„Við höfðum ekki hugmynd um að hún væri ólétt“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 21:53 Forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins hafa ráðið fyrrverandi saksóknara til að kafa í málið og framkvæma umfangsmikla innri rannsókn. AP/Ross D. Franklin Starfsmenn Hacienda Healthcare hjúkrunarheimilisins í Phoenix í Bandaríkjunum höfðu ekki hugmynd um að 29 ára kona, sem hefur verið í dái frá 1992, væri ólétt fyrr en fæðingin hófst í síðasta mánuði. Símtal hjúkrunarfræðings sýnir að fæðingin hafi komið þeim verulega á óvart og að fæðingin hafi gengið erfiðlega. „Við erum ekki undirbúin fyrir þetta,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn. Símtalið, sem héraðsmiðillinn KNXV hefur birt, byrjar á því að hjúkrunarfræðingur gargar á annan að barnið sé að blána því það andi ekki. Eftir smá vandræði við að komast að heimilisfangi hjúkrunarheimilisins segir hún sjúkraflutningamanni að einn sjúklingur þeirra sé að eignast barn. Þau hafi ekki haft hugmynd um að hún hefði verið ólétt. Á einum tímapunkti heyrist konan segja við aðra konu: „Hún eignaðist barn!“.Hin konan virtist mjög hissa og spurði hver hefði fætt barn. Svarið sem hún fékk var: „Sjáðu. Það er barn þarna.“Sjá einnig: Fjölskylda konu sem eignaðist barn í dái æfEndurlífgunartilraunir virkuðu eftir nokkrar mínútur og heyrðist barnið gráta á upptökunni. Bæði drengurinn og móðirin voru flutt á sjúkrahús og munu þau vera að jafna sig. Fjölskylda móðurinn, sem fór í dá þriggja ára gömul, hefur tekið barnið að sér. Í fyrri fregnum af málinu hafði ekki legið almennilega fyrir hve lengi konan hafði verið í dái. Lögreglan og forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins vinna nú hörðum höndum af því að komast að því hver hafi nauðgað konunni. Lífsýni hafa verið tekin af starfsmönnum Hacienda Healthcare en lögreglan hefur ekki tilkynnt hvort einhver liggi undir grun né hvort einhver hafi verið handtekinn. Forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins hafa ráðið fyrrverandi saksóknara til að kafa í málið og framkvæma umfangsmikla innri rannsókn.Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Arizona fyrirskipað breytingar á öryggisviðmiðum hjúkrunarheimilisins. Fjölga eigi starfsmönnum og auka eftirlit. Einhverjar fjölskyldu sjúklinga heimilisins eru þó ekki sáttar. Karina Cesena, móðir 22 ára konu sem þjáist af heilaskemmdum hefur sofið á stofu dóttur sinnar frá því upp komst um fæðinguna og segist ætla að gera það þar til sökudólgurinn finnst.Hún segir dóttur sína eiga erfitt með að tjá sig og því viti hún ekki fyrir víst hvort brotið hafi verið á henni. Bandaríkin Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Starfsmenn Hacienda Healthcare hjúkrunarheimilisins í Phoenix í Bandaríkjunum höfðu ekki hugmynd um að 29 ára kona, sem hefur verið í dái frá 1992, væri ólétt fyrr en fæðingin hófst í síðasta mánuði. Símtal hjúkrunarfræðings sýnir að fæðingin hafi komið þeim verulega á óvart og að fæðingin hafi gengið erfiðlega. „Við erum ekki undirbúin fyrir þetta,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn. Símtalið, sem héraðsmiðillinn KNXV hefur birt, byrjar á því að hjúkrunarfræðingur gargar á annan að barnið sé að blána því það andi ekki. Eftir smá vandræði við að komast að heimilisfangi hjúkrunarheimilisins segir hún sjúkraflutningamanni að einn sjúklingur þeirra sé að eignast barn. Þau hafi ekki haft hugmynd um að hún hefði verið ólétt. Á einum tímapunkti heyrist konan segja við aðra konu: „Hún eignaðist barn!“.Hin konan virtist mjög hissa og spurði hver hefði fætt barn. Svarið sem hún fékk var: „Sjáðu. Það er barn þarna.“Sjá einnig: Fjölskylda konu sem eignaðist barn í dái æfEndurlífgunartilraunir virkuðu eftir nokkrar mínútur og heyrðist barnið gráta á upptökunni. Bæði drengurinn og móðirin voru flutt á sjúkrahús og munu þau vera að jafna sig. Fjölskylda móðurinn, sem fór í dá þriggja ára gömul, hefur tekið barnið að sér. Í fyrri fregnum af málinu hafði ekki legið almennilega fyrir hve lengi konan hafði verið í dái. Lögreglan og forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins vinna nú hörðum höndum af því að komast að því hver hafi nauðgað konunni. Lífsýni hafa verið tekin af starfsmönnum Hacienda Healthcare en lögreglan hefur ekki tilkynnt hvort einhver liggi undir grun né hvort einhver hafi verið handtekinn. Forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins hafa ráðið fyrrverandi saksóknara til að kafa í málið og framkvæma umfangsmikla innri rannsókn.Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Arizona fyrirskipað breytingar á öryggisviðmiðum hjúkrunarheimilisins. Fjölga eigi starfsmönnum og auka eftirlit. Einhverjar fjölskyldu sjúklinga heimilisins eru þó ekki sáttar. Karina Cesena, móðir 22 ára konu sem þjáist af heilaskemmdum hefur sofið á stofu dóttur sinnar frá því upp komst um fæðinguna og segist ætla að gera það þar til sökudólgurinn finnst.Hún segir dóttur sína eiga erfitt með að tjá sig og því viti hún ekki fyrir víst hvort brotið hafi verið á henni.
Bandaríkin Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira