Stjórnin svarar Einari: Umsækjendur um listamannalaun bera sjálfir ábyrgð á umsókninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 10:17 Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar Launasjóðs listamanna. fbl/Eyþór Stjórn Launasjóðs listamanna segir rafrænar umsóknir um listamannalaun ekki marktækar fyrr en þær hafi verið sendar sjóðnum með fullnægjandi hætti og umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Þá segist stjórnin bera fullt traust til úthlutunarnefnda sjóðsins í kjölfar umræðu sem farið hefur af stað vegna úthlutunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar til fjölmiðla sem send var út í morgun.Einar Kárason fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár.Vísir/GVATilefni tilkynningarinnar er vafalaust óánægja rithöfundarins Einars Kárasonar sem fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár en hann segist þrátt fyrir það hafa sent inn umsókn þess efnis í september síðastliðnum. Einar greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni um helgina og upplýsti þar um póst sem hann fékk frá formanni stjórnar Launasjóðs listamanna, Bryndísi Loftsdóttur, þar sem honum var greint frá því að umsókn hans hefði ekki borist. Í tilkynningu frá stjórninni vegna málsins, sem Bryndís sjálf skrifar undir, segir að umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Að þessu leyti sé þetta sambærilegt öðrum sjóðum tengdum vísindum og listum í umsjá Rannís. „Vegna umræðu sem fram hefur farið í kjölfar úthlutunar úr Launasjóði listamanna vill stjórn sjóðsins taka fram að rafrænar umsóknir eru ekki taldar lögformlega marktækar fyrr en þær hafa verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti. Umsækjendur fá sjálfkrafa afrit af umsókn sinni eftir að hún hefur verið send inn og bera ábyrgð á því að umsókn hafi skilað sér. Aðeins fullkláraðar og innsendar umsóknir eru teknar til meðferðar hjá úthlutunarnefndum.“ Í tilkynningu er jafnframt vísað í 6. grein reglugerðar um listamannalaun. Þar segir að við veitingu starfslauna og styrkja úr öllum sjóðum skuli úthlutunarnefndir gæta þess vandlega að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun og ákvarðanir séu ávallt reistar á faglegum sjónarmiðum.Þá ítrekar stjórnin fullt traust til úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna. Bókmenntir Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31 Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Stjórn Launasjóðs listamanna segir rafrænar umsóknir um listamannalaun ekki marktækar fyrr en þær hafi verið sendar sjóðnum með fullnægjandi hætti og umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Þá segist stjórnin bera fullt traust til úthlutunarnefnda sjóðsins í kjölfar umræðu sem farið hefur af stað vegna úthlutunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar til fjölmiðla sem send var út í morgun.Einar Kárason fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár.Vísir/GVATilefni tilkynningarinnar er vafalaust óánægja rithöfundarins Einars Kárasonar sem fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár en hann segist þrátt fyrir það hafa sent inn umsókn þess efnis í september síðastliðnum. Einar greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni um helgina og upplýsti þar um póst sem hann fékk frá formanni stjórnar Launasjóðs listamanna, Bryndísi Loftsdóttur, þar sem honum var greint frá því að umsókn hans hefði ekki borist. Í tilkynningu frá stjórninni vegna málsins, sem Bryndís sjálf skrifar undir, segir að umsækjendur beri sjálfir ábyrgð á því að umsóknir skili sér. Að þessu leyti sé þetta sambærilegt öðrum sjóðum tengdum vísindum og listum í umsjá Rannís. „Vegna umræðu sem fram hefur farið í kjölfar úthlutunar úr Launasjóði listamanna vill stjórn sjóðsins taka fram að rafrænar umsóknir eru ekki taldar lögformlega marktækar fyrr en þær hafa verið sendar til sjóðsins með fullnægjandi hætti. Umsækjendur fá sjálfkrafa afrit af umsókn sinni eftir að hún hefur verið send inn og bera ábyrgð á því að umsókn hafi skilað sér. Aðeins fullkláraðar og innsendar umsóknir eru teknar til meðferðar hjá úthlutunarnefndum.“ Í tilkynningu er jafnframt vísað í 6. grein reglugerðar um listamannalaun. Þar segir að við veitingu starfslauna og styrkja úr öllum sjóðum skuli úthlutunarnefndir gæta þess vandlega að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun og ákvarðanir séu ávallt reistar á faglegum sjónarmiðum.Þá ítrekar stjórnin fullt traust til úthlutunarnefnda Launasjóðs listamanna.
Bókmenntir Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31 Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. 13. janúar 2019 23:31
Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30