Þjálfari Írlands ósáttur við aðstæður í Víkinni og kennir dómaranum um tapið Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. október 2019 09:00 Sveinn Aron í þann mund að skora úr vítaspyrnunni umdeildu. Vísir/Bára Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann 1-0 sigur á jafnöldrum sínum frá Írlandi í gær í undankeppni EM 2021 en leikið var á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, segir farir sínar ekki sléttar af heimsókn síns liðs til Íslands en í viðtali við írska fjölmiðilinn Independent byrjar hann á að kenna dómara leiksins um úrslitin. „Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki réttur dómur. Lee fékk boltann í bakið og dómarinn dæmir víti og gefur honum spjald. Við erum mjög vonsviknir með að tapa leiknum á þessari ákvörðun,“ segir Kenny áður en hann talar um óboðlegar aðstæður en nokkuð hvasst var í Reykjavík í gær þegar leikurinn fór fram. Í greininni segir að aðstæður hafi verið algjör andstæða við síðasta leik Íra en þeir léku fyrir framan 7231 áhorfanda á Tallaght leikvangnum í Dublin þegar þeir fengu Ítalíu í heimsókn í riðlinum á dögunum. „Þetta voru súrrealískar aðstæður fyrir landsleik. Við komum frá leiknum gegn Ítalíu yfir í að spila fyrir framan 40 áhorfendur í hávaðarroki á velli sem er opinn á þremur hliðum,“ segir Kenny. „Þegar leikir eru spilaðir á góðum velli, eins og við gerðum gegn Svíum og Ítölum, ráðast úrslitin á því hvort liðið er hæfileikaríkara og hefur meiri gæði. Þessi leikur gegn Íslandi varð að algjörum farsa og okkar leikmenn þurftu að sýna annars konar eiginleika. Við gerðum það en Ísland var með alla sína leikmenn fyrir aftan boltann eftir að þeir skoruðu og þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur,“ segir Kenny. Atriðin sem um ræðir má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann 1-0 sigur á jafnöldrum sínum frá Írlandi í gær í undankeppni EM 2021 en leikið var á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, segir farir sínar ekki sléttar af heimsókn síns liðs til Íslands en í viðtali við írska fjölmiðilinn Independent byrjar hann á að kenna dómara leiksins um úrslitin. „Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki réttur dómur. Lee fékk boltann í bakið og dómarinn dæmir víti og gefur honum spjald. Við erum mjög vonsviknir með að tapa leiknum á þessari ákvörðun,“ segir Kenny áður en hann talar um óboðlegar aðstæður en nokkuð hvasst var í Reykjavík í gær þegar leikurinn fór fram. Í greininni segir að aðstæður hafi verið algjör andstæða við síðasta leik Íra en þeir léku fyrir framan 7231 áhorfanda á Tallaght leikvangnum í Dublin þegar þeir fengu Ítalíu í heimsókn í riðlinum á dögunum. „Þetta voru súrrealískar aðstæður fyrir landsleik. Við komum frá leiknum gegn Ítalíu yfir í að spila fyrir framan 40 áhorfendur í hávaðarroki á velli sem er opinn á þremur hliðum,“ segir Kenny. „Þegar leikir eru spilaðir á góðum velli, eins og við gerðum gegn Svíum og Ítölum, ráðast úrslitin á því hvort liðið er hæfileikaríkara og hefur meiri gæði. Þessi leikur gegn Íslandi varð að algjörum farsa og okkar leikmenn þurftu að sýna annars konar eiginleika. Við gerðum það en Ísland var með alla sína leikmenn fyrir aftan boltann eftir að þeir skoruðu og þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur,“ segir Kenny. Atriðin sem um ræðir má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00