Erlent

98 prósent eyja­skeggja greiddu at­kvæði með sjálf­stæði

Atli Ísleifsson skrifar
Sjálfstæðissinnar á Bougainville fagna eftir að niðurstaða lá fyrir.
Sjálfstæðissinnar á Bougainville fagna eftir að niðurstaða lá fyrir. AP

Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum.

Kjósendur höfðu un tvo kosti að velja – aukna sjálfstjórn eða fullt sjálfstæði. Af þeim 181 þúsund sem kusu, voru 98 prósent fylgjandi fullu sjálfstæði.

Ríkisstjórn Papúa Nýju-Gíneu var samþykk framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar, en niðurstaðan er engu að síður ekki bindandi. Er það nú undir þingi Papúa Nýju-Gíneu að ákveða næstu skref.

Sjá einnig:Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember

BBC segir frá því að íbúar eyjanna séu um 300 þúsund og að um 207 þúsund hafi haft rétt til að kjósa.

Verður Bougainville næsta fullvalda ríki heims?getty

Það var Bertie Ahern, yfirmaður alþjóðlegrar nefndar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, sem greindi frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í bænum Buka.

Samkomulag um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu náðist árið 2001 og var það liður í að binda enda á margra ára borgarastyrjöld sem kostaði hátt í 20 þúsund mannslíf.

Nánar má lesa um eyjuna í þjóðaratkvæðagreiðsluna í frétt Vísis frá í september.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.