Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2019 11:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi. Fréttablaðið/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um helgina. Verður þess minnst að 80 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland sem markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Meginathöfnin verður haldin á Pilsudski-torgi í miðborg Varsjár. „Þetta er táknræn athöfn sem hefur þann tilgang að minna okkur á hörmungar styrjaldarinnar,“ segir Guðni. „Þó að miðað sé við þessa dagsetningu, 1. september 1939, er mikilvægt að hafa í huga að aðdragandinn var langur og vert að minnast þess í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur.“ Guðni segir sameiginlega upplifun þjóða af styrjöldinni mismunandi. „Við Íslendingar máttum þola missi í styrjöldinni. Til að mynda misstum við hlutfallslega jafn mikið af fólki og Bandaríkjamenn en ekki nándar nærri eins mikið og Pólverjar þar sem hörmungarnar voru ólýsanlegar,“ segir hann. Nefnir Guðni að fjölmargir íslenskir sjómenn hafi farist í stríðinu en einnig að efnahagurinn hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. „Á Íslandi var lokaskrefið til sjálfstæðis tekið á meðan önnur smáríki misstu sjálfstæði sitt.“ Þó að seinni heimsstyrjöldin færist sífellt fjær okkur, tímalega séð, er hún enn notuð í pólitískum tilgangi. „Sagan er vopn í samtímanum og henni er hiklaust beitt í umræðunni sem er sjálfsagt mál,“ segir Guðni. „Sagan verður ekki sögð í eitt skipti fyrir öll. Öllum þjóðum er mikilvægt að leyfa ólíkum skoðunum að koma fram og hefta ekki rannsóknir á liðinni tíð. En ekkert stjórnmálaafl má hafa einkarétt á sögunni og við megum aldrei falla í þá gryfju afstæðishyggju að þola afneitun á glæpum gegn mannkyni.“ Helförin, iðnaðarmorð nasistanna, koma til tals. „Það eru til staðreyndir sem við megum ekki láta hverfa í móðu ólíkra skoðana. Við verðum að geta sagt: Þetta gerðist og þér er ekki heimilt að afneita því.“ Þann 23. ágúst minntust utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúmeníu griðasáttmálans á milli Hitlers og Stalíns, sem kenndur er við utanríkisráðherrana Ribbentrop og Molotov. Í leyniviðauka var Austur-Evrópu skipt upp í áhrifasvæði stórveldanna. Póllandi var skipt í tvennt, og sumarið 1940 innlimuðu Sovétríkin Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. „Ég taldi mér það ljúft og skylt að senda kollegum mínum í Eystrasaltsríkjunum kveðju og minntist á góð samskipti þeirra og Íslands eftir sjálfstæðisheimtina árið 1991,“ segir Guðni. „Jafnframt hversu mikilvæg tímamót það voru á sama degi árið 1989. Þá tóku íbúar þessara landa höndum saman í bókstaflegri merkingu, frá norðurströnd Eistlands til suðurlandamæra Litháen, og minntu á þennan ferlega gjörning.“ Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafa þau verið sérlegar vinaþjóðir okkar síðan. „Saga þessara ríkja í seinni heimsstyrjöld var hörmungarsaga. Þau áföll sem við urðum fyrir blikna í samanburðinum,“ segir Guðni. „Ofsi og illska Hitlers Þýskalands og Sovétríkja Stalíns er ofar öllu, en um leið gerist saga einstakra ríkja flókin því þeir voru til í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem tóku þátt í þjóðarmorðum við hlið nasista. Það er brýnt að sá þáttur falli ekki í þagnargildi um leið og við minnumst þeirra hörmunga sem þjóðirnar þurftu að þola.“ Forseti Íslands Pólland Utanríkismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um helgina. Verður þess minnst að 80 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland sem markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Meginathöfnin verður haldin á Pilsudski-torgi í miðborg Varsjár. „Þetta er táknræn athöfn sem hefur þann tilgang að minna okkur á hörmungar styrjaldarinnar,“ segir Guðni. „Þó að miðað sé við þessa dagsetningu, 1. september 1939, er mikilvægt að hafa í huga að aðdragandinn var langur og vert að minnast þess í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur.“ Guðni segir sameiginlega upplifun þjóða af styrjöldinni mismunandi. „Við Íslendingar máttum þola missi í styrjöldinni. Til að mynda misstum við hlutfallslega jafn mikið af fólki og Bandaríkjamenn en ekki nándar nærri eins mikið og Pólverjar þar sem hörmungarnar voru ólýsanlegar,“ segir hann. Nefnir Guðni að fjölmargir íslenskir sjómenn hafi farist í stríðinu en einnig að efnahagurinn hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. „Á Íslandi var lokaskrefið til sjálfstæðis tekið á meðan önnur smáríki misstu sjálfstæði sitt.“ Þó að seinni heimsstyrjöldin færist sífellt fjær okkur, tímalega séð, er hún enn notuð í pólitískum tilgangi. „Sagan er vopn í samtímanum og henni er hiklaust beitt í umræðunni sem er sjálfsagt mál,“ segir Guðni. „Sagan verður ekki sögð í eitt skipti fyrir öll. Öllum þjóðum er mikilvægt að leyfa ólíkum skoðunum að koma fram og hefta ekki rannsóknir á liðinni tíð. En ekkert stjórnmálaafl má hafa einkarétt á sögunni og við megum aldrei falla í þá gryfju afstæðishyggju að þola afneitun á glæpum gegn mannkyni.“ Helförin, iðnaðarmorð nasistanna, koma til tals. „Það eru til staðreyndir sem við megum ekki láta hverfa í móðu ólíkra skoðana. Við verðum að geta sagt: Þetta gerðist og þér er ekki heimilt að afneita því.“ Þann 23. ágúst minntust utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúmeníu griðasáttmálans á milli Hitlers og Stalíns, sem kenndur er við utanríkisráðherrana Ribbentrop og Molotov. Í leyniviðauka var Austur-Evrópu skipt upp í áhrifasvæði stórveldanna. Póllandi var skipt í tvennt, og sumarið 1940 innlimuðu Sovétríkin Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. „Ég taldi mér það ljúft og skylt að senda kollegum mínum í Eystrasaltsríkjunum kveðju og minntist á góð samskipti þeirra og Íslands eftir sjálfstæðisheimtina árið 1991,“ segir Guðni. „Jafnframt hversu mikilvæg tímamót það voru á sama degi árið 1989. Þá tóku íbúar þessara landa höndum saman í bókstaflegri merkingu, frá norðurströnd Eistlands til suðurlandamæra Litháen, og minntu á þennan ferlega gjörning.“ Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafa þau verið sérlegar vinaþjóðir okkar síðan. „Saga þessara ríkja í seinni heimsstyrjöld var hörmungarsaga. Þau áföll sem við urðum fyrir blikna í samanburðinum,“ segir Guðni. „Ofsi og illska Hitlers Þýskalands og Sovétríkja Stalíns er ofar öllu, en um leið gerist saga einstakra ríkja flókin því þeir voru til í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem tóku þátt í þjóðarmorðum við hlið nasista. Það er brýnt að sá þáttur falli ekki í þagnargildi um leið og við minnumst þeirra hörmunga sem þjóðirnar þurftu að þola.“
Forseti Íslands Pólland Utanríkismál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira