Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 21:15 OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið. GETTY/GEORGE FREY Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá landlæknisembættinu en 12 lyfjatengd andlát voru til skoðunar hjá því á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Níu hafa látist vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja en 20 manns létust af þeim orsökum í fyrra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Í upplýsingum frá lögreglu kemur fram að ekki sé fjölgun á lyfjatengdum andlátum miðað við í fyrra. Árið 2018 voru 39 lyfjatengd andlát og kemur þetta fram í dánarmeinaskrá. Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri SÁÁ, segir aukna vitundarvakningu um skaðsemi lyfjanna hljóti að hafa áhrif. Þó greinist fleiri einstaklingar með fíkn í sterk verkjalyf en áður. Á árunum 2001-2015 létust að meðaltali 15 einstaklingar undir fertugu á ári vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum en það hafi aukist gríðarlega árið 2016 en þá létust 27 manns og árið 2017 létust 25. Árið 2018 létust 33 og flestir voru á aldrinum 30-65 ára. Valgerður segir umræðu í öllu þjóðfélaginu nauðsynlega og aðgerðir frá heilbrigðisráðuneytinu breyta miklu. Aðgerðir heilbrigðisráðuneytisins fólust meðal annars í breytingum sem voru gerðar í lyfjaafgreiðslu og reglum tengdum því. Læknar hafi tekið þetta til sín og breytt lyfjaútskriftum. „Það sem við merkjum augljóslega aukningu er aukning í ópíóðafíkn, við greinum miklu fleiri með það núna og setjum jafnframt fleiri á þessa lyfjameðferð eða viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn. Þetta er það sem við höfum séð aukast síðustu þrjú árin,“ segir Valgerður.„Örugg og skilvirk leið til að takast á við daglega verki“ Ópíóðafíkn hefur aukist gríðarlega á vesturlöndum undanfarin 20 ár, en ópíóðalyfið OxyContin var sett á markað af lyfjafyrirtækinu Purdue Pharma árið 1996 og hefur það verið umdeilt. Purdue, ásamt fleiri lyfjafyrirtækjum, markaðssetti ópíóðalyf með þeim skilaboðum að það væri ekki ávanabindandi. Annað hefur síðan komið í ljós. Lyfjafyrirtækin Purdue Pharma, Teva Pharmaceuticals og Johnson & Johnson eru meðal þeirra fyrirtækja sem verið er að herja á með ákærum í bandarískum dómstólum þessi misseri. Meðal annars hafa þau heyjað mál í Oklahoma fylki þar sem þau hafa verið sökuð um að gefa ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfjanna og hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn.Sjá einnig: Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisinsSjá einnig: Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinnJohnson & Johnson markaðsetti ópíóðalyf undir formerkjunum „örugg og skilvirk leið til að takast á við daglega verki.“ Purdue og Teva borguðu bæði sáttagjöld en Johnson & Johnson stendur nú í málaferlum. Purdue greiddi alls 33,5 milljarða íslenskra króna og Teva 10,5 milljarða. Féð mun vera notað í verkefni sem mun reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í fylkinu. Þetta mál er eitt 2.000 mála sem verið er að heyja gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóðalyfja í Bandaríkjunum. Á hverjum degi deyja að meðaltali 130 bandarískir einstaklingar vegna ofskammts af ópíóðalyfjum samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf og bæði eru dæmi um að þau hafi verið tekin út með lyfseðli og þau hafi verið keypt ólöglega. Bandaríkin Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05 Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld. 17. ágúst 2018 06:00 Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. 4. nóvember 2018 20:47 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá landlæknisembættinu en 12 lyfjatengd andlát voru til skoðunar hjá því á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Níu hafa látist vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja en 20 manns létust af þeim orsökum í fyrra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Í upplýsingum frá lögreglu kemur fram að ekki sé fjölgun á lyfjatengdum andlátum miðað við í fyrra. Árið 2018 voru 39 lyfjatengd andlát og kemur þetta fram í dánarmeinaskrá. Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri SÁÁ, segir aukna vitundarvakningu um skaðsemi lyfjanna hljóti að hafa áhrif. Þó greinist fleiri einstaklingar með fíkn í sterk verkjalyf en áður. Á árunum 2001-2015 létust að meðaltali 15 einstaklingar undir fertugu á ári vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum en það hafi aukist gríðarlega árið 2016 en þá létust 27 manns og árið 2017 létust 25. Árið 2018 létust 33 og flestir voru á aldrinum 30-65 ára. Valgerður segir umræðu í öllu þjóðfélaginu nauðsynlega og aðgerðir frá heilbrigðisráðuneytinu breyta miklu. Aðgerðir heilbrigðisráðuneytisins fólust meðal annars í breytingum sem voru gerðar í lyfjaafgreiðslu og reglum tengdum því. Læknar hafi tekið þetta til sín og breytt lyfjaútskriftum. „Það sem við merkjum augljóslega aukningu er aukning í ópíóðafíkn, við greinum miklu fleiri með það núna og setjum jafnframt fleiri á þessa lyfjameðferð eða viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn. Þetta er það sem við höfum séð aukast síðustu þrjú árin,“ segir Valgerður.„Örugg og skilvirk leið til að takast á við daglega verki“ Ópíóðafíkn hefur aukist gríðarlega á vesturlöndum undanfarin 20 ár, en ópíóðalyfið OxyContin var sett á markað af lyfjafyrirtækinu Purdue Pharma árið 1996 og hefur það verið umdeilt. Purdue, ásamt fleiri lyfjafyrirtækjum, markaðssetti ópíóðalyf með þeim skilaboðum að það væri ekki ávanabindandi. Annað hefur síðan komið í ljós. Lyfjafyrirtækin Purdue Pharma, Teva Pharmaceuticals og Johnson & Johnson eru meðal þeirra fyrirtækja sem verið er að herja á með ákærum í bandarískum dómstólum þessi misseri. Meðal annars hafa þau heyjað mál í Oklahoma fylki þar sem þau hafa verið sökuð um að gefa ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfjanna og hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn.Sjá einnig: Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisinsSjá einnig: Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinnJohnson & Johnson markaðsetti ópíóðalyf undir formerkjunum „örugg og skilvirk leið til að takast á við daglega verki.“ Purdue og Teva borguðu bæði sáttagjöld en Johnson & Johnson stendur nú í málaferlum. Purdue greiddi alls 33,5 milljarða íslenskra króna og Teva 10,5 milljarða. Féð mun vera notað í verkefni sem mun reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í fylkinu. Þetta mál er eitt 2.000 mála sem verið er að heyja gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóðalyfja í Bandaríkjunum. Á hverjum degi deyja að meðaltali 130 bandarískir einstaklingar vegna ofskammts af ópíóðalyfjum samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf og bæði eru dæmi um að þau hafi verið tekin út með lyfseðli og þau hafi verið keypt ólöglega.
Bandaríkin Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05 Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld. 17. ágúst 2018 06:00 Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. 4. nóvember 2018 20:47 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07
Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin. 26. maí 2019 23:05
Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld. 17. ágúst 2018 06:00
Dauðsföllum vegna eitrunar af völdum lyfseðilsskyldra lyfja fer fjölgandi Það sem af er ári hefur landlæknisembættið fengið til skoðunar andlát 42 einstaklinga þar sem grunur leikur á að viðkomandi hafi látist af völdum eitrunar. Allt árið í fyrra hafði embættið 34 mál til skoðunar. 4. nóvember 2018 20:47
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels