Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2019 12:51 Frá mótmælum við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember árið 2015. Vísir Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Þetta staðfestir lögmaður Oddnýjar og Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi. MBl.is greinir frá því að Oddný þurfi að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig í bætur vegna ummælanna en Hildur þarf að greiða þeim tveimur 150 þúsund krónur. Sigrún Ingibjörg var að kynna sér niðurstöðu dómsins þegar Vísir náði í hana en hún sagðist reikna með að eiga eftir að mæla með því við Oddnýju og Hildi að niðurstöðunni verði áfrýjað. Dómarnir hafa ekki verið birtir á vef dómstóla þegar þetta er ritað. Voru ummæli þeirra Hildar og Oddnýjar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. FBL/STEFánMálið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein þeirra sem stóð fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu en hún lét eftirfarandi ummæli falla sem hafa verið dæmd dauð og ómerk: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Fóru mennirnir hvort um sig fram á tvær milljónir í miskabætur frá Oddnýju.Mennirnir fóru fram á Hildur yrði dæmd til að greiða þeim 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir eftirfarandi ummæli sem hafa verið dæmd dauð og ómerk:„... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Dómsmál Hlíðamálið Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Þetta staðfestir lögmaður Oddnýjar og Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi. MBl.is greinir frá því að Oddný þurfi að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig í bætur vegna ummælanna en Hildur þarf að greiða þeim tveimur 150 þúsund krónur. Sigrún Ingibjörg var að kynna sér niðurstöðu dómsins þegar Vísir náði í hana en hún sagðist reikna með að eiga eftir að mæla með því við Oddnýju og Hildi að niðurstöðunni verði áfrýjað. Dómarnir hafa ekki verið birtir á vef dómstóla þegar þetta er ritað. Voru ummæli þeirra Hildar og Oddnýjar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. FBL/STEFánMálið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein þeirra sem stóð fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu en hún lét eftirfarandi ummæli falla sem hafa verið dæmd dauð og ómerk: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Fóru mennirnir hvort um sig fram á tvær milljónir í miskabætur frá Oddnýju.Mennirnir fóru fram á Hildur yrði dæmd til að greiða þeim 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir eftirfarandi ummæli sem hafa verið dæmd dauð og ómerk:„... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“
Dómsmál Hlíðamálið Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira