Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Andri Eysteinsson skrifar 1. júní 2019 23:05 Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, er ekki á meðal aðdáenda Bandaríkjaforseta. Samsett/Getty Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.Boðað hefur verið til fjölda mótmæla enda er Trump óvinsæll meðal almennings í Bretlandi. Khan fordæmdi í grein sinni meðferðina sem búist er við að Trump, ásamt eiginkonu sinni Melaniu, fái við komuna til Englands, á sama tíma og veru hans í landinu er mótmælt víða. „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ sagði Khan í grein sinni. „Viktor Orbán í Ungverjalandi, Matteo Salvini á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage hér í Bretlandi nota sömu sundrungar orðræðuna og fasistar 20. Aldar notuðu til að afla sér stuðnings á árum áður, en þau beita nýjum illkvittnum leiðum til þess að koma boðskap sínum á framfæri,“ bætti borgarstjórinn við og varaði við því að flokkar fólksins sem hann nefndi væru að komast til valda á stöðum þar sem enginn hefði búist við þeim fyrir örfáum árum. Khan sem hefur verið illa við Trump frá embættistöku hans árið 2016, sagði að Trump væri maður sem gert hefði tilraun til þess að notfæra sér hræðslu Lundúnabúa í kjölfar hryðjuverkaárása, deilt skoðunum hóps sem þekktur væri fyrir kynþáttahatur, virt fréttir og greinar sem færðu sönnur á loftslagsbreytingar að vettugi og væri nú að reyna að hafa áhrif á leiðtogakjör Íhaldsflokksins til þess að reyna að tryggja sér viljugan samstarfsmann í Downingstræti. Khan er ekki einu Lundúnabúinn sem hugsar illa til Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en talið er að um 250.000 manns muni mótmæla í miðborg Lundúna þegar forsetinn hittir Theresu May í Downingstræti 10 næsta mánudag. Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.Boðað hefur verið til fjölda mótmæla enda er Trump óvinsæll meðal almennings í Bretlandi. Khan fordæmdi í grein sinni meðferðina sem búist er við að Trump, ásamt eiginkonu sinni Melaniu, fái við komuna til Englands, á sama tíma og veru hans í landinu er mótmælt víða. „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ sagði Khan í grein sinni. „Viktor Orbán í Ungverjalandi, Matteo Salvini á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage hér í Bretlandi nota sömu sundrungar orðræðuna og fasistar 20. Aldar notuðu til að afla sér stuðnings á árum áður, en þau beita nýjum illkvittnum leiðum til þess að koma boðskap sínum á framfæri,“ bætti borgarstjórinn við og varaði við því að flokkar fólksins sem hann nefndi væru að komast til valda á stöðum þar sem enginn hefði búist við þeim fyrir örfáum árum. Khan sem hefur verið illa við Trump frá embættistöku hans árið 2016, sagði að Trump væri maður sem gert hefði tilraun til þess að notfæra sér hræðslu Lundúnabúa í kjölfar hryðjuverkaárása, deilt skoðunum hóps sem þekktur væri fyrir kynþáttahatur, virt fréttir og greinar sem færðu sönnur á loftslagsbreytingar að vettugi og væri nú að reyna að hafa áhrif á leiðtogakjör Íhaldsflokksins til þess að reyna að tryggja sér viljugan samstarfsmann í Downingstræti. Khan er ekki einu Lundúnabúinn sem hugsar illa til Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en talið er að um 250.000 manns muni mótmæla í miðborg Lundúna þegar forsetinn hittir Theresu May í Downingstræti 10 næsta mánudag.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira