Kolbrún segir ekki hægt að þvinga Vigdísi í rannsóknarferli Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2019 08:50 Kolbrún telur rannsókn sem boðað hefur verið til vegna meints eineltis Vigdísar tæplega standast sé litið til jafnræðis. visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, furðar sig á hinni boðuðu rannsókn borgaryfirvalda á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vísir greindi frá málinu í gær, að ákveðið hafi verið að efna til viðamikillar rannsóknar á meintu einelti Vigdísar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Í kjölfarið var sagt frá því að Vigdís vildi fara dómsstólaleið með málið. Kolbrún hefur fullan skilning á því. Hún segist vera að hugsa um jafnræði. „Í þessu tilfelli gengur vinnsla vegna kvörtunar starfsmanns yfir kjörnum fulltrúa ekki upp þar sem staða aðila er ólík og byggir á ólíkum grunni. Kjörinn fulltrúi hefur ekki ráðningarsamband við borgina enda kjörinn af borgarbúum. Kjörinn fulltrúi hefur því hvorki aðgang að sálfræðingum, mannauðsráðgjöfum né lögfræðingum borgarinnar en það hefur starfsmaðurinn enda ráðinn með öll tilheyrandi réttindi sem opinber starfsmaður. Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna,“ segir Kolbrún. Þá bendir hún á, þess utan, að ekki sé hægt að þvinga nokkurn mann, kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. „Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“ Vigdís var í Bítinu í morgun og ræddi þá þetta mál frekar, eins og það horfir við henni. Þar segist hún ekki vera gerandi í eineltismálinu heldur miklu fremur fórnarlamb. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, furðar sig á hinni boðuðu rannsókn borgaryfirvalda á meintu einelti Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vísir greindi frá málinu í gær, að ákveðið hafi verið að efna til viðamikillar rannsóknar á meintu einelti Vigdísar gegn Helgu Björg Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Í kjölfarið var sagt frá því að Vigdís vildi fara dómsstólaleið með málið. Kolbrún hefur fullan skilning á því. Hún segist vera að hugsa um jafnræði. „Í þessu tilfelli gengur vinnsla vegna kvörtunar starfsmanns yfir kjörnum fulltrúa ekki upp þar sem staða aðila er ólík og byggir á ólíkum grunni. Kjörinn fulltrúi hefur ekki ráðningarsamband við borgina enda kjörinn af borgarbúum. Kjörinn fulltrúi hefur því hvorki aðgang að sálfræðingum, mannauðsráðgjöfum né lögfræðingum borgarinnar en það hefur starfsmaðurinn enda ráðinn með öll tilheyrandi réttindi sem opinber starfsmaður. Kjörinn fulltrúa er hvorki hægt að reka né áminna,“ segir Kolbrún. Þá bendir hún á, þess utan, að ekki sé hægt að þvinga nokkurn mann, kjörinn fulltrúa eða starfsmann að taka þátt í rannsóknarferli eins og þessu ef hann ekki vill það. „Þess vegna er það einfaldlega þannig að telji starfsmaður eða hver annar að kjörinn fulltrúi hafi brotið á sér þá er bara ein leið fær og það er dómstólaleiðin.“ Vigdís var í Bítinu í morgun og ræddi þá þetta mál frekar, eins og það horfir við henni. Þar segist hún ekki vera gerandi í eineltismálinu heldur miklu fremur fórnarlamb.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31