Ráðherra segir að sátt verði að ríkja um störf fjölmiðlanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 14:11 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Stjórn Blaðamannafélag Íslands er afar ósátt við framferði fjölmiðlanefndar og mun að öllum líkindum leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis á fundi stjórnarinnar í næstu viku. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir nefndina vera komna langt út fyrir valdsvið sitt en stjórn félagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í þessum mánuði. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. gr. laga um fjölmiðla sem hverfist um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista og þá eru fleiri mál til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd.Mennta-og menningarmálaráðherra segir að það verði að ríkja sátt um störf fjölmiðlanefndar.Vísir/vilhelmDómstólar skeri úr um túlkun laganna Lilja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki heimildir til að fjalla um málið sem ráðherra málaflokksins. Dómstólar skeri úr um túlkun laganna. Lilja beinir þó tilmælum sínum til fjölmiðlanefndar að vinna að því að traust ríki um störf hennar. Nefndin eigi að vera stuðningskerfi og beri að reyna að vera framsýn varðandi þróun fjölmiðlunar á Íslandi. „Það er mikilvægt að það sé sátt um störf fjölmiðlanefndar og beini því auðvitað til allra sem eru skipaðir þar að treysta umgjörðina og trúveruleika“. Lilja segir að það þurfi að ríkja sátt um störf nefndarinnar sér í lagi í ljósi þess að umsvif hennar munu að öllum líkindum aukast verði fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Stjórn Blaðamannafélag Íslands er afar ósátt við framferði fjölmiðlanefndar og mun að öllum líkindum leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis á fundi stjórnarinnar í næstu viku. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir nefndina vera komna langt út fyrir valdsvið sitt en stjórn félagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í þessum mánuði. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. gr. laga um fjölmiðla sem hverfist um lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista og þá eru fleiri mál til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd.Mennta-og menningarmálaráðherra segir að það verði að ríkja sátt um störf fjölmiðlanefndar.Vísir/vilhelmDómstólar skeri úr um túlkun laganna Lilja segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki heimildir til að fjalla um málið sem ráðherra málaflokksins. Dómstólar skeri úr um túlkun laganna. Lilja beinir þó tilmælum sínum til fjölmiðlanefndar að vinna að því að traust ríki um störf hennar. Nefndin eigi að vera stuðningskerfi og beri að reyna að vera framsýn varðandi þróun fjölmiðlunar á Íslandi. „Það er mikilvægt að það sé sátt um störf fjölmiðlanefndar og beini því auðvitað til allra sem eru skipaðir þar að treysta umgjörðina og trúveruleika“. Lilja segir að það þurfi að ríkja sátt um störf nefndarinnar sér í lagi í ljósi þess að umsvif hennar munu að öllum líkindum aukast verði fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. 25. mars 2019 11:13