Tillögur um jeppaumferð um Vonarskarð lagðar fyrir stjórn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júní 2019 06:00 Vonaskarð er við norðvesturhorn Vatnajökuls, milli Bárðarbungu og Tungnafellsjökuls. „Það eru alla vega komnar fram ákveðnar hugmyndir um eitthvað sem við höldum að geti leitt til niðurstöðu – fyrr eða síðar,“ segir Guðrún Áslaug Jónsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Stjórnarformaðurinn neitar að tjá sig að svo stöddu um þær hugmyndir sem unnar hafa verið eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað í apríl að setja á fót starfshóp sem hafði það verkefni að skoða óskir um umferð vélknúinna ökutækja um Vonarskarð. Umdeilt hefur verið hvort leyfa eigi slíka umferð. „Stjórn lítur svo á að mikilvægt sé að leita sátta allra aðila í málinu,“ bókaði stjórnin 8. apríl síðastliðinn og fól formanni svæðisráðs í samráði við framkvæmdaráð þjóðgarðsins „að leggja fram lausnamiðaða áætlun“. Guðrún segir að málið verði rætt á stjórnarfundi þjóðgarðsins á mánudag. „Þangað til held ég að það sé best að ég segi sem minnst – ekki fyrr en fundurinn er búinn og hinir stjórnarmennirnir eru búnir að kynna sér það,“ ítrekar hún. Í hugmyndum sem teknar voru saman í febrúar fyrir Guðrúnu um Vonarskarðsmálið segir að „lengi hafi verið skiptar skoðanir um það hvort leyfa skyldi umferð vélknúinna umferð gegnum þetta sérstæða svæði“. Talin eru upp skilyrði fyrir akstursheimild sem fulltrúar ólíkra sjónarmiða gætu fallist á fyrirfram. Meðal þeirra eru að akstursleið sé „fjarri gróðursvæðum, hverasvæðum og öðrum viðkvæmum svæðum sem gefin væru út á hverju ári með hliðsjón af rofi“ og að fyrir lægi „staðfest álit náttúrufræðinga um að skilgreind leið sé þannig valin að lífríki og jarðmyndanir geti ekki raskast sem neinu nemi“. Einnig væri skilyrði að akstursleiðin væri ekki hluti af almennu vegakerfi þjóðgarðsins. „Leiðin hafi þannig ekki áhrif á skilgreiningu víðerna frekar en vetrarakstur á snjó og styðjist við hliðstætt sjónarmið um áhrifaleysi á yfirborð,“ eins og segir í minnisblaðinu. Þá segir að skilyrði þurfi að vera um að akstur um Vonarskarð í atvinnuskyni sé bannaður. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þingeyjarsveit Þjóðgarðar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
„Það eru alla vega komnar fram ákveðnar hugmyndir um eitthvað sem við höldum að geti leitt til niðurstöðu – fyrr eða síðar,“ segir Guðrún Áslaug Jónsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Stjórnarformaðurinn neitar að tjá sig að svo stöddu um þær hugmyndir sem unnar hafa verið eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað í apríl að setja á fót starfshóp sem hafði það verkefni að skoða óskir um umferð vélknúinna ökutækja um Vonarskarð. Umdeilt hefur verið hvort leyfa eigi slíka umferð. „Stjórn lítur svo á að mikilvægt sé að leita sátta allra aðila í málinu,“ bókaði stjórnin 8. apríl síðastliðinn og fól formanni svæðisráðs í samráði við framkvæmdaráð þjóðgarðsins „að leggja fram lausnamiðaða áætlun“. Guðrún segir að málið verði rætt á stjórnarfundi þjóðgarðsins á mánudag. „Þangað til held ég að það sé best að ég segi sem minnst – ekki fyrr en fundurinn er búinn og hinir stjórnarmennirnir eru búnir að kynna sér það,“ ítrekar hún. Í hugmyndum sem teknar voru saman í febrúar fyrir Guðrúnu um Vonarskarðsmálið segir að „lengi hafi verið skiptar skoðanir um það hvort leyfa skyldi umferð vélknúinna umferð gegnum þetta sérstæða svæði“. Talin eru upp skilyrði fyrir akstursheimild sem fulltrúar ólíkra sjónarmiða gætu fallist á fyrirfram. Meðal þeirra eru að akstursleið sé „fjarri gróðursvæðum, hverasvæðum og öðrum viðkvæmum svæðum sem gefin væru út á hverju ári með hliðsjón af rofi“ og að fyrir lægi „staðfest álit náttúrufræðinga um að skilgreind leið sé þannig valin að lífríki og jarðmyndanir geti ekki raskast sem neinu nemi“. Einnig væri skilyrði að akstursleiðin væri ekki hluti af almennu vegakerfi þjóðgarðsins. „Leiðin hafi þannig ekki áhrif á skilgreiningu víðerna frekar en vetrarakstur á snjó og styðjist við hliðstætt sjónarmið um áhrifaleysi á yfirborð,“ eins og segir í minnisblaðinu. Þá segir að skilyrði þurfi að vera um að akstur um Vonarskarð í atvinnuskyni sé bannaður.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þingeyjarsveit Þjóðgarðar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira