Innlent

Héraðssaksóknari skoðar mál Samherja í Namibíu

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. FBL/GVA
Embætti héraðssaksóknara mun taka mál Samherja í Namibíu til skoðunar vegna þess sem fram kom í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi.

Þungamiðja þáttarins laut að meintum mútugreiðslum til namibískra embættismanna frá Samherja sem voru sagðar nema rúmum milljarði króna til að komast yfir kvóta í Namibíu.

„Við munum taka þetta til skoðunar í tengslum við þær upplýsingar sem hafa komið fram í þættinum og önnur gögn sem embættinu hafa borist,“ segir Ólafur Þór.

Hann tekur fram að megin þungi þessa máls liggur hjá stjórnvöldum í Namibíu. „Það sem yrði aðhafðst hér yrði gert í samvinnu við þartilbær yfirvöld í Namibíu og eða annars staðar,“ segir Ólafur Þór en þættinum kom fram greiðslur frá Samherja hefðu farið norskan banka. 

Í almennum hegningarlögum segir að refsa skuli eftir íslenskum hegningarlögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum.

Uppfært klukkan 22:05: Greint var frá því fréttum RÚV klukkan 22 að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi verkefnastjóri Samherja í Namibíu, hefði mætt í skýrslutöku hjá embætti héraðssóknara í morgun. Jóhannes hefur fengið stöðu uppljóstrara í Namibíu í spillingarrannsókn sem tengist Samherja. Var hann aðalviðmælandi Kveiks í umfjöllun þáttarins um umsvif Samherja í Namibíu. 


Tengdar fréttir

Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði.

Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja

Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×