Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 23:31 Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. Fréttablaðið/anton brink Rithöfundurinn Einar Kárason segir að úthlutunarnefnd listamannalauna hafi ekki borist umsókn sín um listamannalaun fyrir árið 2019, þrátt fyrir að hann hafi sent inn umsókn þess efnis. Hann furðar sig á málinu og segir nefndarmenn greinilega „litla aðdáendur síns fólks“. Töluvert hefur verið fjallað um óánægju Einars með að hafa ekki fengið úthlutað listamannalaunum fyrir árið eftir að tilkynnt var um valið á föstudag. Hann sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að hann myndi snúa sér að öðru en skrifum á meðan listamannalaunanna nyti ekki lengur við.Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2019 Einar lýsir frekari framvindu málsins í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann segist hafa fengið póst frá formanni stjórnar listamannalauna í dag þar sem honum hafi verið greint frá því að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn hans. „Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt,“ skrifar Einar og bætir við að hann hafi hvorki haft miklar væntingar til sjóðsins né verið bjartsýnn fyrir hönd dætra sinna, sem einnig sóttu um úthlutun. „Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó - sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“„Þetta er skrýtið“ Í samtali við Vísi í kvöld furðar Einar sig á beiðni formannsins, sem komið hafi fram í póstinum, um að hann hefði átt að „leiðrétta fjölmiðlaumfjöllun um málið“ þar sem engin umsókn hefði borist nefndinni. Það kveðst Einar ekki hefðu getað gert þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að umsókn hans hefði skilað sér. Þá sé málinu lokið af hans hálfu. „Ég bjó til umsókn og svo fékk ég ekki neitt til baka. Þau segja að þau hafi ekki fengið hana. Málið er dautt,“ segir Einar og bætir við: „Þetta er skrýtið.“ Ekki náðist í Bryndísi Loftsdóttur, formann stjórnar listamannalauna, við vinnslu þessarar fréttar. Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Rithöfundurinn Einar Kárason segir að úthlutunarnefnd listamannalauna hafi ekki borist umsókn sín um listamannalaun fyrir árið 2019, þrátt fyrir að hann hafi sent inn umsókn þess efnis. Hann furðar sig á málinu og segir nefndarmenn greinilega „litla aðdáendur síns fólks“. Töluvert hefur verið fjallað um óánægju Einars með að hafa ekki fengið úthlutað listamannalaunum fyrir árið eftir að tilkynnt var um valið á föstudag. Hann sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að hann myndi snúa sér að öðru en skrifum á meðan listamannalaunanna nyti ekki lengur við.Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2019 Einar lýsir frekari framvindu málsins í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann segist hafa fengið póst frá formanni stjórnar listamannalauna í dag þar sem honum hafi verið greint frá því að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn hans. „Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt,“ skrifar Einar og bætir við að hann hafi hvorki haft miklar væntingar til sjóðsins né verið bjartsýnn fyrir hönd dætra sinna, sem einnig sóttu um úthlutun. „Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó - sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“„Þetta er skrýtið“ Í samtali við Vísi í kvöld furðar Einar sig á beiðni formannsins, sem komið hafi fram í póstinum, um að hann hefði átt að „leiðrétta fjölmiðlaumfjöllun um málið“ þar sem engin umsókn hefði borist nefndinni. Það kveðst Einar ekki hefðu getað gert þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að umsókn hans hefði skilað sér. Þá sé málinu lokið af hans hálfu. „Ég bjó til umsókn og svo fékk ég ekki neitt til baka. Þau segja að þau hafi ekki fengið hana. Málið er dautt,“ segir Einar og bætir við: „Þetta er skrýtið.“ Ekki náðist í Bryndísi Loftsdóttur, formann stjórnar listamannalauna, við vinnslu þessarar fréttar.
Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30