Frilla konungs Taílands fallin í ónáð Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2019 13:19 Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, og frilla hans Sineenat Wongvajirapakdi. Vísir/AP Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn „konungleg hjákona“. Sineenat Wongvajirapakdi, sem er 34 ára gömul, var sú fyrsta til að fá þann titill í tæpa öld og gerði það í júlí, skömmu eftir að konungurinn, sem er 67 ára gamall, giftist fjórðu eiginkonu sinni. Í yfirlýsingu frá skrifstofu konungsins í gær segir að Sineenat hafi verið refsað fyrir að reyna að setja sig á sama stall og drottningin. Var sagt að hún hafi ekki sýnt næga hollustu, hún hafi verið óþakklát og metnaðargjörn. Þá er hún sökuð um að sýna konungnum óvirðingu og reyna að gefa skipanir í hans nafni.Sineenat Wongvajirapakdi er 34 ára gömul og var orðin foringi í lífvarðasveit konungsins.Vísir/APAllar þær myndir sem höfðu verið settar á vef konungsins voru fjarlægðar. Á mörgum þeirra var Sineenat, sem er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, klædd í herföt en samhliða sambandi hennar og konungsins tengdist hún her landsins. Hún var í lífvarðasveit konungsins, flugkona og ýmislegt fleira en samkvæmt frétt BBC er fortíð hennar verulega óljós. Fyrr af þessu ári fékk hún svo foringjatitil hjá her Taílands og stýrði hún herdeild.Ekki liggur fyrir hvar hún er stödd í dag. Það er þó í samræmi við hvað kom fyrir fyrrverandi eiginkonur konungsins, sem þá var krónprins. Hann tilkynnti skilnað við aðra eiginkonu sína árið 1996 með því að setja upp veggspjöld víðsvegar um konungshöllina, samkvæmt Reuters. Á einu þeirra kom fram að hún væri bannfærð fyrir framhjáhald, að misþyrma dóttur þeirra og svik.Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt fjórum sonum þeirra en konungurinn afneitaði sonum sínum. Þriðja eiginkona konungsins hefur lifað í einangrun og útlegð, svo vitað sé, frá því hann skildi við hana árið 2014. Þá höfðu einhverjir fjölskyldumeðlimir hennar verið handteknir og sakaðir um að reyna að nota tengsl sín við konungsfjölskylduna til hagnaðar. Foreldrar hennar, þrír bræður og einn frændi voru öll dæmd í fangelsi og sitja enn inni. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir eigin stjórn. Taíland Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn „konungleg hjákona“. Sineenat Wongvajirapakdi, sem er 34 ára gömul, var sú fyrsta til að fá þann titill í tæpa öld og gerði það í júlí, skömmu eftir að konungurinn, sem er 67 ára gamall, giftist fjórðu eiginkonu sinni. Í yfirlýsingu frá skrifstofu konungsins í gær segir að Sineenat hafi verið refsað fyrir að reyna að setja sig á sama stall og drottningin. Var sagt að hún hafi ekki sýnt næga hollustu, hún hafi verið óþakklát og metnaðargjörn. Þá er hún sökuð um að sýna konungnum óvirðingu og reyna að gefa skipanir í hans nafni.Sineenat Wongvajirapakdi er 34 ára gömul og var orðin foringi í lífvarðasveit konungsins.Vísir/APAllar þær myndir sem höfðu verið settar á vef konungsins voru fjarlægðar. Á mörgum þeirra var Sineenat, sem er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, klædd í herföt en samhliða sambandi hennar og konungsins tengdist hún her landsins. Hún var í lífvarðasveit konungsins, flugkona og ýmislegt fleira en samkvæmt frétt BBC er fortíð hennar verulega óljós. Fyrr af þessu ári fékk hún svo foringjatitil hjá her Taílands og stýrði hún herdeild.Ekki liggur fyrir hvar hún er stödd í dag. Það er þó í samræmi við hvað kom fyrir fyrrverandi eiginkonur konungsins, sem þá var krónprins. Hann tilkynnti skilnað við aðra eiginkonu sína árið 1996 með því að setja upp veggspjöld víðsvegar um konungshöllina, samkvæmt Reuters. Á einu þeirra kom fram að hún væri bannfærð fyrir framhjáhald, að misþyrma dóttur þeirra og svik.Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt fjórum sonum þeirra en konungurinn afneitaði sonum sínum. Þriðja eiginkona konungsins hefur lifað í einangrun og útlegð, svo vitað sé, frá því hann skildi við hana árið 2014. Þá höfðu einhverjir fjölskyldumeðlimir hennar verið handteknir og sakaðir um að reyna að nota tengsl sín við konungsfjölskylduna til hagnaðar. Foreldrar hennar, þrír bræður og einn frændi voru öll dæmd í fangelsi og sitja enn inni. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir eigin stjórn.
Taíland Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent