Gylfi valinn við hliðina á Pogba í úrvalslið Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 08:30 Gylfi Þór Sigurðsson er í ellefu manna úrvalsliði Sky Sports. Getty/Robbie Jay Barratt Eftir alla gagnrýnina í fyrravetur þá er allt önnur og jákvæðari umfjöllun um Gylfa Þór Sigurðsson í ensku fjölmiðlunum í vetur og auðvitað hjálpar Gylfi þar sér sjálfur með því að skora öll þessi mörk fyrir Everton-liðið. Sigur Everton á Chelsea um síðustu helgi, þar sem Gylfi skoraði annað mark liðsins, hefur líka örugglega haft mikið að segja þegar Sky Sports valdi úrvalslið tímabilsins til þessa. Sky Sports segist hafa notað tölfræði leikmannanna til að velja í liðið. Hún hjálpar Gylfa miklu frekar en gengi Everton liðsins sem hefur verið upp og aðallega niður á þessu tímabili. Gylfi komst því inn á miðju úrvalsliðsins þar sem er með honum heimsmeistarinn og súperstjarnan Paul Pogba. Þeir eiga eftir að mætast í París á mánudaginn með landsliðum sínum í undankeppni EM 2020. Það er gaman að sjá Gylfa í þessu liði en í kringum hann er hver stórstjarnan á fætur annarri. Það eru líka fullt af stjörnum deildarinnar sem Gylfi heldur út úr liðinu. Gylfi sendir þannig menn eins og David Silva og Christian Eriksen á bekkinn. Paul Pogba hefur farið á kostum síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liði Manchester United og það kemur fáum örugglega á óvart að hann sé í liðinu.Which players would make the best Premier League XI so far this season? We used the Sky Sports Power Rankings to find out... Read: https://t.co/LC7uXCh0wZpic.twitter.com/mqKjJonHAv — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 20, 2019„Gylfi Sigurðsson byrjaði rólega á Goodison Park eftir að félagið keypti hann á 50 milljónir punda frá Swansea fyrir að verða tveimur árum síðar en íslenski landsliðsmaðurinn hefur stigið upp metorðalistann á þessu tímabili með tólf mörkum og þremur stoðsendingum,“ segir í umfjölluninni um Gylfa. Liverpool á annars fjóra leikmenn í úrvalsliðinu en þar eru engir leikmenn frá Tottenham eða Arsenal. Tveir leikmenn koma frá Manchester City og Wolves. Liverpool maðurinn Alisson Becker er í markinu og var þar valinn yfir þá Hugo Lloris og Ederson. Miðverðirnir eru Virgil van Dijk hjá Liverpool og Willy Boly hjá Wolves en bakverðir eru Andy Robertson frá Liverpool og Matt Doherty hjá Wolves. Liverpool á því þrjá af fimm mönnum í varnarlínu úrvalsliðsins. Shane Duffy, Cesar Azpilicueta, Aymeric Laporte og Michael Keane voru næstir inn í miðvarðarstöðurnar en Lucas Digne, Trent Alexander-Arnold, Ricardo Pereira og Jose Holebas bönkuðu á dyrnar hjá bakvörðunum. Gylfi og Paul Pogba hjá Manchester United eru saman á miðjunni en á köntunum eru síðan þeir Raheem Sterling frá Manchester City og Mohamed Salah hjá Liverpool. Salah byrjaði tímabilið vel og er valinn frekar en liðsfélagi hans Sadio Mane sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Wilfred Ndidi, David Silva, Christian Eriksen og Luka Milivojevic voru næstir inn á miðjuna en hjá kantmönnunum voru þeir Sadio Mane, Felipe Anderson, Heung-Min Son og Ryan Fraser nálægt því að komast í liðið. Chelsea-maðurinn Eden Hazard er síðan í holunni fyrir aftan framherjann og á toppnum er auðvitað Sergio Aguero hjá Manchester City sem er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Næstir inn í framherjastöðurnar tvær voru Harry Kane, Alexandre Lacazette, Pierre-Emerick Aubameyang og Roberto Firmino. Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Eftir alla gagnrýnina í fyrravetur þá er allt önnur og jákvæðari umfjöllun um Gylfa Þór Sigurðsson í ensku fjölmiðlunum í vetur og auðvitað hjálpar Gylfi þar sér sjálfur með því að skora öll þessi mörk fyrir Everton-liðið. Sigur Everton á Chelsea um síðustu helgi, þar sem Gylfi skoraði annað mark liðsins, hefur líka örugglega haft mikið að segja þegar Sky Sports valdi úrvalslið tímabilsins til þessa. Sky Sports segist hafa notað tölfræði leikmannanna til að velja í liðið. Hún hjálpar Gylfa miklu frekar en gengi Everton liðsins sem hefur verið upp og aðallega niður á þessu tímabili. Gylfi komst því inn á miðju úrvalsliðsins þar sem er með honum heimsmeistarinn og súperstjarnan Paul Pogba. Þeir eiga eftir að mætast í París á mánudaginn með landsliðum sínum í undankeppni EM 2020. Það er gaman að sjá Gylfa í þessu liði en í kringum hann er hver stórstjarnan á fætur annarri. Það eru líka fullt af stjörnum deildarinnar sem Gylfi heldur út úr liðinu. Gylfi sendir þannig menn eins og David Silva og Christian Eriksen á bekkinn. Paul Pogba hefur farið á kostum síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liði Manchester United og það kemur fáum örugglega á óvart að hann sé í liðinu.Which players would make the best Premier League XI so far this season? We used the Sky Sports Power Rankings to find out... Read: https://t.co/LC7uXCh0wZpic.twitter.com/mqKjJonHAv — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 20, 2019„Gylfi Sigurðsson byrjaði rólega á Goodison Park eftir að félagið keypti hann á 50 milljónir punda frá Swansea fyrir að verða tveimur árum síðar en íslenski landsliðsmaðurinn hefur stigið upp metorðalistann á þessu tímabili með tólf mörkum og þremur stoðsendingum,“ segir í umfjölluninni um Gylfa. Liverpool á annars fjóra leikmenn í úrvalsliðinu en þar eru engir leikmenn frá Tottenham eða Arsenal. Tveir leikmenn koma frá Manchester City og Wolves. Liverpool maðurinn Alisson Becker er í markinu og var þar valinn yfir þá Hugo Lloris og Ederson. Miðverðirnir eru Virgil van Dijk hjá Liverpool og Willy Boly hjá Wolves en bakverðir eru Andy Robertson frá Liverpool og Matt Doherty hjá Wolves. Liverpool á því þrjá af fimm mönnum í varnarlínu úrvalsliðsins. Shane Duffy, Cesar Azpilicueta, Aymeric Laporte og Michael Keane voru næstir inn í miðvarðarstöðurnar en Lucas Digne, Trent Alexander-Arnold, Ricardo Pereira og Jose Holebas bönkuðu á dyrnar hjá bakvörðunum. Gylfi og Paul Pogba hjá Manchester United eru saman á miðjunni en á köntunum eru síðan þeir Raheem Sterling frá Manchester City og Mohamed Salah hjá Liverpool. Salah byrjaði tímabilið vel og er valinn frekar en liðsfélagi hans Sadio Mane sem hefur verið sjóðheitur að undanförnu. Wilfred Ndidi, David Silva, Christian Eriksen og Luka Milivojevic voru næstir inn á miðjuna en hjá kantmönnunum voru þeir Sadio Mane, Felipe Anderson, Heung-Min Son og Ryan Fraser nálægt því að komast í liðið. Chelsea-maðurinn Eden Hazard er síðan í holunni fyrir aftan framherjann og á toppnum er auðvitað Sergio Aguero hjá Manchester City sem er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Næstir inn í framherjastöðurnar tvær voru Harry Kane, Alexandre Lacazette, Pierre-Emerick Aubameyang og Roberto Firmino.
Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira