„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 08:47 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það líta illa út að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja. Hún kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar, sem sagður er hafa komið inn á fund með „hákörlunum“ frá Namibíu og Þorsteini Má Baldvinssyni í höfuðstöðvum Samherja árið 2014, þegar hann var heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segist ekki hafa setið fund með umræddum mönnum um málefni Samherja. Oddný ræddi Samherjamálið ásamt Lilju Rafney Magnúsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og formanni atvinnuveganefndar, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi að vísbendingar væru um að útgerðarfyrirtækið Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. Oddný sagði málið afar alvarlegt og að viðeigandi embætti og stofnanir þurfi nú að fara yfir stöðuna. „Þegar maður hugsar til þess þá skammast maður sín hræðilega og veltir fyrir sér hvernig við getum beðið þau afsökunar á þessu hátterni. Við byggjum upp kerfi til að styðja ríka þjóð sem átti í erfiðleikum með að nýta sínar auðlindir og sendum síðan okkar öflugasta útgerðarfyrirtæki til að hrifsa það til sín. Það er auðvitað skömm og það er auðvitað spilling og græðgi sem kemur upp í hugann.“Sjá einnig: Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Lilja kvaðst ánægð með að héraðssaksóknari hafi tekið málið til rannsóknar, líkt og hann staðfesti í samtali við Vísi í gær, en tók undir með Oddnýju. „Maður er með skömm í hjarta eins og Oddný nefnir, að íslenskir aðilar hagi sér svona ef rétt er, gagnvart fátækum þjóðum, sem við nota bene erum búin að veita þróunaraðstoð.“Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/VilhelmÞá hafi vissulega vaknað hjá henni miklar grunsemdir þegar hún horfði á umfjöllun Kveiks um málið í gær. Hún sé jafnframt stolt af fréttamönnunum sem sviptu hulunni af málinu. „Auðvitað eiga allir rétt á að bera hönd fyrir höfuð sér og koma með sínar fullyrðingar í sínu máli og leggja fram sín rök í þessu máli. […] En þetta er bara það mikið sem þarna kemur fram að ég trúi ekki öðru en að það sé fiskur undir steini þarna, og líklega miklu meira en það.“ Þá benti Oddný á annað sem væri alvarlegt í málinu í tengslum við nýlega tilfærslu Íslands yfir á gráan lista yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. „[…] og þarna eru á ferðinni mútur, skattsvik, skattaskjól og peningaþvætti. Þetta er sannarlega ekki til að auka hróður okkar í viðskiptalífinu, þessar ljótu sögur. Þannig að ég hef líka áhyggjur af því.“Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Vísir/VilhelmÞá voru Lilja og Oddný inntar eftir því hvort að skoða ætti hlutverk Kristján Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra í tengslum við málið. Greint var frá því í Stundinni að Kristján Þór, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi komið inn á fund sem þremenningarnir frá Namibíu, Sacky Shangala, þáverandi ríkissaksóknari Namibíu, James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem útdeilir kvóta í Namibíu, og Tamson „Fitty“ Hatuikulpi, frændi James og tengdasonur Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherrra Namibíu sátu með Þorsteini Má Baldvinssyni í höfuðstöðvum Samherja í Katrínartúni árið 2014. Namibíumennirnir eru þrír af þeim aðilum sem Samherji er sagður hafa greitt mútur til að tryggja útgerðarfélaginu hestamakrílskvóta í Namibíu. Þá er Þorsteinn Már sagður hafa kynnt Kristján Þór sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni. Kristján Þór var stjórnarformaður Samherja og vann hjá fyrirtækinu sem sjómaður samhliða þingmennsku fyrir nokkrum árum.Í svari við fyrirspurnum Stundarinnar segist Kristján Þór ekki hafa setið fund með umræddum mönnum um starfsemi Samherja, enda eigi hann ekkert erindi á slíkan fund þar sem hann hafi „ekki haft afskipti af þeirri starfsemi síðan ég sat þar í stjórn fyrir 19 árum síðan.“ Hann geti þó ekki útilokað að hafa rekist á og heilsað mönnunum, ef þeir hafi verið staddir á sama stað, á sama tíma fyrir rúmum fimm árum. Báðar lögðu Lilja Rafney og Oddný áherslu á að þær þekktu Kristján Þór eingöngu af heilindum og heiðarleika. „Ég ætla ekki að svara fyrir það. Hann verður að svara fyrir slíkt sjálfur. Þeir sem þarna eiga í hlut, í þessari rannsókn, verða að meta það í þessu tilfelli,“ sagði Lilja Rafney. Oddný tók í sama streng en benti þó á að það væri vafasamt að sjávarútvegsráðherra hefði setið í stjórn Samherja. „Ég ætla ekki að fara að dæma hann í beinni útsendingu á Bylgjunni. Ég efast ekki um hans heilindi. Hins vegar lítur það illa út þegar myndin er dregin upp að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja.“En leit það ekki alltaf illa út?„Jú, en enn verr núna þegar við erum að horfa út frá sjónarhóli erlendra aðila.“Viðtalið við Lilju Rafneyju og Oddnýju má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Einkar ógeðslegt“ að misnota auðlindir þjóðar Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. 13. nóvember 2019 07:57 Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það líta illa út að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja. Hún kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar, sem sagður er hafa komið inn á fund með „hákörlunum“ frá Namibíu og Þorsteini Má Baldvinssyni í höfuðstöðvum Samherja árið 2014, þegar hann var heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segist ekki hafa setið fund með umræddum mönnum um málefni Samherja. Oddný ræddi Samherjamálið ásamt Lilju Rafney Magnúsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og formanni atvinnuveganefndar, í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi að vísbendingar væru um að útgerðarfyrirtækið Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. Oddný sagði málið afar alvarlegt og að viðeigandi embætti og stofnanir þurfi nú að fara yfir stöðuna. „Þegar maður hugsar til þess þá skammast maður sín hræðilega og veltir fyrir sér hvernig við getum beðið þau afsökunar á þessu hátterni. Við byggjum upp kerfi til að styðja ríka þjóð sem átti í erfiðleikum með að nýta sínar auðlindir og sendum síðan okkar öflugasta útgerðarfyrirtæki til að hrifsa það til sín. Það er auðvitað skömm og það er auðvitað spilling og græðgi sem kemur upp í hugann.“Sjá einnig: Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Lilja kvaðst ánægð með að héraðssaksóknari hafi tekið málið til rannsóknar, líkt og hann staðfesti í samtali við Vísi í gær, en tók undir með Oddnýju. „Maður er með skömm í hjarta eins og Oddný nefnir, að íslenskir aðilar hagi sér svona ef rétt er, gagnvart fátækum þjóðum, sem við nota bene erum búin að veita þróunaraðstoð.“Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/VilhelmÞá hafi vissulega vaknað hjá henni miklar grunsemdir þegar hún horfði á umfjöllun Kveiks um málið í gær. Hún sé jafnframt stolt af fréttamönnunum sem sviptu hulunni af málinu. „Auðvitað eiga allir rétt á að bera hönd fyrir höfuð sér og koma með sínar fullyrðingar í sínu máli og leggja fram sín rök í þessu máli. […] En þetta er bara það mikið sem þarna kemur fram að ég trúi ekki öðru en að það sé fiskur undir steini þarna, og líklega miklu meira en það.“ Þá benti Oddný á annað sem væri alvarlegt í málinu í tengslum við nýlega tilfærslu Íslands yfir á gráan lista yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. „[…] og þarna eru á ferðinni mútur, skattsvik, skattaskjól og peningaþvætti. Þetta er sannarlega ekki til að auka hróður okkar í viðskiptalífinu, þessar ljótu sögur. Þannig að ég hef líka áhyggjur af því.“Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Vísir/VilhelmÞá voru Lilja og Oddný inntar eftir því hvort að skoða ætti hlutverk Kristján Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra í tengslum við málið. Greint var frá því í Stundinni að Kristján Þór, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi komið inn á fund sem þremenningarnir frá Namibíu, Sacky Shangala, þáverandi ríkissaksóknari Namibíu, James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem útdeilir kvóta í Namibíu, og Tamson „Fitty“ Hatuikulpi, frændi James og tengdasonur Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherrra Namibíu sátu með Þorsteini Má Baldvinssyni í höfuðstöðvum Samherja í Katrínartúni árið 2014. Namibíumennirnir eru þrír af þeim aðilum sem Samherji er sagður hafa greitt mútur til að tryggja útgerðarfélaginu hestamakrílskvóta í Namibíu. Þá er Þorsteinn Már sagður hafa kynnt Kristján Þór sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni. Kristján Þór var stjórnarformaður Samherja og vann hjá fyrirtækinu sem sjómaður samhliða þingmennsku fyrir nokkrum árum.Í svari við fyrirspurnum Stundarinnar segist Kristján Þór ekki hafa setið fund með umræddum mönnum um starfsemi Samherja, enda eigi hann ekkert erindi á slíkan fund þar sem hann hafi „ekki haft afskipti af þeirri starfsemi síðan ég sat þar í stjórn fyrir 19 árum síðan.“ Hann geti þó ekki útilokað að hafa rekist á og heilsað mönnunum, ef þeir hafi verið staddir á sama stað, á sama tíma fyrir rúmum fimm árum. Báðar lögðu Lilja Rafney og Oddný áherslu á að þær þekktu Kristján Þór eingöngu af heilindum og heiðarleika. „Ég ætla ekki að svara fyrir það. Hann verður að svara fyrir slíkt sjálfur. Þeir sem þarna eiga í hlut, í þessari rannsókn, verða að meta það í þessu tilfelli,“ sagði Lilja Rafney. Oddný tók í sama streng en benti þó á að það væri vafasamt að sjávarútvegsráðherra hefði setið í stjórn Samherja. „Ég ætla ekki að fara að dæma hann í beinni útsendingu á Bylgjunni. Ég efast ekki um hans heilindi. Hins vegar lítur það illa út þegar myndin er dregin upp að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja.“En leit það ekki alltaf illa út?„Jú, en enn verr núna þegar við erum að horfa út frá sjónarhóli erlendra aðila.“Viðtalið við Lilju Rafneyju og Oddnýju má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Einkar ógeðslegt“ að misnota auðlindir þjóðar Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. 13. nóvember 2019 07:57 Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Einkar ógeðslegt“ að misnota auðlindir þjóðar Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi. 13. nóvember 2019 07:57
Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt. 12. nóvember 2019 23:08
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins. 12. nóvember 2019 23:15