Gagnrýnir „ógeðslega“ íhaldssama fjölmiðla vegna falsaðrar nektarmyndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:10 Alexandria Ocasio-Cortez. Getty/Scott Eisen Alexandria Ocasio-Cortez þingkona demókrataflokksins vandar íhaldssömum fjölmiðlum ekki kveðjurnar eftir að hægrimiðillinn The Daily Caller birti falsaða nektarmynd af henni. Myndin var birt á vef The Daily Caller á mánudag með fyrirsögninni „Hér er myndin sem einhverjir segja að sé nektarsjálfsmynd af Alexandriu Ocasio-Cortez“. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian segir að myndin hafi verið í umferð á Internetinu í nokkurn tíma áður en hún var birt á vef The Daily Caller, og þá hafi þegar verið afsannað að konan á myndinni væri Ocasio-Cortez. Ocasio-Cortez gagnrýndi „fréttaflutning“ miðilsins í Twitter-færslum sem hún birti í gær. Þar sagði hún að myndbirting á borð við þessa, og það í stórum íhaldssömum fjölmiðli, sýndi skýrt að konur í leiðtogastöðum ættu á brattann að sækja miðað við starfsbræður sína. Þá gagnrýndi Ocasio-Cortez einnig fréttamann götublaðsins The Daily Mail fyrir að hafa heimsótt ættingja kærasta síns og boðið þeim peningagreiðslu í skiptum fyrir „fréttir“.GOP have been losing their mind + frothing at the mouth all week, so this was just a matter of time.There is also a Daily Mail reporter (Ruth Styles) going to my boyfriend's relative's homes+offering them cash for “stories.”Women in leadership face more scrutiny. Period. https://t.co/KuHJ75sdMg— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Þá gagnrýndi hún framferði íhaldssömu miðlanna enn frekar vegna myndbirtingarinnar og sagði það „algjörlega ógeðslegt“.For those out of the loop, Republicans began to circulate a fake nude photo of me. The @DailyCaller reposted it (!) and refused to indicate it was fake in the title as well.Completely disgusting behavior from Conservative outlets.No wonder they defended Kavanaugh so fiercely.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur orðið ein skærasta vonarstjarna demókrataflokksins á skömmum tíma. Hún þykir afar vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarð og hefur verið undir smjásjá repúblikana um nokkurt skeið. Í síðustu viku var greint frá því að bandarískir hægrimenn hefðu deilt myndbandi á samfélagsmiðlum í tilraun til að lítillækka Ocasio-Cortez. Myndbandið sýndi þingkonuna dansa á húsþaki á háskólaárum sínum. Skemmst er frá því að segja að smánunartilraun hægrimanna misheppnaðist en samfélagsmiðlanotendur tóku almennt afar vel í myndbandið, sem og svar Ocasio-Cortez við því. Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 „Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé "engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. 7. janúar 2019 16:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Sjá meira
Alexandria Ocasio-Cortez þingkona demókrataflokksins vandar íhaldssömum fjölmiðlum ekki kveðjurnar eftir að hægrimiðillinn The Daily Caller birti falsaða nektarmynd af henni. Myndin var birt á vef The Daily Caller á mánudag með fyrirsögninni „Hér er myndin sem einhverjir segja að sé nektarsjálfsmynd af Alexandriu Ocasio-Cortez“. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian segir að myndin hafi verið í umferð á Internetinu í nokkurn tíma áður en hún var birt á vef The Daily Caller, og þá hafi þegar verið afsannað að konan á myndinni væri Ocasio-Cortez. Ocasio-Cortez gagnrýndi „fréttaflutning“ miðilsins í Twitter-færslum sem hún birti í gær. Þar sagði hún að myndbirting á borð við þessa, og það í stórum íhaldssömum fjölmiðli, sýndi skýrt að konur í leiðtogastöðum ættu á brattann að sækja miðað við starfsbræður sína. Þá gagnrýndi Ocasio-Cortez einnig fréttamann götublaðsins The Daily Mail fyrir að hafa heimsótt ættingja kærasta síns og boðið þeim peningagreiðslu í skiptum fyrir „fréttir“.GOP have been losing their mind + frothing at the mouth all week, so this was just a matter of time.There is also a Daily Mail reporter (Ruth Styles) going to my boyfriend's relative's homes+offering them cash for “stories.”Women in leadership face more scrutiny. Period. https://t.co/KuHJ75sdMg— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Þá gagnrýndi hún framferði íhaldssömu miðlanna enn frekar vegna myndbirtingarinnar og sagði það „algjörlega ógeðslegt“.For those out of the loop, Republicans began to circulate a fake nude photo of me. The @DailyCaller reposted it (!) and refused to indicate it was fake in the title as well.Completely disgusting behavior from Conservative outlets.No wonder they defended Kavanaugh so fiercely.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur orðið ein skærasta vonarstjarna demókrataflokksins á skömmum tíma. Hún þykir afar vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarð og hefur verið undir smjásjá repúblikana um nokkurt skeið. Í síðustu viku var greint frá því að bandarískir hægrimenn hefðu deilt myndbandi á samfélagsmiðlum í tilraun til að lítillækka Ocasio-Cortez. Myndbandið sýndi þingkonuna dansa á húsþaki á háskólaárum sínum. Skemmst er frá því að segja að smánunartilraun hægrimanna misheppnaðist en samfélagsmiðlanotendur tóku almennt afar vel í myndbandið, sem og svar Ocasio-Cortez við því.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 „Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé "engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. 7. janúar 2019 16:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Sjá meira
Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58
Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58
„Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé "engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. 7. janúar 2019 16:30