heimsvísu og að fleiri leiðtogar í Evrópu séu farnir að fylgja hans fordæmi, þar á meðal forsætisráðherra Breta. Þá nefnir hann sem dæmi stöðu hinsegin fólks í Póllandi og segir hana vera varhugaverða þróun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgarstjórinn gagnrýnir Bandaríkjaforseta með svo beinskeyttum hætti, en fyrr í sumar sagði hann orðræðu Trump vera þá sömu og fasistar 20. aldarinnar notuðu.Sjá einnig: Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ ritaði Khan í grein sinni í júnímánuði. Nýjasta grein Khan er rituð í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Sjálfur er hann staddur í Póllandi með öðrum heimsleiðtogum þar sem fórnarlamba heimsstyrjaldarinnar verður minnst. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal gesta. „Við ættum að vera stolt af sigri Bretlands í stríðinu, en líka af því að byggja upp þann frið sem fylgdi í kjölfarið,“ segir borgarstjórinn í grein sinni og undirstrikar stórt hlutverk Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins í þeirri friðarvinnu sem fylgdi í kjölfarið. „Stuðningur við lýðræði er í metlægð í vestrænum heimi og þau gildi sem skilgreina frjálslynd lýðræðissamfélög eiga undir högg að sækja – allt frá lögum og reglu og sjálfstæði dómstóla yfir í frjálsa fjölmiðlun og lifandi borgaraleg samfélög.“ Bandaríkin Bretland Donald Trump Pólland Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir Sadiq Khan borgarstjóra London en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman. 15. júní 2019 23:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, fer ófögrum orðum um leiðtoga á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í grein sinni í Observer. Hann segir framgang og fylgi „öfgafullra hægri leiðtoga“ grafa undan umburðarlyndi og réttindum ýmissa minnihlutahópa og stefna þeirra leiði til þess að fólk fari að gleyma þeim lærdómi sem mátti draga af seinni heimsstyrjöldinni. „Afleiðingarnar eru líka sjáanlegar í Bretlandi, þar sem umsvifamikil áhrif Nigel Farage og Brexit-flokks hans hefur ýtt Íhaldsflokknum í þá átt að vera með harðari hægri stefnu og minna umburðarlyndi,“ segir borgarstjórinn. Khan segir Trump vera holdgerving hvítrar þjóðernishyggju á heimsvísu og að fleiri leiðtogar í Evrópu séu farnir að fylgja hans fordæmi, þar á meðal forsætisráðherra Breta. Þá nefnir hann sem dæmi stöðu hinsegin fólks í Póllandi og segir hana vera varhugaverða þróun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgarstjórinn gagnrýnir Bandaríkjaforseta með svo beinskeyttum hætti, en fyrr í sumar sagði hann orðræðu Trump vera þá sömu og fasistar 20. aldarinnar notuðu.Sjá einnig: Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ ritaði Khan í grein sinni í júnímánuði. Nýjasta grein Khan er rituð í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Sjálfur er hann staddur í Póllandi með öðrum heimsleiðtogum þar sem fórnarlamba heimsstyrjaldarinnar verður minnst. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal gesta. „Við ættum að vera stolt af sigri Bretlands í stríðinu, en líka af því að byggja upp þann frið sem fylgdi í kjölfarið,“ segir borgarstjórinn í grein sinni og undirstrikar stórt hlutverk Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins í þeirri friðarvinnu sem fylgdi í kjölfarið. „Stuðningur við lýðræði er í metlægð í vestrænum heimi og þau gildi sem skilgreina frjálslynd lýðræðissamfélög eiga undir högg að sækja – allt frá lögum og reglu og sjálfstæði dómstóla yfir í frjálsa fjölmiðlun og lifandi borgaraleg samfélög.“
Bandaríkin Bretland Donald Trump Pólland Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir Sadiq Khan borgarstjóra London en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman. 15. júní 2019 23:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir Sadiq Khan borgarstjóra London en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman. 15. júní 2019 23:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59