Sallaróleg í viðskiptaráðuneytinu með pólitíska óvissu yfirvofandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 18:00 Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður breska viðskiptaráðuneytisins, segir stemminguna afslappaða þar þrátt fyrir pólitísk stórtíðindi er varða Brexit. Mynd/aðsend Stórtíðinda er að vænta í Brexit málum innan fárra klukkustunda. Breskir þingmenn hefja atkvæðagreiðslu um umdeildan útgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra klukkan sjö og fastlega er reiknað með að hann verði felldur. Töluverð óvissa er um framhaldið. Þrátt fyrir einhvern stærsta áfangann í Brexit ævintýrinu segir Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður í deild Brexitmála og fríverslunar í breska viðskiptaráðuneytinu, að þrátt fyrir allt séu starfsmenn ráðuneytisins óvenju afslappaðir. „Stemmingin er bara góð,“ segir hún. „Þetta Brexit ferli er búið að vera langt og margir pólitískir áfangar á leiðinni. Þetta er líklega stærsti áfanginn til þessa því nú kýs þingið um þennan samning sem búið er verið að semja um síðustu árin. Þetta eru kannski svolítið erfið tímamót þar sem kannanir sýna að samningurinn fer ekkert endilega í gegn. Við sem vinnum í ráðuneytunum bíðum bara eftir næstu fyrirmælum,“ segir Salka en hún áréttar að þetta séu hennar skoðanir og hún talar ekki fyrir hönd ráðuneytisins. Nokkrir möguleikar eru til staðar ef sáttmálinn verður felldur. Theresa May forsætisráðherra hefur varað við því að Bretland geti endað á því að ganga út án sáttmála eða að hætt verði við Brexit ef þingið fellir sáttmálann á eftir. Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan breska þingið í dag. Bæði fólk sem er fylgjandi Brexit og þau sem eru því andvíg.EPA/Andy Rain Salka telur að May muni reyna til þrautar að koma samkomulagi við Evrópusambandið í gegn um þingið þrátt fyrir að það verði fellt í kvöld. „Forsætisráðherrann hefur þrjá daga til þess að reyna að breyta samningnum og leggja hann aftur fyrir þingið ef hann verður felldur núna,“ segir hún. „það sem er erfitt við það er að Evrópusambandið er skýrt um að engu sé hægt að breyta. Þá er svo spurning hvort að hún nái breytingum fram og samningnum breyttum í gegn um þingið eða hvort að hún nái engum breytingum fram og þá endum við í svokölluðu „No Deal territory“.“ Salka telur ólíklegt að það verði af því að Bretland gangi út án samnings og trúir því að skapað verði svogrúm til að finna viðunandi lausnir. Hinsvegar skapist óvissuástand ef samningurinn verði felldur í kvöld og enn meiri óvissa ef stefnt verður að útgöngu án samnings. „Það hefur aldrei verið prófað áður og ekkert land áður farið úr Evrópusambandinu eða verið með svona sérstakt samband að þessu leiti. Sennilega þýðir það varðandi fríverslun að þú stólar á Alþjóðaviðskiptastofnunina og þá samninga sem eru þar á milli margra ríkja,“ segir hún. Aðrir þættir kunni að vera óljósari eins og meðhöndlun persónuupplýsinga og annarra gagna og innflutningur og dreifing á lyfjum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Stórtíðinda er að vænta í Brexit málum innan fárra klukkustunda. Breskir þingmenn hefja atkvæðagreiðslu um umdeildan útgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra klukkan sjö og fastlega er reiknað með að hann verði felldur. Töluverð óvissa er um framhaldið. Þrátt fyrir einhvern stærsta áfangann í Brexit ævintýrinu segir Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður í deild Brexitmála og fríverslunar í breska viðskiptaráðuneytinu, að þrátt fyrir allt séu starfsmenn ráðuneytisins óvenju afslappaðir. „Stemmingin er bara góð,“ segir hún. „Þetta Brexit ferli er búið að vera langt og margir pólitískir áfangar á leiðinni. Þetta er líklega stærsti áfanginn til þessa því nú kýs þingið um þennan samning sem búið er verið að semja um síðustu árin. Þetta eru kannski svolítið erfið tímamót þar sem kannanir sýna að samningurinn fer ekkert endilega í gegn. Við sem vinnum í ráðuneytunum bíðum bara eftir næstu fyrirmælum,“ segir Salka en hún áréttar að þetta séu hennar skoðanir og hún talar ekki fyrir hönd ráðuneytisins. Nokkrir möguleikar eru til staðar ef sáttmálinn verður felldur. Theresa May forsætisráðherra hefur varað við því að Bretland geti endað á því að ganga út án sáttmála eða að hætt verði við Brexit ef þingið fellir sáttmálann á eftir. Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan breska þingið í dag. Bæði fólk sem er fylgjandi Brexit og þau sem eru því andvíg.EPA/Andy Rain Salka telur að May muni reyna til þrautar að koma samkomulagi við Evrópusambandið í gegn um þingið þrátt fyrir að það verði fellt í kvöld. „Forsætisráðherrann hefur þrjá daga til þess að reyna að breyta samningnum og leggja hann aftur fyrir þingið ef hann verður felldur núna,“ segir hún. „það sem er erfitt við það er að Evrópusambandið er skýrt um að engu sé hægt að breyta. Þá er svo spurning hvort að hún nái breytingum fram og samningnum breyttum í gegn um þingið eða hvort að hún nái engum breytingum fram og þá endum við í svokölluðu „No Deal territory“.“ Salka telur ólíklegt að það verði af því að Bretland gangi út án samnings og trúir því að skapað verði svogrúm til að finna viðunandi lausnir. Hinsvegar skapist óvissuástand ef samningurinn verði felldur í kvöld og enn meiri óvissa ef stefnt verður að útgöngu án samnings. „Það hefur aldrei verið prófað áður og ekkert land áður farið úr Evrópusambandinu eða verið með svona sérstakt samband að þessu leiti. Sennilega þýðir það varðandi fríverslun að þú stólar á Alþjóðaviðskiptastofnunina og þá samninga sem eru þar á milli margra ríkja,“ segir hún. Aðrir þættir kunni að vera óljósari eins og meðhöndlun persónuupplýsinga og annarra gagna og innflutningur og dreifing á lyfjum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00