Roberto Firmino verður með Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Rauði herinn mætir þá Tottenham á Wanda Metropolatino, heimavelli Atlético Madrid.
Firmino hefur misst af síðustu fjórum leikjum Liverpool vegna meiðsla í nára. Hann hefur hins vegar æft með Liverpool að undanförnu og er búinn að ná sér.
„Bobby æfði með okkur í síðustu viku og verður með á æfingu á morgun. Hann lítur vel út og tekur örugglega þátt í úrslitaleiknum,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Naby Keïta verður hins vegar fjarri góðu gamni í úrslitaleiknum vegna meiðsla.
Keïta meiddist í fyrri leiknum gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og hefur ekkert spilað síðan þá.
Firmino verður með í úrslitaleiknum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
