Ólíkar skoðanir á þungunarrofi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. september 2019 20:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að mikill munur sé á viðhorfi Pence og íslenskra stjórnvalda til þungunarrofs. Varaforsetinn hefur verið leiðandi í baráttunni gegn fóstureyðingum á meðan Alþingi hefur farið hina leiðina. Á meðan Alþingi samþykkti fyrr á árinu frumvarp sem heimilar óléttum að velja þungunarrof fram að tuttugustu og annarri viku meðgöngu hefur Mike Pence beitt sér fyrir hertri löggjöf í Bandaríkjunum. Sem ríkisstjóri Indíana undirritaði Pence fjölda frumvarpa um herta löggjöf. Þá stóð ríkisstjórn Donalds Trump forseta meðal annars að nýjum lögum sem heimila ríkjum að loka á fjárveitingar til stofnana sem framkvæma þungunarrof. „Hann [Trump forseti] undirritaði einnig frumvarp sem mun heimila ríkjum að skera á alríkisfjárveitingar til þeirra er framkvæma þungunarrof og það gleður mig að segja ykkur frá því að ég fékk tækifærið til þess að greiða oddaatkvæði um málið í öldungadeild Bandaríkjaþings,“ sagði Pence á ráðstefnu árið 2017. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er á allt annari skoðun en Pence. Það kom skýrt fram í umræðum um þungunarrofsfrumvarpið í maí. „En við skulum hafa það í huga að konan verður ekki frjáls nema hún ráði yfir eigin líkama. Og þetta frumvarp er skref í þá átt að gera konur í þessu landi frjálsari og ég styð það heilshugar,“ sagði hún í umræðunum. Heimsókn Mike Pence Þungunarrof Tengdar fréttir Ný þungunarrofslög taka gildi í dag Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. 1. september 2019 09:15 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Óhætt er að segja að mikill munur sé á viðhorfi Pence og íslenskra stjórnvalda til þungunarrofs. Varaforsetinn hefur verið leiðandi í baráttunni gegn fóstureyðingum á meðan Alþingi hefur farið hina leiðina. Á meðan Alþingi samþykkti fyrr á árinu frumvarp sem heimilar óléttum að velja þungunarrof fram að tuttugustu og annarri viku meðgöngu hefur Mike Pence beitt sér fyrir hertri löggjöf í Bandaríkjunum. Sem ríkisstjóri Indíana undirritaði Pence fjölda frumvarpa um herta löggjöf. Þá stóð ríkisstjórn Donalds Trump forseta meðal annars að nýjum lögum sem heimila ríkjum að loka á fjárveitingar til stofnana sem framkvæma þungunarrof. „Hann [Trump forseti] undirritaði einnig frumvarp sem mun heimila ríkjum að skera á alríkisfjárveitingar til þeirra er framkvæma þungunarrof og það gleður mig að segja ykkur frá því að ég fékk tækifærið til þess að greiða oddaatkvæði um málið í öldungadeild Bandaríkjaþings,“ sagði Pence á ráðstefnu árið 2017. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er á allt annari skoðun en Pence. Það kom skýrt fram í umræðum um þungunarrofsfrumvarpið í maí. „En við skulum hafa það í huga að konan verður ekki frjáls nema hún ráði yfir eigin líkama. Og þetta frumvarp er skref í þá átt að gera konur í þessu landi frjálsari og ég styð það heilshugar,“ sagði hún í umræðunum.
Heimsókn Mike Pence Þungunarrof Tengdar fréttir Ný þungunarrofslög taka gildi í dag Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. 1. september 2019 09:15 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Ný þungunarrofslög taka gildi í dag Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. 1. september 2019 09:15