Erlent

Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra

Andri Eysteinsson skrifar
Sergio Moro er dómsmálaráðherra Brasilíu
Sergio Moro er dómsmálaráðherra Brasilíu Getty/Bloomberg
Fjórir hafa verið handteknir í Brasilíu grunaðir um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. Fjórmenningarnar eru grunaðir um að hafa með ólöglegum hætti komist yfir samskipti Moro, tveggja dómara og tveggja rannsóknarlögreglumanna. Guardian greinir frá.

Moro greindi frá innbrotinu í símann í júní síðastliðnum en skömmu síðar fóru að birtast upplýsingar teknar þaðan. Skilaboð frá tíma Moro sem dómari sem dæmdi í máli sem leiddi til handtöku margra úr brasilísku stjórnmálastéttinni, þar á meðal forsetans fyrrverandi Luiz Inacio Lula da Silva.

Gustavo Santos, Suelen De Oliveira, Danilo Marques og Walter Neto, öll frá ríkinu Sao Paulo voru handtekin og segir dómarinn Vallisney Oliveira að þau hafi öll komið við sögu hjá lögreglu á árum áður.

„Það bendir sterklega til þess að hin grunuðu hafi myndað glæpasamtök og sameinast til þess að brjóta á persónuleynd nokkurra brasilískra valdamanna með því að brjótast inn á samskiptaforritið Telegram, segir í dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×