Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 23:30 Nancy Pelosi, Chuck Schumer og félagar úr Demókrataflokknum hyggjast standa í vegi fyrir Trump Getty/Bloomberg/ Alex Wong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. Trump strunsaði sem kunnugt er út af fundinum eftir aðeins þrjár mínútur, áður en nokkur annar gat komið orði að. Leiðtogar demókrata sem sátu fundinn sögðu Trump hafa verið bálreiðann vegna orða Pelosi fyrr um daginn er hún sakaði hann um yfirhylmingu. Pelosi var spurð um viðbrögð Trump á vikulegum blaðamannafundi í dag og þar sagði hún að Trump hefði farið út í bræðiskasti. Sagðist hún hafa áhyggjur af forsetanum, sem og Bandaríkjunum og að hann hefði gott af því að taka sér frí. „Ég bið fyrir forseta Bandaríkjanna,“ sagði Pelosi. „Ég vona að einhver úr fjölskyldu hans, ríkisstjórninni eða starfsliði grípi inn í til góða fyrir Bandaríkin.“When the “extremely stable genius” starts acting more presidential, I’ll be happy to work with him on infrastructure, trade and other issues. https://t.co/tfWVkj9CLT — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 23, 2019 Grunnt hefur verið á því góða á milli Hvíta hússins og demókrata undanfarnar vikur. Trump forseti hefur ákveðið að hunsa allar kröfur og stefnur þingnefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, um upplýsingar í tengslum við rannsóknir þeirra. Sagði hún afstöðu Trump til rannsókna fulltrúadeildarinnar vera illgjarna.Trump svaraði fyrir sig síðar um daginn og sagði hann ummæli hennar um að halda ætti inngrip vera ógeðfelld. „Brjálaða-Nancy,“ sagði Trump. „Ég skal segja ykkur það að ég hef fylgst með henni til lengri tíma og hún er ekki sama manneskjan og hún var. Hún er búin að missa það.“ Þá þvertók Trump fyrir að hafa öskrað og kallað á fundinum stutta í Hvíta húsinu. Sagðist hann í raun vera „ótrúlega stöðugur snillingur“. Eyddi hann meðal annars dágóðum tíma á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um 16 milljarða dollara björgunarpakka til bandarískra bænda vegna viðskiptastríðsins við Kína í að fá starfslið sitt til að segja hversu rólegur hann hafi verið á fundinum.Here is a 7+ minute video, from ABC, of Trump calling on multiple senior aides to defend him and vouch for his 'calm' demeanor in the infrastructure meeting with Democrats after Nancy Pelosi said that he'd had a temper tantrum. pic.twitter.com/iiLcrjnTe4 — Kyle Griffin (@kylegriffin1) May 23, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. Trump strunsaði sem kunnugt er út af fundinum eftir aðeins þrjár mínútur, áður en nokkur annar gat komið orði að. Leiðtogar demókrata sem sátu fundinn sögðu Trump hafa verið bálreiðann vegna orða Pelosi fyrr um daginn er hún sakaði hann um yfirhylmingu. Pelosi var spurð um viðbrögð Trump á vikulegum blaðamannafundi í dag og þar sagði hún að Trump hefði farið út í bræðiskasti. Sagðist hún hafa áhyggjur af forsetanum, sem og Bandaríkjunum og að hann hefði gott af því að taka sér frí. „Ég bið fyrir forseta Bandaríkjanna,“ sagði Pelosi. „Ég vona að einhver úr fjölskyldu hans, ríkisstjórninni eða starfsliði grípi inn í til góða fyrir Bandaríkin.“When the “extremely stable genius” starts acting more presidential, I’ll be happy to work with him on infrastructure, trade and other issues. https://t.co/tfWVkj9CLT — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) May 23, 2019 Grunnt hefur verið á því góða á milli Hvíta hússins og demókrata undanfarnar vikur. Trump forseti hefur ákveðið að hunsa allar kröfur og stefnur þingnefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, um upplýsingar í tengslum við rannsóknir þeirra. Sagði hún afstöðu Trump til rannsókna fulltrúadeildarinnar vera illgjarna.Trump svaraði fyrir sig síðar um daginn og sagði hann ummæli hennar um að halda ætti inngrip vera ógeðfelld. „Brjálaða-Nancy,“ sagði Trump. „Ég skal segja ykkur það að ég hef fylgst með henni til lengri tíma og hún er ekki sama manneskjan og hún var. Hún er búin að missa það.“ Þá þvertók Trump fyrir að hafa öskrað og kallað á fundinum stutta í Hvíta húsinu. Sagðist hann í raun vera „ótrúlega stöðugur snillingur“. Eyddi hann meðal annars dágóðum tíma á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um 16 milljarða dollara björgunarpakka til bandarískra bænda vegna viðskiptastríðsins við Kína í að fá starfslið sitt til að segja hversu rólegur hann hafi verið á fundinum.Here is a 7+ minute video, from ABC, of Trump calling on multiple senior aides to defend him and vouch for his 'calm' demeanor in the infrastructure meeting with Democrats after Nancy Pelosi said that he'd had a temper tantrum. pic.twitter.com/iiLcrjnTe4 — Kyle Griffin (@kylegriffin1) May 23, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02
Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent