Enginn Íslendingur á blaði þegar BBC valdi úrvalslið útlendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Samsett/Getty Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson hafa gert frábæra hluti á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en þegar menn eins og Luis Suarez, N'Golo Kante, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah komast ekki í úrvalslið útlendinga deildarinnar þá áttu þeir nú ekki mikla möguleika. BBC tók sig til og valdi ellefu manna úrvalslið úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar skipað leikmönnum sem fæddust utan Bretlandseyja. Þorvaldur Örlygsson var bara einn af þrettán erlendum leikmönnum þegar ensku úrvalsdeildin hófst árið 1992. Í dag eru meira en þrjú hundruð erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Alls hafa 2016 leikmenn utan Bretlandseyja spilað í ensku úrvalsdeildinni þar af hafa sautján þeirra komið frá Íslandi.Premier League: Who has been the best overseas player in the English top flight?: https://t.co/Px8WuHORBO — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019Enginn íslenskur leikmaður var aftur á móti settur niður á blað þegar BBC valdi fyrrnefnt úrvalslið útlendinga en auk ellefu manna byrjunarliðs voru nefndir til leikmenn sem voru næstir því að komast í liðið. Það hjálpaði ekki okkar strákum að þeir sem komu til greina urðu að hafa komist í úrvalslið tímabils sem er valið af leikmönnum deildarinnar. Það útilokaði okkar fremstu menn eins og Gylfa Þór Sigurðsson og Eið Smára Guðjohnsen. Aðalástæðan var þó örugglega sú að það hafa margir af bestu knattspyrnumönnum heims á sínum tíma spilað í ensku úrvalsdeildinni á öllum þessum árum. Samkeppnin um sæti í liði var því mikil og varla hægt að búast við því að Ísland ætti mann í hópi þeirra bestu í sögunni þrátt fyrir að þeir Gylfi og Eiður Smári hafi báðir gert mjög góða hluti í deildinni. Það var greinilega erfiðast að velja markverði í liðið því þrír voru jafnir. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðið og þá sem voru næstir því að komast í liðið. Þá er þetta mjög sókndjarft lið með bara þrjá varnarmenn en aftur á móti fjóra framherja. Nokkrir leikmannanna eru enn að spila í ensku úrvalsdeildinni eins og David de Gea, markvörður Manchester United, Vincent Kompany, varnarmaður Manchester City, David Silva, miðjumaður Manchester City og Sergio Aguero, framherji Manchester City. Þá er Cristiano Ronaldo að sjálfsögðu í liðinu en hann hefur spilað með Real Madrid og Juventus síðan að hann yfirgaf Manchester United. BBC setti líka af stað kosningu á besti erlenda leikmanninum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hana má nálgast hér.Úrvalslið útlendinga í ensku úrvalsdeildinni 1992/93-2018/19Markmenn David de Gea (Man Utd) Petr Cech (Chelsea, Arsenal) Peter Schmeichel (Man Utd, Aston Villa, Man City)Varnarmenn Nemanja Vidic (Man Utd) Jaap Stam (Man Utd) Vincent Kompany (Man City)Miðjumenn: Patrick Vieira (Arsenal, Man City) David Silva (Man City) Cristiano Ronaldo (Man Utd)Sóknarmenn: Thierry Henry (Arsenal) Sergio Aguero (Man City) Eric Cantona (Leeds, Man Utd) Didier Drogba (Chelsea)Aðrir sem komu sterklega til greinaMarkmenn: Edwin van der SarVarnarmenn: Sami Hyypia og Ricardo Carvalho.Miðjumenn: N'Golo Kante, David Ginola, Yaya Toure og Claude MakeleleSóknarmenn: Luis Suarez, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah. Enski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson hafa gert frábæra hluti á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en þegar menn eins og Luis Suarez, N'Golo Kante, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah komast ekki í úrvalslið útlendinga deildarinnar þá áttu þeir nú ekki mikla möguleika. BBC tók sig til og valdi ellefu manna úrvalslið úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar skipað leikmönnum sem fæddust utan Bretlandseyja. Þorvaldur Örlygsson var bara einn af þrettán erlendum leikmönnum þegar ensku úrvalsdeildin hófst árið 1992. Í dag eru meira en þrjú hundruð erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Alls hafa 2016 leikmenn utan Bretlandseyja spilað í ensku úrvalsdeildinni þar af hafa sautján þeirra komið frá Íslandi.Premier League: Who has been the best overseas player in the English top flight?: https://t.co/Px8WuHORBO — BBC Football News (@bbcfoot) March 21, 2019Enginn íslenskur leikmaður var aftur á móti settur niður á blað þegar BBC valdi fyrrnefnt úrvalslið útlendinga en auk ellefu manna byrjunarliðs voru nefndir til leikmenn sem voru næstir því að komast í liðið. Það hjálpaði ekki okkar strákum að þeir sem komu til greina urðu að hafa komist í úrvalslið tímabils sem er valið af leikmönnum deildarinnar. Það útilokaði okkar fremstu menn eins og Gylfa Þór Sigurðsson og Eið Smára Guðjohnsen. Aðalástæðan var þó örugglega sú að það hafa margir af bestu knattspyrnumönnum heims á sínum tíma spilað í ensku úrvalsdeildinni á öllum þessum árum. Samkeppnin um sæti í liði var því mikil og varla hægt að búast við því að Ísland ætti mann í hópi þeirra bestu í sögunni þrátt fyrir að þeir Gylfi og Eiður Smári hafi báðir gert mjög góða hluti í deildinni. Það var greinilega erfiðast að velja markverði í liðið því þrír voru jafnir. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsliðið og þá sem voru næstir því að komast í liðið. Þá er þetta mjög sókndjarft lið með bara þrjá varnarmenn en aftur á móti fjóra framherja. Nokkrir leikmannanna eru enn að spila í ensku úrvalsdeildinni eins og David de Gea, markvörður Manchester United, Vincent Kompany, varnarmaður Manchester City, David Silva, miðjumaður Manchester City og Sergio Aguero, framherji Manchester City. Þá er Cristiano Ronaldo að sjálfsögðu í liðinu en hann hefur spilað með Real Madrid og Juventus síðan að hann yfirgaf Manchester United. BBC setti líka af stað kosningu á besti erlenda leikmanninum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hana má nálgast hér.Úrvalslið útlendinga í ensku úrvalsdeildinni 1992/93-2018/19Markmenn David de Gea (Man Utd) Petr Cech (Chelsea, Arsenal) Peter Schmeichel (Man Utd, Aston Villa, Man City)Varnarmenn Nemanja Vidic (Man Utd) Jaap Stam (Man Utd) Vincent Kompany (Man City)Miðjumenn: Patrick Vieira (Arsenal, Man City) David Silva (Man City) Cristiano Ronaldo (Man Utd)Sóknarmenn: Thierry Henry (Arsenal) Sergio Aguero (Man City) Eric Cantona (Leeds, Man Utd) Didier Drogba (Chelsea)Aðrir sem komu sterklega til greinaMarkmenn: Edwin van der SarVarnarmenn: Sami Hyypia og Ricardo Carvalho.Miðjumenn: N'Golo Kante, David Ginola, Yaya Toure og Claude MakeleleSóknarmenn: Luis Suarez, Ruud van Nistelrooy, Dennis Bergkamp og Mohamed Salah.
Enski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira