Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 10:34 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Xi Jinping, forseti Kína, á fundi sínum í Pyongyang. epa/KCNA Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum „alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í morgun og hafa fréttastofur Reuters og breska ríkisútvarpsins BBC fjallað um málið. Xi er í opinberri heimsókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þeirri fyrstu sem kínverskur leiðtogi hefur farið í til landsins síðan 2005. Xi er í tveggja daga heimsókn en í dag er seinni dagur hennar. Hann mætti til Pyongyang í gær þar sem hann var boðinn velkominn við glæsilega athöfn þar sem norðurkóreskir þegnar sungu fyrir hann lagið „Ég elska þig, Kína,“ og þúsundir einstaklinga héldu uppi spjöldum sem saman mynduðu andlit Xi og kínverska fánann. Kína er eina landið sem styður Norður-Kóreu og á heimsókn Xi að styðja og styrkja Pyongyang gegn álaginu sem viðskiptabönn Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og eldflauga áætlun landsins hafa lagt á það. Auk þess á heimsóknin að sýna stuðning Kína við Norður-Kóreu vegna afvopnunarsamningi við Bandaríkin sem hefur ekki gegnið eftir. Aðeins er vika þar til Xi og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittast á G20 ráðstefnunni í Osaka í Japan en ríkin hafa átt í miklum viðskiptaþvingunum við hvort annað síðustu misseri.Leiðtogarnir Kim og Xi keyra í gegn um Pyongyang þar sem lýðurin hyllir komu Xi.epa/kcnaKim sagði bönd Norður-Kóreu og Kína órjúfanleg. Í gær var birt myndband af því þegar Xi lenti í Pyongyang og hann keyrði inn í höfuðborgina, þar sem mikil fagnaðarlæti voru. Sýningin, sem fór fram þegar Xi kom til Norður-Kóreu, var titluð „Ósigrandi Sósíalismi“ og var sérstaklega undirbúin fyrir heimsókn Xi. Þar voru sungin sósíalísk lög, þar á meðal „Ekkert nýtt Kína án Kommúnistaflokksins“ og „Ég elska þig, Kína.“ Á einu skiltinu sem haldið var uppi stóð á kínversku: „Gaman að sjá þig Xi afi.“Órjúfanleg bönd sósíalista Ríkisútvarp Norður-Kóreu, KCNA, sagði heimsókn Xi líklega til að úrslita í stuðningi Kína við hagkerfi Norður-Kóreu, sem er óstöðugt og bundið viðskiptaþvingunum. Auk þess sýndi hún heiminum óbreytta vináttu á milli ríkjanna. Þrátt fyrir það hafa samskipti ríkjanna ekki alltaf verið dans á rósum og er það helst vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Hjá ríkisútvarpi Kína, Xinhua, kemur fram að Xi hafi sagt Peking og Pyongyang hafa sammælst um að pólitískt samkomulag vegna kjarnorkumála á Kóreu skaganum sé mál sem þurfi að ræða og að halda þurfi áfram friðarviðræðum. Leiðtogarnir tveir samþykktu að leggja áherslu á mikil samskipti hvað varðar hernaðaráætlanir og styrkja þyrfti samstarf á öllum sviðum. Í gær hrósaði Xi Norður-Kóreu fyrir viðleitni þeirra til kjarnorkuafvopnunar og sagði alþjóðasamfélagið vona að Norður-Kórea og Bandaríkin gætu átt samræður sem myndu leiða eitthvað gott af sér. Frá því að upp úr leiðtogafundi Trump og Kim flosnaði í Hanoi fyrr á árinu hafa stjórnvöld í Pyongyang framkvæmt einhverjar vopnatilraunir og varað við „óþarfa afleiðingum,“ ef Bandaríkin yrðu ekki sveigjanlegri. Í kvöldverðarveislu sem haldin var í gær, sagði Xi að Kína styddi Kim í leit hans að pólitískri lausn á vandamálum Kóreu