„Við höfðum ekki hugmynd um að hún væri ólétt“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 21:53 Forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins hafa ráðið fyrrverandi saksóknara til að kafa í málið og framkvæma umfangsmikla innri rannsókn. AP/Ross D. Franklin Starfsmenn Hacienda Healthcare hjúkrunarheimilisins í Phoenix í Bandaríkjunum höfðu ekki hugmynd um að 29 ára kona, sem hefur verið í dái frá 1992, væri ólétt fyrr en fæðingin hófst í síðasta mánuði. Símtal hjúkrunarfræðings sýnir að fæðingin hafi komið þeim verulega á óvart og að fæðingin hafi gengið erfiðlega. „Við erum ekki undirbúin fyrir þetta,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn. Símtalið, sem héraðsmiðillinn KNXV hefur birt, byrjar á því að hjúkrunarfræðingur gargar á annan að barnið sé að blána því það andi ekki. Eftir smá vandræði við að komast að heimilisfangi hjúkrunarheimilisins segir hún sjúkraflutningamanni að einn sjúklingur þeirra sé að eignast barn. Þau hafi ekki haft hugmynd um að hún hefði verið ólétt. Á einum tímapunkti heyrist konan segja við aðra konu: „Hún eignaðist barn!“.Hin konan virtist mjög hissa og spurði hver hefði fætt barn. Svarið sem hún fékk var: „Sjáðu. Það er barn þarna.“Sjá einnig: Fjölskylda konu sem eignaðist barn í dái æfEndurlífgunartilraunir virkuðu eftir nokkrar mínútur og heyrðist barnið gráta á upptökunni. Bæði drengurinn og móðirin voru flutt á sjúkrahús og munu þau vera að jafna sig. Fjölskylda móðurinn, sem fór í dá þriggja ára gömul, hefur tekið barnið að sér. Í fyrri fregnum af málinu hafði ekki legið almennilega fyrir hve lengi konan hafði verið í dái. Lögreglan og forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins vinna nú hörðum höndum af því að komast að því hver hafi nauðgað konunni. Lífsýni hafa verið tekin af starfsmönnum Hacienda Healthcare en lögreglan hefur ekki tilkynnt hvort einhver liggi undir grun né hvort einhver hafi verið handtekinn. Forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins hafa ráðið fyrrverandi saksóknara til að kafa í málið og framkvæma umfangsmikla innri rannsókn.Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Arizona fyrirskipað breytingar á öryggisviðmiðum hjúkrunarheimilisins. Fjölga eigi starfsmönnum og auka eftirlit. Einhverjar fjölskyldu sjúklinga heimilisins eru þó ekki sáttar. Karina Cesena, móðir 22 ára konu sem þjáist af heilaskemmdum hefur sofið á stofu dóttur sinnar frá því upp komst um fæðinguna og segist ætla að gera það þar til sökudólgurinn finnst.Hún segir dóttur sína eiga erfitt með að tjá sig og því viti hún ekki fyrir víst hvort brotið hafi verið á henni. Bandaríkin Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Starfsmenn Hacienda Healthcare hjúkrunarheimilisins í Phoenix í Bandaríkjunum höfðu ekki hugmynd um að 29 ára kona, sem hefur verið í dái frá 1992, væri ólétt fyrr en fæðingin hófst í síðasta mánuði. Símtal hjúkrunarfræðings sýnir að fæðingin hafi komið þeim verulega á óvart og að fæðingin hafi gengið erfiðlega. „Við erum ekki undirbúin fyrir þetta,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn. Símtalið, sem héraðsmiðillinn KNXV hefur birt, byrjar á því að hjúkrunarfræðingur gargar á annan að barnið sé að blána því það andi ekki. Eftir smá vandræði við að komast að heimilisfangi hjúkrunarheimilisins segir hún sjúkraflutningamanni að einn sjúklingur þeirra sé að eignast barn. Þau hafi ekki haft hugmynd um að hún hefði verið ólétt. Á einum tímapunkti heyrist konan segja við aðra konu: „Hún eignaðist barn!“.Hin konan virtist mjög hissa og spurði hver hefði fætt barn. Svarið sem hún fékk var: „Sjáðu. Það er barn þarna.“Sjá einnig: Fjölskylda konu sem eignaðist barn í dái æfEndurlífgunartilraunir virkuðu eftir nokkrar mínútur og heyrðist barnið gráta á upptökunni. Bæði drengurinn og móðirin voru flutt á sjúkrahús og munu þau vera að jafna sig. Fjölskylda móðurinn, sem fór í dá þriggja ára gömul, hefur tekið barnið að sér. Í fyrri fregnum af málinu hafði ekki legið almennilega fyrir hve lengi konan hafði verið í dái. Lögreglan og forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins vinna nú hörðum höndum af því að komast að því hver hafi nauðgað konunni. Lífsýni hafa verið tekin af starfsmönnum Hacienda Healthcare en lögreglan hefur ekki tilkynnt hvort einhver liggi undir grun né hvort einhver hafi verið handtekinn. Forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins hafa ráðið fyrrverandi saksóknara til að kafa í málið og framkvæma umfangsmikla innri rannsókn.Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Arizona fyrirskipað breytingar á öryggisviðmiðum hjúkrunarheimilisins. Fjölga eigi starfsmönnum og auka eftirlit. Einhverjar fjölskyldu sjúklinga heimilisins eru þó ekki sáttar. Karina Cesena, móðir 22 ára konu sem þjáist af heilaskemmdum hefur sofið á stofu dóttur sinnar frá því upp komst um fæðinguna og segist ætla að gera það þar til sökudólgurinn finnst.Hún segir dóttur sína eiga erfitt með að tjá sig og því viti hún ekki fyrir víst hvort brotið hafi verið á henni.
Bandaríkin Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira