Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 14:40 Charlotte Charles og Tim Dunn, foreldrar Harry Dunn. AP/Manuel Balce Ceneta Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. Harry Dunn var á mótorhjóli sínu í ágúst þegar hann lenti í slysi og er hin bandaríska Anne Sacoolas sökuð um að hafa ekið á hann. Sacoolas mun vera kvænt starfsmanni einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna og eftir að lögregluþjónar ræddu við hana krafðist hún friðhelgi erindreka og ferðaðist til Bandaríkjanna. Yfirvöld Bretlands hafa síðan þá dregið í efa að Sacoolas geti í raun krafist friðhelgi og vilja fá hana aftur til Bretlands til yfirheyrslu, þó dregið sé í efa að það muni gerast. Þau Tim Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry, fóru á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í morgun, þar sem forsetinn tilkynnti þeim að Sacoolas væri í Hvíta húsinu og spurði hvort þau vildu hitta hana. Mark Stephens, lögmaður foreldranna, segir að Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafa verið á fundinum og hann hafi fengið þessa hugmynd. Stephens segir einnig að O‘Brien hafi viljað að fjölmiðlar næðu myndum af þeim í faðmlögum og búið hafi verið að undirbúa að hleypa þeim inn í herbergið. O‘Brien mun einnig hafa tilkynnt þeim að Sacoolas væri aldrei aftur að fara til Bretlands. Lögmaðurinn sakaði O‘Brien um að auka sorg foreldranna og þau hafi engan veginn verið undirbúin fyrir þetta óvænta tilboð. Tilboðið kom foreldrunum á óvart Lögmaður Sacoolas hefur sagt hana miður sín vegna atviksins og hefur áður sagt að hún væri tilbúin til að hitta fjölskyldu hans. Samkvæmt frétt BBC kom tilboðið foreldrunum verulega á óvart og neituðu þau að hitta Sacoolas. Þau segjast vilja hitta hana en það verði að vera í Bretlandi. Charlotte segist hafa sagt forsetanum að hann myndi taka sömu ákvörðun ef um son hans væri að ræða. „Hann tók þéttar um höndina á mér og sagði: Já, ég myndi gera það. Þá sagðist hann ætla að reyna að horfa á málið frá öðru sjónarhorni,“ hefur BBC eftir Charlotte. Hún segist vonast til þess að Trump hafi verið einlægur og hann muni gera það sem hann sagði. „Hann er við stjórnvölin hér en við stjórnum okkar eigin aðgerðum eins og við getum. Við viljum réttlæti fyrir Harry og við munum fara eins langt og við getum til að ná því fram,“ sagði hún. Tim hefur sömuleiðis sagst vera í þeirri trú að Trump hefi verið einlægur og hann trúi því að hann muni skoða málið og reyna að hjálpa þeim. Annar talsmaður fjölskyldunnar sagði Guardian að þau hafi fengið það á tilfinninguna að O‘Brien hefði stillt fundinum upp með þessum hætti með litlum fyrirvara. Hann hafi verið góður með sig og árásargjarn. Bandaríkin Bretland Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. Harry Dunn var á mótorhjóli sínu í ágúst þegar hann lenti í slysi og er hin bandaríska Anne Sacoolas sökuð um að hafa ekið á hann. Sacoolas mun vera kvænt starfsmanni einnar af leyniþjónustum Bandaríkjanna og eftir að lögregluþjónar ræddu við hana krafðist hún friðhelgi erindreka og ferðaðist til Bandaríkjanna. Yfirvöld Bretlands hafa síðan þá dregið í efa að Sacoolas geti í raun krafist friðhelgi og vilja fá hana aftur til Bretlands til yfirheyrslu, þó dregið sé í efa að það muni gerast. Þau Tim Dunn og Charlotte Charles, foreldrar Harry, fóru á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í morgun, þar sem forsetinn tilkynnti þeim að Sacoolas væri í Hvíta húsinu og spurði hvort þau vildu hitta hana. Mark Stephens, lögmaður foreldranna, segir að Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafa verið á fundinum og hann hafi fengið þessa hugmynd. Stephens segir einnig að O‘Brien hafi viljað að fjölmiðlar næðu myndum af þeim í faðmlögum og búið hafi verið að undirbúa að hleypa þeim inn í herbergið. O‘Brien mun einnig hafa tilkynnt þeim að Sacoolas væri aldrei aftur að fara til Bretlands. Lögmaðurinn sakaði O‘Brien um að auka sorg foreldranna og þau hafi engan veginn verið undirbúin fyrir þetta óvænta tilboð. Tilboðið kom foreldrunum á óvart Lögmaður Sacoolas hefur sagt hana miður sín vegna atviksins og hefur áður sagt að hún væri tilbúin til að hitta fjölskyldu hans. Samkvæmt frétt BBC kom tilboðið foreldrunum verulega á óvart og neituðu þau að hitta Sacoolas. Þau segjast vilja hitta hana en það verði að vera í Bretlandi. Charlotte segist hafa sagt forsetanum að hann myndi taka sömu ákvörðun ef um son hans væri að ræða. „Hann tók þéttar um höndina á mér og sagði: Já, ég myndi gera það. Þá sagðist hann ætla að reyna að horfa á málið frá öðru sjónarhorni,“ hefur BBC eftir Charlotte. Hún segist vonast til þess að Trump hafi verið einlægur og hann muni gera það sem hann sagði. „Hann er við stjórnvölin hér en við stjórnum okkar eigin aðgerðum eins og við getum. Við viljum réttlæti fyrir Harry og við munum fara eins langt og við getum til að ná því fram,“ sagði hún. Tim hefur sömuleiðis sagst vera í þeirri trú að Trump hefi verið einlægur og hann trúi því að hann muni skoða málið og reyna að hjálpa þeim. Annar talsmaður fjölskyldunnar sagði Guardian að þau hafi fengið það á tilfinninguna að O‘Brien hefði stillt fundinum upp með þessum hætti með litlum fyrirvara. Hann hafi verið góður með sig og árásargjarn.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira