Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 22:15 Meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó á ferð um Chihuahua. AP/Christian Chavez Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. Árásin, sem beindist gegn bandarískum ríkisborgurum sem búa í Mexíkó, þykir til marks um að yfirvöld Mexíkó hafi misst stjórn á héraðinu Sonora, þar sem árásin átti sér stað, og héraðinu Chihuahua sem er þar vil hliðina á. Einn hefur verið handtekinn vegna ódæðisins en talið er að glæpamennirnir hafi ætlað sér að ráðast á meðlimi annara glæpasamtaka en tvö slík eiga í átökum á svæðinu. Nánar tiltekið þá eiga Juarez-samtökin í átökum við hluta Sinaloa-samtakanna sem kallast Slazar. Íbúar bæja eins og Colonia LeBaron hafa stofnað eigin varðsveitir vegna ógnarinnar frá glæpasamtökum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það var til dæmis gert árið 2009. Þá var einum meðlimi LeBaron-fjölskyldunnar rænt af glæpagengi sem krafðist einnar milljónar dala í lausnargjald. Gjaldið var ekki greitt og manninum var sleppt úr haldi. Skömmu seinna pyntuðu glæpamenn Benjamin Lebaron og annan úr fjölskyldu hans fyrir framan ættingja þeirra og skutu þá svo til bana. Stórfjölskyldan hefur um árabil talað gegn glæpasamtökum í Mexíkó og sömuleiðis fyrir breytingum á vopnalöggjöf Mexíkó, svo íbúar geti varið sig gegn. Mörg þeirra sem dóu í árásinni tilheyra LeBaron fjölskyldunni.Hafa talað gegn glæpasamtökum Meðlimir Lebaron fjölskyldunnar eru mormónar sem upphaflega fluttust til Mexíkó, auk fjölda annarra bandarískra mormóna, eftir að þau flúðu undan ofsóknum í Bandaríkjunum. Það gerðu þau fyrir rúmum hundrað árum síðan, samkvæmt frétt LA Times. Afkomendur þeirra búa í þó nokkrum bæjum á svæðinu.Fjölskyldan er hvað best þekkt fyrir röð morða á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar, sem framin voru af Ervil LeBaron, sem var eitt sinn kallaður „The Mormon Manson“ og fylgjendum hans. Þau byrjuðu á morði Joel LeBaron, bróður Ervil, eftir að þeir deildu um hver myndi leiða trúarflokk þeirra.Frá 2009 hafa glæpasamtök að mestu látið Colonia LeBaron og nærliggjandi bæi vera. William Stubbs, sem er í samfélagsvarnarráði Colonia LeBaron, segir að glæpagengjunum hafi þó vaxið ásmegin á undanförnum árum. Samfélög víða um svæðið hafi orðið fyrir ofbeldi og hótunum þeirra. Hann sagði AP fréttaveitunni að um helmingur bæjarins Zaragoza, sem er á svæðinu, hafi flúið heimili sín. „Landið þjáist vegna ofbeldis. Þú sérð það allsstaðar og það skánar ekki. Það er að versna,“ sagði Stubbs.Yfirmaður herafla Mexíkó sagði í dag að þegar árásin átti sér stað á mánudaginn voru næstu hermenn í um 160 kílómetra fjarlægð. Eins og áður segir voru þeir lengi á vettvang en í millitíðinni lágu særð börn í felum í fjöllunum. Eftir að Andres Manuel Lopez Obrador tók við embætti forseta Mexíkó í desember myndaði hann nýtt þjóðvarðlið sem inniheldur um 70 þúsund hermenn. Greinandi sem AP ræddi við segir tak yfirvalda á svæðunum sem um ræðir ekki öruggt. Langt því frá. Af þessum um 70 þúsund hermönnum sem tilheyra þjóðvarðliðinu eru aðeins um 4.100 í Chihuahua og Sonora, sem eru um 420 þúsund ferkílómetrar að stærð. Annað atvik sem þykir til marks um vanmátt stjórnvalda gagnvart glæpasamtökum Mexíkó átti sér stað í Culiacan í síðasta mánuði. Þá handtóku þjóðvarðliðar og lögregluþjónar einn af leiðtogum Sinaloa-samtakanna. Mikill fjöldi vígamanna samtakanna fóru þá þungvopnaðir um götur borgarinnar, sátu um hermennina og þvinguðu þá til að sleppa Ovidio Guzman, son El Chapo. