Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 16:21 Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. vísir/ap Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Bretlands hét Boris Johnson því að Bretland færi úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Hann sagðist vilja nýjan útgöngusamning en það væri þó heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa ESB án samnings. Johnson sagðist vera meðvitaður um háværar gagnrýnisraddir. Síðustu þrjú ár hafi fólk bæði innan og utan Bretlands efast um að stjórnvöld gætu framfylgt vilja þjóðarinnar og farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit. Johnson sagði að gagnrýnendurnir hefðu allir rangt fyrir sér því það væri alveg á hreinu að Bretland fari úr sambandinu í haust, „og ekkert múður“. Þannig sagðist hann ætla að endurreisa tiltrú fólks á lýðræðinu. Johnson sagðist skilja fullvel að breska þjóðin hefði fengið sig fullsadda af því að bíða. Nú væri kominn tími á aðgerðir. Hann myndi tryggja að breska þjóðin fengi loksins þá ríkisstjórn sem hún ætti skilið. Viðhorfsbreytingar væri þörf í umræðunni um Brexit. Nú dygði ekki lengur að einblína á þær hættur sem gætu skapast með Brexit heldur væri tími til kominn að virða fyrir sér öll tækifæri sem fylgdu því að fara úr sambandinu.Johnson hélt sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra Bretlands í dag.Vísir/apJohnson hélt sínu fyrstu ræðu sem forsætisráðherra fyrir framan Downingsstræti 10 eftir að hafa fengið formlegt umboð til að mynda ríkisstjórn frá drottningunni. Bílalest forsætisráðherrans þurfti að leggja lykkju á leið sína til Buckinghamhallar því meðlimir Greenpeace samtakanna höfðu komið sér fyrir á miðjum vegi til að hindra för Johnsons í mótmælaskyni. Það sem vakti helst athygli í ræðu Johnsons fyrir utan loforð um útgöngu úr ESB í haust er heilmikil útgjaldaaukning ríkissjóðs. Þannig lofaði hann að fjölga lögreglufulltrúum á götum Bretlands um 25.000 til að tryggja öryggi borgaranna. Þá lofaði hann auknum fjármunum til heilsugæslu, menntakerfisins og félagslega kerfisins. „Ég mun persónulega taka ábyrgð á þeim breytingum sem ég vil sjá verð að veruleika.“ Johnson vill styrkja samband Englands, Wales, Skotland og Norður-Írlands sem hann kallar „frábæru fjórmenningana“. Hann segir að heimsbyggðin horfi aðdáunaraugum á hugvitssemi og húmor Stóra-Bretlands. Breskir háskólar, vísindamenn, herlið, diplómasíu og frammistaða í jafnréttismálum vaki athygli út fyrir landsteinana.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á ávarp forsætisráðherrans í heild sinni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Bretlands hét Boris Johnson því að Bretland færi úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Hann sagðist vilja nýjan útgöngusamning en það væri þó heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa ESB án samnings. Johnson sagðist vera meðvitaður um háværar gagnrýnisraddir. Síðustu þrjú ár hafi fólk bæði innan og utan Bretlands efast um að stjórnvöld gætu framfylgt vilja þjóðarinnar og farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit. Johnson sagði að gagnrýnendurnir hefðu allir rangt fyrir sér því það væri alveg á hreinu að Bretland fari úr sambandinu í haust, „og ekkert múður“. Þannig sagðist hann ætla að endurreisa tiltrú fólks á lýðræðinu. Johnson sagðist skilja fullvel að breska þjóðin hefði fengið sig fullsadda af því að bíða. Nú væri kominn tími á aðgerðir. Hann myndi tryggja að breska þjóðin fengi loksins þá ríkisstjórn sem hún ætti skilið. Viðhorfsbreytingar væri þörf í umræðunni um Brexit. Nú dygði ekki lengur að einblína á þær hættur sem gætu skapast með Brexit heldur væri tími til kominn að virða fyrir sér öll tækifæri sem fylgdu því að fara úr sambandinu.Johnson hélt sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra Bretlands í dag.Vísir/apJohnson hélt sínu fyrstu ræðu sem forsætisráðherra fyrir framan Downingsstræti 10 eftir að hafa fengið formlegt umboð til að mynda ríkisstjórn frá drottningunni. Bílalest forsætisráðherrans þurfti að leggja lykkju á leið sína til Buckinghamhallar því meðlimir Greenpeace samtakanna höfðu komið sér fyrir á miðjum vegi til að hindra för Johnsons í mótmælaskyni. Það sem vakti helst athygli í ræðu Johnsons fyrir utan loforð um útgöngu úr ESB í haust er heilmikil útgjaldaaukning ríkissjóðs. Þannig lofaði hann að fjölga lögreglufulltrúum á götum Bretlands um 25.000 til að tryggja öryggi borgaranna. Þá lofaði hann auknum fjármunum til heilsugæslu, menntakerfisins og félagslega kerfisins. „Ég mun persónulega taka ábyrgð á þeim breytingum sem ég vil sjá verð að veruleika.“ Johnson vill styrkja samband Englands, Wales, Skotland og Norður-Írlands sem hann kallar „frábæru fjórmenningana“. Hann segir að heimsbyggðin horfi aðdáunaraugum á hugvitssemi og húmor Stóra-Bretlands. Breskir háskólar, vísindamenn, herlið, diplómasíu og frammistaða í jafnréttismálum vaki athygli út fyrir landsteinana.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á ávarp forsætisráðherrans í heild sinni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09