Rosalegur dagur hjá Dortmund á markaðnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 07:30 Julian Brandt í búningi Borussia Dortmund. Mynd/Twittersíða Borussia Dortmund Borussia Dortmund missti af þýska meistaratitlinum eftir hrun á lokasprettinum og Bayern München fagnað sigri í þýsku Bundesligunni sjöunda árið í röð. Grátleg niðurstaða fyrir lið Dortmund eftir frábært tímabil. Dortmund var meðal annars með níu stiga forystu á Bæjara í janúar en allt kom fyrir ekki. Ekkert annað lið en Bayern hefur unnið titilinn síðan að Dortmund vann hann síðast tvö ár í röð undir stjórn Jürgen Klopp frá 2011 til 2012. Það er aftur á móti enginn uppgjafartónn í herbúðum Borussia Dortmund sem sést á flugeldasýningu félagsins þegar félagsskiptamarkaðurinn opnaði á ný.Big signings made! It's been a busy day in the transfer market for Borussia Dortmund. More: https://t.co/RNHERwlJFlpic.twitter.com/pYi54zFlU2 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019Borussia Dortmund keypti nefnilega þrjá öfluga leikmenn í gær. Liðið keypti bakvörðinn Nico Schulz frá Hoffenheim, miðjumaninn Julian Brandt frá Bayer Leverkusen og Thorgan Hazard sem er bróðir Eden Hazard hjá Chelsea. Dortmund keypti Thorgan Hazard frá Borussia Mönchengladbach. Nico Schulz er sókndjarfur bakvörður sem ætti að henta leikstíl Borussia Dortmund vel og fyllir líka í stöðu sem hefur verið veik hjá liðinu. Thorgan Hazard átti mjög flott tímabil með Gladbach þar sem hann var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 33 leikjum. Hann var besti leikmaður síns liðs og ætti að vera detta inn á sín bestu ár í boltanum. Flestir bjuggust við að sjá Julian Brandt enda hjá Bayern München en Dortmund var á undan og fékk hann líka fyrir aðeins 25 milljónir evra sem þykir ekki mikill peningur í dag. Brandt hefur ekki viljað fara frá Leverkusen undanfarin ár en ensk stórlið eins og Liverpool, Tottenham, og Manchester United höfðu áhuga á þessum 23 ára þýska landsliðsmanni. Hjá Dortmund hafa margir leikmenn sprungið út á síðustu árum, menn eins og Robert Lewandowski, Marco Reus, Shinji Kagawa og Ousmane Dembélé. Það verður því fróðlegt að sjá hvað þeir Nico Schulz, Thorgan Hazard og Julian Brandt gera í býflugnabúningnum á næstu leiktíð.Busy 's pic.twitter.com/0tyKQjVBZl — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019BRANDT pic.twitter.com/PDfpF9Nb28 — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019HAARD pic.twitter.com/1tQniD6gkP — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019They don't call him Trgen for nothing : (@Bundesliga_EN) pic.twitter.com/LEN1kDQkQm — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019An offensive and defensive force for both club and country, welcome Nico! pic.twitter.com/n3RowSeI4c — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019 Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Borussia Dortmund missti af þýska meistaratitlinum eftir hrun á lokasprettinum og Bayern München fagnað sigri í þýsku Bundesligunni sjöunda árið í röð. Grátleg niðurstaða fyrir lið Dortmund eftir frábært tímabil. Dortmund var meðal annars með níu stiga forystu á Bæjara í janúar en allt kom fyrir ekki. Ekkert annað lið en Bayern hefur unnið titilinn síðan að Dortmund vann hann síðast tvö ár í röð undir stjórn Jürgen Klopp frá 2011 til 2012. Það er aftur á móti enginn uppgjafartónn í herbúðum Borussia Dortmund sem sést á flugeldasýningu félagsins þegar félagsskiptamarkaðurinn opnaði á ný.Big signings made! It's been a busy day in the transfer market for Borussia Dortmund. More: https://t.co/RNHERwlJFlpic.twitter.com/pYi54zFlU2 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019Borussia Dortmund keypti nefnilega þrjá öfluga leikmenn í gær. Liðið keypti bakvörðinn Nico Schulz frá Hoffenheim, miðjumaninn Julian Brandt frá Bayer Leverkusen og Thorgan Hazard sem er bróðir Eden Hazard hjá Chelsea. Dortmund keypti Thorgan Hazard frá Borussia Mönchengladbach. Nico Schulz er sókndjarfur bakvörður sem ætti að henta leikstíl Borussia Dortmund vel og fyllir líka í stöðu sem hefur verið veik hjá liðinu. Thorgan Hazard átti mjög flott tímabil með Gladbach þar sem hann var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í 33 leikjum. Hann var besti leikmaður síns liðs og ætti að vera detta inn á sín bestu ár í boltanum. Flestir bjuggust við að sjá Julian Brandt enda hjá Bayern München en Dortmund var á undan og fékk hann líka fyrir aðeins 25 milljónir evra sem þykir ekki mikill peningur í dag. Brandt hefur ekki viljað fara frá Leverkusen undanfarin ár en ensk stórlið eins og Liverpool, Tottenham, og Manchester United höfðu áhuga á þessum 23 ára þýska landsliðsmanni. Hjá Dortmund hafa margir leikmenn sprungið út á síðustu árum, menn eins og Robert Lewandowski, Marco Reus, Shinji Kagawa og Ousmane Dembélé. Það verður því fróðlegt að sjá hvað þeir Nico Schulz, Thorgan Hazard og Julian Brandt gera í býflugnabúningnum á næstu leiktíð.Busy 's pic.twitter.com/0tyKQjVBZl — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019BRANDT pic.twitter.com/PDfpF9Nb28 — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019HAARD pic.twitter.com/1tQniD6gkP — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019They don't call him Trgen for nothing : (@Bundesliga_EN) pic.twitter.com/LEN1kDQkQm — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019An offensive and defensive force for both club and country, welcome Nico! pic.twitter.com/n3RowSeI4c — Borussia Dortmund (@BlackYellow) May 22, 2019
Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira