Real Madrid gerði 1-1 jafntefli við Real Valladolid í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Karim Benzema kom Real Madrid yfir með góðu skoti frá vítateigslínu á 82. mínútu.
Sex mínútum síðar jafnaði Sergio Guardiola metin fyrir Valladolid. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu frá Oscar Plano og skoraði framhjá Thibaut Courtois í marki Real Madrid.
Bæði Real Madrid og Valladolid eru með fjögur stig í deildinni. Sevilla er á toppnum með sex stig.
Tvö stig í súginn hjá Real Madrid
