Ungir kórallar á hverfanda hveli eftir meiriháttar fölnun Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 08:56 Kórallar lifa í sambýli við þörunga. Þegar sjórinn hlýnar óvenjulega mikið í lengri tíma geta kórallarnir losað sig við þörungana og fölnað. Þá er hætta á að þeir drepist. Vísir/EPA Meiriháttar fölnun á Kóralrifinu mikla við Ástralíu árin 2016 og 2017 hefur leitt til þess að ungum kóröllum hefur fækkað um 89%. Vísindamenn segja að hlýnun hafsins hafi valdið hamförunum í kóralrifinu. Um tveir þriðju hlutar Kóralrifsins mikla á um 1.500 kílómetra löngum kafla skemmdust þegar hlýindin í hafinu ollu meiriháttar fölnun kóralla tvö ár í röð. Nú er talið að fölnunin þessi ár sé ástæða þess að lítil nýliðun varð í rifinu í fyrra. Grein um rannsókn á nýjum kóröllum í rifinu í fyrra birtist í vísindaritinu Nature í dag. „Dauðir kórallar búa ekki til börn,“ segir Terry Hughes, prófessor við James Cook-háskóla í Queensland í Ástralíu og aðalhöfundur greinarinnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Vísindamennirnir telja að rifið geti jafnað sig á fimm til tíu árum eigi frekari fölnun sér ekki stað í millitíðinni. Það er þó nánast óhugsandi vegna áframhaldandi hlýnun jarðar. Kórallar eru viðkvæmir fyrir hitastigsbreytingum. Þegar sjórinn hlýnar bregðast þeir við með því að losa sig við þörunga sem þeir eiga í samlífi við og fölna þannig. Vari hlýindin lengi geta kórallarnir drepist. Kóralrifið mikla er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er gríðarlega mikilvægt vistkerfum í hafinu og er líffræðilega fjölbreyttasti staðurinn á heimsminjaskránni. Andrew Baird, annar höfunda greinarinnar, segir staðbundnar aðgerðir til að bjarga rifinu dugi skammt. Eina lausnin sé að grípa til loftslagsaðgerða á heimsvísu. Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Meiriháttar fölnun á Kóralrifinu mikla við Ástralíu árin 2016 og 2017 hefur leitt til þess að ungum kóröllum hefur fækkað um 89%. Vísindamenn segja að hlýnun hafsins hafi valdið hamförunum í kóralrifinu. Um tveir þriðju hlutar Kóralrifsins mikla á um 1.500 kílómetra löngum kafla skemmdust þegar hlýindin í hafinu ollu meiriháttar fölnun kóralla tvö ár í röð. Nú er talið að fölnunin þessi ár sé ástæða þess að lítil nýliðun varð í rifinu í fyrra. Grein um rannsókn á nýjum kóröllum í rifinu í fyrra birtist í vísindaritinu Nature í dag. „Dauðir kórallar búa ekki til börn,“ segir Terry Hughes, prófessor við James Cook-háskóla í Queensland í Ástralíu og aðalhöfundur greinarinnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Vísindamennirnir telja að rifið geti jafnað sig á fimm til tíu árum eigi frekari fölnun sér ekki stað í millitíðinni. Það er þó nánast óhugsandi vegna áframhaldandi hlýnun jarðar. Kórallar eru viðkvæmir fyrir hitastigsbreytingum. Þegar sjórinn hlýnar bregðast þeir við með því að losa sig við þörunga sem þeir eiga í samlífi við og fölna þannig. Vari hlýindin lengi geta kórallarnir drepist. Kóralrifið mikla er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er gríðarlega mikilvægt vistkerfum í hafinu og er líffræðilega fjölbreyttasti staðurinn á heimsminjaskránni. Andrew Baird, annar höfunda greinarinnar, segir staðbundnar aðgerðir til að bjarga rifinu dugi skammt. Eina lausnin sé að grípa til loftslagsaðgerða á heimsvísu.
Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43