Gagnrýnir „ógeðslega“ íhaldssama fjölmiðla vegna falsaðrar nektarmyndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:10 Alexandria Ocasio-Cortez. Getty/Scott Eisen Alexandria Ocasio-Cortez þingkona demókrataflokksins vandar íhaldssömum fjölmiðlum ekki kveðjurnar eftir að hægrimiðillinn The Daily Caller birti falsaða nektarmynd af henni. Myndin var birt á vef The Daily Caller á mánudag með fyrirsögninni „Hér er myndin sem einhverjir segja að sé nektarsjálfsmynd af Alexandriu Ocasio-Cortez“. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian segir að myndin hafi verið í umferð á Internetinu í nokkurn tíma áður en hún var birt á vef The Daily Caller, og þá hafi þegar verið afsannað að konan á myndinni væri Ocasio-Cortez. Ocasio-Cortez gagnrýndi „fréttaflutning“ miðilsins í Twitter-færslum sem hún birti í gær. Þar sagði hún að myndbirting á borð við þessa, og það í stórum íhaldssömum fjölmiðli, sýndi skýrt að konur í leiðtogastöðum ættu á brattann að sækja miðað við starfsbræður sína. Þá gagnrýndi Ocasio-Cortez einnig fréttamann götublaðsins The Daily Mail fyrir að hafa heimsótt ættingja kærasta síns og boðið þeim peningagreiðslu í skiptum fyrir „fréttir“.GOP have been losing their mind + frothing at the mouth all week, so this was just a matter of time.There is also a Daily Mail reporter (Ruth Styles) going to my boyfriend's relative's homes+offering them cash for “stories.”Women in leadership face more scrutiny. Period. https://t.co/KuHJ75sdMg— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Þá gagnrýndi hún framferði íhaldssömu miðlanna enn frekar vegna myndbirtingarinnar og sagði það „algjörlega ógeðslegt“.For those out of the loop, Republicans began to circulate a fake nude photo of me. The @DailyCaller reposted it (!) and refused to indicate it was fake in the title as well.Completely disgusting behavior from Conservative outlets.No wonder they defended Kavanaugh so fiercely.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur orðið ein skærasta vonarstjarna demókrataflokksins á skömmum tíma. Hún þykir afar vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarð og hefur verið undir smjásjá repúblikana um nokkurt skeið. Í síðustu viku var greint frá því að bandarískir hægrimenn hefðu deilt myndbandi á samfélagsmiðlum í tilraun til að lítillækka Ocasio-Cortez. Myndbandið sýndi þingkonuna dansa á húsþaki á háskólaárum sínum. Skemmst er frá því að segja að smánunartilraun hægrimanna misheppnaðist en samfélagsmiðlanotendur tóku almennt afar vel í myndbandið, sem og svar Ocasio-Cortez við því. Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 „Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé "engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. 7. janúar 2019 16:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira
Alexandria Ocasio-Cortez þingkona demókrataflokksins vandar íhaldssömum fjölmiðlum ekki kveðjurnar eftir að hægrimiðillinn The Daily Caller birti falsaða nektarmynd af henni. Myndin var birt á vef The Daily Caller á mánudag með fyrirsögninni „Hér er myndin sem einhverjir segja að sé nektarsjálfsmynd af Alexandriu Ocasio-Cortez“. Í frétt breska dagblaðsins The Guardian segir að myndin hafi verið í umferð á Internetinu í nokkurn tíma áður en hún var birt á vef The Daily Caller, og þá hafi þegar verið afsannað að konan á myndinni væri Ocasio-Cortez. Ocasio-Cortez gagnrýndi „fréttaflutning“ miðilsins í Twitter-færslum sem hún birti í gær. Þar sagði hún að myndbirting á borð við þessa, og það í stórum íhaldssömum fjölmiðli, sýndi skýrt að konur í leiðtogastöðum ættu á brattann að sækja miðað við starfsbræður sína. Þá gagnrýndi Ocasio-Cortez einnig fréttamann götublaðsins The Daily Mail fyrir að hafa heimsótt ættingja kærasta síns og boðið þeim peningagreiðslu í skiptum fyrir „fréttir“.GOP have been losing their mind + frothing at the mouth all week, so this was just a matter of time.There is also a Daily Mail reporter (Ruth Styles) going to my boyfriend's relative's homes+offering them cash for “stories.”Women in leadership face more scrutiny. Period. https://t.co/KuHJ75sdMg— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Þá gagnrýndi hún framferði íhaldssömu miðlanna enn frekar vegna myndbirtingarinnar og sagði það „algjörlega ógeðslegt“.For those out of the loop, Republicans began to circulate a fake nude photo of me. The @DailyCaller reposted it (!) and refused to indicate it was fake in the title as well.Completely disgusting behavior from Conservative outlets.No wonder they defended Kavanaugh so fiercely.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 10, 2019 Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur orðið ein skærasta vonarstjarna demókrataflokksins á skömmum tíma. Hún þykir afar vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarð og hefur verið undir smjásjá repúblikana um nokkurt skeið. Í síðustu viku var greint frá því að bandarískir hægrimenn hefðu deilt myndbandi á samfélagsmiðlum í tilraun til að lítillækka Ocasio-Cortez. Myndbandið sýndi þingkonuna dansa á húsþaki á háskólaárum sínum. Skemmst er frá því að segja að smánunartilraun hægrimanna misheppnaðist en samfélagsmiðlanotendur tóku almennt afar vel í myndbandið, sem og svar Ocasio-Cortez við því.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 „Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé "engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. 7. janúar 2019 16:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira
Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58
Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58
„Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé "engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. 7. janúar 2019 16:30