Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2019 20:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna í húsi Landhelgisgæslunnar í Keflavík í kvöld. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi loftslagsvána sem steðjar að norðurslóðum og uppbyggingu Bandaríkahers í Keflavík við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í kvöld. Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. Fréttastofa ræddi við forsætisráðherra að loknum fundi hennar og Pence í Keflavík í kvöld. Katrín sagði fundinn hafa verið stuttan en að margt hafi þó verið rætt, einkum málefni norðurslóða. Hún ítrekaði jafnframt að Ísland hefði ekki hafnað þátttöku í Belti og braut, líkt og Pence hélt fram er hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan Höfða í dag. „Það er það nú ekki svo heldur er það þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að taka þátt í Belti og braut.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng fyrr í kvöld. Þá kvaðst Katrín hafa náð að ræða loftslagsmál við varaforsetann, sem er efasemdarmaður í málaflokknum. Hann er ekki þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og nú síðast í júní vildi hann til að mynda ekki svara því hvort hann telji hamfarahlýnun ógn við Bandaríkin. „Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að stærsta hættan sem vofir yfir norðurslóðum sé loftslagsváin en ekki endilega hernaðarlegs eðlis og það sé mjög mikilvægt að halda áfram virku samtali allra þjóða sem hér búa í kringum þetta norðurskaut til að viðhalda friði á svæðinu,“ sagði Katrín.Vissulega ósammála um ýmis mál Hitt „stóra umræðuefnið“, að sögn Katrínar, var uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík. Innt eftir því hvort Bandaríkjamenn vilji meiri viðveru í Keflavík sagði hún að ekkert hefði verið rætt í þeim efnum sem ekki hefur áður komið fram. „Það sem kom fram er að það er í raun ekkert meira fyrirhugað en það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er þegar búið að ákveða að stækka hér flugskýli og fara í framkvæmdir til þess að hingað geti komið og farið flugsveitir kafbátaleitarflugvéla. Það var ekkert annað rætt í þeim efnum á okkar fundi.“ Þá hafi verið áréttað á fundinum að samskipti Íslands og Bandaríkjanna væru afar góð. Vissulega séu þau Katrín og Pence ósammála um ýmis mál og það hafi verið rætt á fundi þeirra. Þá sagði Katrín að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hætti starfsemi hér á landi, líkt og Pence hvatti til í dag. „Við erum með þetta fyrirtæki starfandi hér og það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað,“ sagði Katrín. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Búrkína Fasó Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi loftslagsvána sem steðjar að norðurslóðum og uppbyggingu Bandaríkahers í Keflavík við Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í kvöld. Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. Fréttastofa ræddi við forsætisráðherra að loknum fundi hennar og Pence í Keflavík í kvöld. Katrín sagði fundinn hafa verið stuttan en að margt hafi þó verið rætt, einkum málefni norðurslóða. Hún ítrekaði jafnframt að Ísland hefði ekki hafnað þátttöku í Belti og braut, líkt og Pence hélt fram er hann ræddi við fjölmiðla fyrir utan Höfða í dag. „Það er það nú ekki svo heldur er það þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að taka þátt í Belti og braut.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í sama streng fyrr í kvöld. Þá kvaðst Katrín hafa náð að ræða loftslagsmál við varaforsetann, sem er efasemdarmaður í málaflokknum. Hann er ekki þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og nú síðast í júní vildi hann til að mynda ekki svara því hvort hann telji hamfarahlýnun ógn við Bandaríkin. „Ég lýsti þeirri eindregnu skoðun minni að stærsta hættan sem vofir yfir norðurslóðum sé loftslagsváin en ekki endilega hernaðarlegs eðlis og það sé mjög mikilvægt að halda áfram virku samtali allra þjóða sem hér búa í kringum þetta norðurskaut til að viðhalda friði á svæðinu,“ sagði Katrín.Vissulega ósammála um ýmis mál Hitt „stóra umræðuefnið“, að sögn Katrínar, var uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík. Innt eftir því hvort Bandaríkjamenn vilji meiri viðveru í Keflavík sagði hún að ekkert hefði verið rætt í þeim efnum sem ekki hefur áður komið fram. „Það sem kom fram er að það er í raun ekkert meira fyrirhugað en það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er þegar búið að ákveða að stækka hér flugskýli og fara í framkvæmdir til þess að hingað geti komið og farið flugsveitir kafbátaleitarflugvéla. Það var ekkert annað rætt í þeim efnum á okkar fundi.“ Þá hafi verið áréttað á fundinum að samskipti Íslands og Bandaríkjanna væru afar góð. Vissulega séu þau Katrín og Pence ósammála um ýmis mál og það hafi verið rætt á fundi þeirra. Þá sagði Katrín að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei hætti starfsemi hér á landi, líkt og Pence hvatti til í dag. „Við erum með þetta fyrirtæki starfandi hér og það hefur engin ákvörðun verið tekin um annað,“ sagði Katrín. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Búrkína Fasó Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Mike Pence er langt frá því að vera sammála íslenskum stjórnvöldum um þungunarrof. 4. september 2019 20:00