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15 Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. Árásin, sem beindist gegn bandarískum ríkisborgurum sem búa í Mexíkó, þykir til marks um að yfirvöld Mexíkó hafi misst stjórn á héraðinu Sonora, þar sem árásin átti sér stað, og héraðinu Chihuahua sem er þar vil hliðina á. Einn hefur verið handtekinn vegna ódæðisins en talið er að glæpamennirnir hafi ætlað sér að ráðast á meðlimi annara glæpasamtaka en tvö slík eiga í átökum á svæðinu. Nánar tiltekið þá eiga Juarez-samtökin í átökum við hluta Sinaloa-samtakanna sem kallast Slazar. Íbúar bæja eins og Colonia LeBaron hafa stofnað eigin varðsveitir vegna ógnarinnar frá glæpasamtökum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það var til dæmis gert árið 2009. Þá var einum meðlimi LeBaron-fjölskyldunnar rænt af glæpagengi sem krafðist einnar milljónar dala í lausnargjald. Gjaldið var ekki greitt og manninum var sleppt úr haldi. Skömmu seinna pyntuðu glæpamenn Benjamin Lebaron og annan úr fjölskyldu hans fyrir framan ættingja þeirra og skutu þá svo til bana. Stórfjölskyldan hefur um árabil talað gegn glæpasamtökum í Mexíkó og sömuleiðis fyrir breytingum á vopnalöggjöf Mexíkó, svo íbúar geti varið sig gegn. Mörg þeirra sem dóu í árásinni tilheyra LeBaron fjölskyldunni.Hafa talað gegn glæpasamtökum Meðlimir Lebaron fjölskyldunnar eru mormónar sem upphaflega fluttust til Mexíkó, auk fjölda annarra bandarískra mormóna, eftir að þau flúðu undan ofsóknum í Bandaríkjunum. Það gerðu þau fyrir rúmum hundrað árum síðan, samkvæmt frétt LA Times. Afkomendur þeirra búa í þó nokkrum bæjum á svæðinu.Fjölskyldan er hvað best þekkt fyrir röð morða á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar, sem framin voru af Ervil LeBaron, sem var eitt sinn kallaður „The Mormon Manson“ og fylgjendum hans. Þau byrjuðu á morði Joel LeBaron, bróður Ervil, eftir að þeir deildu um hver myndi leiða trúarflokk þeirra.Frá 2009 hafa glæpasamtök að mestu látið Colonia LeBaron og nærliggjandi bæi vera. William Stubbs, sem er í samfélagsvarnarráði Colonia LeBaron, segir að glæpagengjunum hafi þó vaxið ásmegin á undanförnum árum. Samfélög víða um svæðið hafi orðið fyrir ofbeldi og hótunum þeirra. Hann sagði AP fréttaveitunni að um helmingur bæjarins Zaragoza, sem er á svæðinu, hafi flúið heimili sín. „Landið þjáist vegna ofbeldis. Þú sérð það allsstaðar og það skánar ekki. Það er að versna,“ sagði Stubbs.Yfirmaður herafla Mexíkó sagði í dag að þegar árásin átti sér stað á mánudaginn voru næstu hermenn í um 160 kílómetra fjarlægð. Eins og áður segir voru þeir lengi á vettvang en í millitíðinni lágu særð börn í felum í fjöllunum. Eftir að Andres Manuel Lopez Obrador tók við embætti forseta Mexíkó í desember myndaði hann nýtt þjóðvarðlið sem inniheldur um 70 þúsund hermenn. Greinandi sem AP ræddi við segir tak yfirvalda á svæðunum sem um ræðir ekki öruggt. Langt því frá. Af þessum um 70 þúsund hermönnum sem tilheyra þjóðvarðliðinu eru aðeins um 4.100 í Chihuahua og Sonora, sem eru um 420 þúsund ferkílómetrar að stærð. Annað atvik sem þykir til marks um vanmátt stjórnvalda gagnvart glæpasamtökum Mexíkó átti sér stað í Culiacan í síðasta mánuði. Þá handtóku þjóðvarðliðar og lögregluþjónar einn af leiðtogum Sinaloa-samtakanna. Mikill fjöldi vígamanna samtakanna fóru þá þungvopnaðir um götur borgarinnar, sátu um hermennina og þvinguðu þá til að sleppa Ovidio Guzman, son El Chapo.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15 Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15
Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49