Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 10:34 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Xi Jinping, forseti Kína, á fundi sínum í Pyongyang. epa/KCNA Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum „alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í morgun og hafa fréttastofur Reuters og breska ríkisútvarpsins BBC fjallað um málið. Xi er í opinberri heimsókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þeirri fyrstu sem kínverskur leiðtogi hefur farið í til landsins síðan 2005. Xi er í tveggja daga heimsókn en í dag er seinni dagur hennar. Hann mætti til Pyongyang í gær þar sem hann var boðinn velkominn við glæsilega athöfn þar sem norðurkóreskir þegnar sungu fyrir hann lagið „Ég elska þig, Kína,“ og þúsundir einstaklinga héldu uppi spjöldum sem saman mynduðu andlit Xi og kínverska fánann. Kína er eina landið sem styður Norður-Kóreu og á heimsókn Xi að styðja og styrkja Pyongyang gegn álaginu sem viðskiptabönn Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og eldflauga áætlun landsins hafa lagt á það. Auk þess á heimsóknin að sýna stuðning Kína við Norður-Kóreu vegna afvopnunarsamningi við Bandaríkin sem hefur ekki gegnið eftir. Aðeins er vika þar til Xi og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittast á G20 ráðstefnunni í Osaka í Japan en ríkin hafa átt í miklum viðskiptaþvingunum við hvort annað síðustu misseri.Leiðtogarnir Kim og Xi keyra í gegn um Pyongyang þar sem lýðurin hyllir komu Xi.epa/kcnaKim sagði bönd Norður-Kóreu og Kína órjúfanleg. Í gær var birt myndband af því þegar Xi lenti í Pyongyang og hann keyrði inn í höfuðborgina, þar sem mikil fagnaðarlæti voru. Sýningin, sem fór fram þegar Xi kom til Norður-Kóreu, var titluð „Ósigrandi Sósíalismi“ og var sérstaklega undirbúin fyrir heimsókn Xi. Þar voru sungin sósíalísk lög, þar á meðal „Ekkert nýtt Kína án Kommúnistaflokksins“ og „Ég elska þig, Kína.“ Á einu skiltinu sem haldið var uppi stóð á kínversku: „Gaman að sjá þig Xi afi.“Órjúfanleg bönd sósíalista Ríkisútvarp Norður-Kóreu, KCNA, sagði heimsókn Xi líklega til að úrslita í stuðningi Kína við hagkerfi Norður-Kóreu, sem er óstöðugt og bundið viðskiptaþvingunum. Auk þess sýndi hún heiminum óbreytta vináttu á milli ríkjanna. Þrátt fyrir það hafa samskipti ríkjanna ekki alltaf verið dans á rósum og er það helst vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Hjá ríkisútvarpi Kína, Xinhua, kemur fram að Xi hafi sagt Peking og Pyongyang hafa sammælst um að pólitískt samkomulag vegna kjarnorkumála á Kóreu skaganum sé mál sem þurfi að ræða og að halda þurfi áfram friðarviðræðum. Leiðtogarnir tveir samþykktu að leggja áherslu á mikil samskipti hvað varðar hernaðaráætlanir og styrkja þyrfti samstarf á öllum sviðum. Í gær hrósaði Xi Norður-Kóreu fyrir viðleitni þeirra til kjarnorkuafvopnunar og sagði alþjóðasamfélagið vona að Norður-Kórea og Bandaríkin gætu átt samræður sem myndu leiða eitthvað gott af sér. Frá því að upp úr leiðtogafundi Trump og Kim flosnaði í Hanoi fyrr á árinu hafa stjórnvöld í Pyongyang framkvæmt einhverjar vopnatilraunir og varað við „óþarfa afleiðingum,“ ef Bandaríkin yrðu ekki sveigjanlegri. Í kvöldverðarveislu sem haldin var í gær, sagði Xi að Kína styddi Kim í leit hans að pólitískri lausn á vandamálum Kóreu skagans. Bandaríkin Fréttaskýringar Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum „alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í morgun og hafa fréttastofur Reuters og breska ríkisútvarpsins BBC fjallað um málið. Xi er í opinberri heimsókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þeirri fyrstu sem kínverskur leiðtogi hefur farið í til landsins síðan 2005. Xi er í tveggja daga heimsókn en í dag er seinni dagur hennar. Hann mætti til Pyongyang í gær þar sem hann var boðinn velkominn við glæsilega athöfn þar sem norðurkóreskir þegnar sungu fyrir hann lagið „Ég elska þig, Kína,“ og þúsundir einstaklinga héldu uppi spjöldum sem saman mynduðu andlit Xi og kínverska fánann. Kína er eina landið sem styður Norður-Kóreu og á heimsókn Xi að styðja og styrkja Pyongyang gegn álaginu sem viðskiptabönn Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og eldflauga áætlun landsins hafa lagt á það. Auk þess á heimsóknin að sýna stuðning Kína við Norður-Kóreu vegna afvopnunarsamningi við Bandaríkin sem hefur ekki gegnið eftir. Aðeins er vika þar til Xi og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittast á G20 ráðstefnunni í Osaka í Japan en ríkin hafa átt í miklum viðskiptaþvingunum við hvort annað síðustu misseri.Leiðtogarnir Kim og Xi keyra í gegn um Pyongyang þar sem lýðurin hyllir komu Xi.epa/kcnaKim sagði bönd Norður-Kóreu og Kína órjúfanleg. Í gær var birt myndband af því þegar Xi lenti í Pyongyang og hann keyrði inn í höfuðborgina, þar sem mikil fagnaðarlæti voru. Sýningin, sem fór fram þegar Xi kom til Norður-Kóreu, var titluð „Ósigrandi Sósíalismi“ og var sérstaklega undirbúin fyrir heimsókn Xi. Þar voru sungin sósíalísk lög, þar á meðal „Ekkert nýtt Kína án Kommúnistaflokksins“ og „Ég elska þig, Kína.“ Á einu skiltinu sem haldið var uppi stóð á kínversku: „Gaman að sjá þig Xi afi.“Órjúfanleg bönd sósíalista Ríkisútvarp Norður-Kóreu, KCNA, sagði heimsókn Xi líklega til að úrslita í stuðningi Kína við hagkerfi Norður-Kóreu, sem er óstöðugt og bundið viðskiptaþvingunum. Auk þess sýndi hún heiminum óbreytta vináttu á milli ríkjanna. Þrátt fyrir það hafa samskipti ríkjanna ekki alltaf verið dans á rósum og er það helst vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Hjá ríkisútvarpi Kína, Xinhua, kemur fram að Xi hafi sagt Peking og Pyongyang hafa sammælst um að pólitískt samkomulag vegna kjarnorkumála á Kóreu skaganum sé mál sem þurfi að ræða og að halda þurfi áfram friðarviðræðum. Leiðtogarnir tveir samþykktu að leggja áherslu á mikil samskipti hvað varðar hernaðaráætlanir og styrkja þyrfti samstarf á öllum sviðum. Í gær hrósaði Xi Norður-Kóreu fyrir viðleitni þeirra til kjarnorkuafvopnunar og sagði alþjóðasamfélagið vona að Norður-Kórea og Bandaríkin gætu átt samræður sem myndu leiða eitthvað gott af sér. Frá því að upp úr leiðtogafundi Trump og Kim flosnaði í Hanoi fyrr á árinu hafa stjórnvöld í Pyongyang framkvæmt einhverjar vopnatilraunir og varað við „óþarfa afleiðingum,“ ef Bandaríkin yrðu ekki sveigjanlegri. Í kvöldverðarveislu sem haldin var í gær, sagði Xi að Kína styddi Kim í leit hans að pólitískri lausn á vandamálum Kóreu skagans.
Bandaríkin Fréttaskýringar Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43
Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19