Vígamenn mala gull í Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 14:15 Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Vísir/Getty Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. Þannig gætu hryðjuverkasamtök náð sér í miklar tekjur til að öðlast nýja meðlimi og vopn.Umfangsmikil rannsókn blaðamanna Reuters varpar meira ljósi á umsvifa vígahópanna á svæðinu og þá sérstaklega í Búrkína Fasó. Þar hafa hundruð dáið í árásum vígamanna. Þar á meðal 39 námuverkamenn í nýlegri árás. Sömuleiðis hafa verið tilkynntar fjölmargar árásir og mannrán sem tengjast gullnámugreftri. Yfirvöld þar í landi framkvæmdu í fyrra óformlega rannsókn byggða á gervihnattarmyndum sem sýndi að um 2.200 óskráðar gullnámur voru starfræktar í Búrkína Fasó. Um helmingur þeirra er í minna en 25 kílómetra fjarlægð frá stöðum þar sem vígamenn hafa gert árásir. Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Blaðamenn Reuters vörpuðu ljósi á það fyrr á árinu að gull þetta er að miklu leyti flutt úr landi í gegnum Mið-Austurlönd.Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Blaðamenn Reuters ræddu við íbúa bæjarins Pama, sem liggur við jaðar stórs verndarsvæðis. Þar hefur íbúum lengi verið meinað að stunda námugröft vegna verndarsvæðisins, þar sem dýralíf er mikið. Um mitt síðasta ár breyttist það hins vegar þegar fjölmargir og þungvopnaðir vígamenn streymdu inn á svæðið á mótorhjólum og pallbílum. Hermenn og skógarverðir flúðu. Vígamennirnir tilkynntu íbúum svo að þeim væri frjálst að stunda námugröft með ákveðnum skilyrðum. Stundum fóru vígamennirnir fram á hlut þess gulls sem var grafið upp og stundum keyptu þeir það. Greining Reuters sýnir að yfirráðasvæði vígamanna í Búrkína Fasó inniheldur einhverjar ríkustu gullnámur landsins, þó ómögulegt sé að staðhæfa að vígamenn stjórni þeim námum með beinum hætti. Oumarou Idani, námuráðherra landsins, sagði í maí vígamenn hefðu tekið yfir stjórn einhverra náma. Herinn greip svo til aðgerða gegn vígamönnum og ráku þá frá svæðinu. Árásum þeirra fækkaði um tíma en fjöldi þeirra hefur nú jafnast út aftur. William Linder, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Vestur-Afríku, sem rekur nú ráðgjafaþjónustu, segir að nauðsynlegt sé að stöðva vígamenn á svæðinu. Annars muni ástandið á Sahel-svæðinu einungis versna til muna og vígamönnum vaxa ásmegin. Ousseni Compaore, öryggisráðherra, segir ríkisstjórnir ríkja á svæðinu vera meðvitaðar um ástandið og þær vinni saman til að sporna gegn þessari þróun. Búrkína Fasó Tengdar fréttir 37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. Þannig gætu hryðjuverkasamtök náð sér í miklar tekjur til að öðlast nýja meðlimi og vopn.Umfangsmikil rannsókn blaðamanna Reuters varpar meira ljósi á umsvifa vígahópanna á svæðinu og þá sérstaklega í Búrkína Fasó. Þar hafa hundruð dáið í árásum vígamanna. Þar á meðal 39 námuverkamenn í nýlegri árás. Sömuleiðis hafa verið tilkynntar fjölmargar árásir og mannrán sem tengjast gullnámugreftri. Yfirvöld þar í landi framkvæmdu í fyrra óformlega rannsókn byggða á gervihnattarmyndum sem sýndi að um 2.200 óskráðar gullnámur voru starfræktar í Búrkína Fasó. Um helmingur þeirra er í minna en 25 kílómetra fjarlægð frá stöðum þar sem vígamenn hafa gert árásir. Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Blaðamenn Reuters vörpuðu ljósi á það fyrr á árinu að gull þetta er að miklu leyti flutt úr landi í gegnum Mið-Austurlönd.Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Blaðamenn Reuters ræddu við íbúa bæjarins Pama, sem liggur við jaðar stórs verndarsvæðis. Þar hefur íbúum lengi verið meinað að stunda námugröft vegna verndarsvæðisins, þar sem dýralíf er mikið. Um mitt síðasta ár breyttist það hins vegar þegar fjölmargir og þungvopnaðir vígamenn streymdu inn á svæðið á mótorhjólum og pallbílum. Hermenn og skógarverðir flúðu. Vígamennirnir tilkynntu íbúum svo að þeim væri frjálst að stunda námugröft með ákveðnum skilyrðum. Stundum fóru vígamennirnir fram á hlut þess gulls sem var grafið upp og stundum keyptu þeir það. Greining Reuters sýnir að yfirráðasvæði vígamanna í Búrkína Fasó inniheldur einhverjar ríkustu gullnámur landsins, þó ómögulegt sé að staðhæfa að vígamenn stjórni þeim námum með beinum hætti. Oumarou Idani, námuráðherra landsins, sagði í maí vígamenn hefðu tekið yfir stjórn einhverra náma. Herinn greip svo til aðgerða gegn vígamönnum og ráku þá frá svæðinu. Árásum þeirra fækkaði um tíma en fjöldi þeirra hefur nú jafnast út aftur. William Linder, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Vestur-Afríku, sem rekur nú ráðgjafaþjónustu, segir að nauðsynlegt sé að stöðva vígamenn á svæðinu. Annars muni ástandið á Sahel-svæðinu einungis versna til muna og vígamönnum vaxa ásmegin. Ousseni Compaore, öryggisráðherra, segir ríkisstjórnir ríkja á svæðinu vera meðvitaðar um ástandið og þær vinni saman til að sporna gegn þessari þróun.
Búrkína Fasó Tengdar fréttir 37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36