skagans. Bandaríkin Fréttaskýringar Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum „alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í morgun og hafa fréttastofur Reuters og breska ríkisútvarpsins BBC fjallað um málið. Xi er í opinberri heimsókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þeirri fyrstu sem kínverskur leiðtogi hefur farið í til landsins síðan 2005. Xi er í tveggja daga heimsókn en í dag er seinni dagur hennar. Hann mætti til Pyongyang í gær þar sem hann var boðinn velkominn við glæsilega athöfn þar sem norðurkóreskir þegnar sungu fyrir hann lagið „Ég elska þig, Kína,“ og þúsundir einstaklinga héldu uppi spjöldum sem saman mynduðu andlit Xi og kínverska fánann. Kína er eina landið sem styður Norður-Kóreu og á heimsókn Xi að styðja og styrkja Pyongyang gegn álaginu sem viðskiptabönn Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og eldflauga áætlun landsins hafa lagt á það. Auk þess á heimsóknin að sýna stuðning Kína við Norður-Kóreu vegna afvopnunarsamningi við Bandaríkin sem hefur ekki gegnið eftir. Aðeins er vika þar til Xi og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittast á G20 ráðstefnunni í Osaka í Japan en ríkin hafa átt í miklum viðskiptaþvingunum við hvort annað síðustu misseri.Leiðtogarnir Kim og Xi keyra í gegn um Pyongyang þar sem lýðurin hyllir komu Xi.epa/kcnaKim sagði bönd Norður-Kóreu og Kína órjúfanleg. Í gær var birt myndband af því þegar Xi lenti í Pyongyang og hann keyrði inn í höfuðborgina, þar sem mikil fagnaðarlæti voru. Sýningin, sem fór fram þegar Xi kom til Norður-Kóreu, var titluð „Ósigrandi Sósíalismi“ og var sérstaklega undirbúin fyrir heimsókn Xi. Þar voru sungin sósíalísk lög, þar á meðal „Ekkert nýtt Kína án Kommúnistaflokksins“ og „Ég elska þig, Kína.“ Á einu skiltinu sem haldið var uppi stóð á kínversku: „Gaman að sjá þig Xi afi.“Órjúfanleg bönd sósíalista Ríkisútvarp Norður-Kóreu, KCNA, sagði heimsókn Xi líklega til að úrslita í stuðningi Kína við hagkerfi Norður-Kóreu, sem er óstöðugt og bundið viðskiptaþvingunum. Auk þess sýndi hún heiminum óbreytta vináttu á milli ríkjanna. Þrátt fyrir það hafa samskipti ríkjanna ekki alltaf verið dans á rósum og er það helst vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Hjá ríkisútvarpi Kína, Xinhua, kemur fram að Xi hafi sagt Peking og Pyongyang hafa sammælst um að pólitískt samkomulag vegna kjarnorkumála á Kóreu skaganum sé mál sem þurfi að ræða og að halda þurfi áfram friðarviðræðum. Leiðtogarnir tveir samþykktu að leggja áherslu á mikil samskipti hvað varðar hernaðaráætlanir og styrkja þyrfti samstarf á öllum sviðum. Í gær hrósaði Xi Norður-Kóreu fyrir viðleitni þeirra til kjarnorkuafvopnunar og sagði alþjóðasamfélagið vona að Norður-Kórea og Bandaríkin gætu átt samræður sem myndu leiða eitthvað gott af sér. Frá því að upp úr leiðtogafundi Trump og Kim flosnaði í Hanoi fyrr á árinu hafa stjórnvöld í Pyongyang framkvæmt einhverjar vopnatilraunir og varað við „óþarfa afleiðingum,“ ef Bandaríkin yrðu ekki sveigjanlegri. Í kvöldverðarveislu sem haldin var í gær, sagði Xi að Kína styddi Kim í leit hans að pólitískri lausn á vandamálum Kóreu skagans.
Bandaríkin Fréttaskýringar Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43
Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19