Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 16:43 Mike Pence ávarpaði fjölþjóðlegt lið blaðamanna fyrir utan Höfða eftir fundi hans með utanríkisráðherra og fulltrúum atvinnulífsins. Vísir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. Landið hafi aldrei verið mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi. Hann var þó ekki tilbúinn að tjá sig um framtíðarveru Bandaríkjahers á Íslandi, þau mál yrðu nánar rædd á fundi hans og forsætisráðherra í kvöld. Pence ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Höfða og voru honum varnarmál ofarlega í huga. Hann segist þakklátur Íslendingum fyrir margt, ekki síst fyrir náið og gott samstarf Bandaríkjanna og Íslands allt frá sjálfstæði þess síðarnefnda árið 1944.Klippa: Pence ræðir við fréttamenn fyrir utan Höfða Aukinheldur þakkar hann Íslendingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut, innviðauppbyggingarverkefni Kínverja. Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. Það væri ekki í anda þess frjálsa samfélags sem Bandaríkin og Íslendingar vilja vera.Sjá einnig: Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Pence segist vilja styrkja efnahagslegt- og hernaðarlegt (e. strategic) samband ríkjanna enn frekar, ekki síst til að sporna gegn framgöngu Kína og Rússlands á norðurhveli. Ísland hefði í því ljósi aldrei verið mikilvægara með tilliti til varnarmála. Aðspurður var Mike Pence þó ekki tilbúinn að svara því hvort hann hefði í hyggju að auka veru Bandaríkjahers á Ísland eða hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006. Þessi mál yrðu rædd á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra síðar í dag. Hann lagði þó áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Íslands og sagði að það væri einarður vilji Bandaríkjanna að tryggja öryggi á norðurslóðum með margvíslegum framlögum - án þess þó að útlista þau nánar.Sjá einnig:Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Nú heldur Mike Pence á fund með forsætisráðherra á varnarsvæðinu í Keflavík. Áfram verður fylgst með heimsókn Pence í beinni á Vísi en ávarp hans í heild sinni má sjá að ofan. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Tengdar fréttir Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. Landið hafi aldrei verið mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi. Hann var þó ekki tilbúinn að tjá sig um framtíðarveru Bandaríkjahers á Íslandi, þau mál yrðu nánar rædd á fundi hans og forsætisráðherra í kvöld. Pence ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Höfða og voru honum varnarmál ofarlega í huga. Hann segist þakklátur Íslendingum fyrir margt, ekki síst fyrir náið og gott samstarf Bandaríkjanna og Íslands allt frá sjálfstæði þess síðarnefnda árið 1944.Klippa: Pence ræðir við fréttamenn fyrir utan Höfða Aukinheldur þakkar hann Íslendingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut, innviðauppbyggingarverkefni Kínverja. Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. Það væri ekki í anda þess frjálsa samfélags sem Bandaríkin og Íslendingar vilja vera.Sjá einnig: Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Pence segist vilja styrkja efnahagslegt- og hernaðarlegt (e. strategic) samband ríkjanna enn frekar, ekki síst til að sporna gegn framgöngu Kína og Rússlands á norðurhveli. Ísland hefði í því ljósi aldrei verið mikilvægara með tilliti til varnarmála. Aðspurður var Mike Pence þó ekki tilbúinn að svara því hvort hann hefði í hyggju að auka veru Bandaríkjahers á Ísland eða hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006. Þessi mál yrðu rædd á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra síðar í dag. Hann lagði þó áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Íslands og sagði að það væri einarður vilji Bandaríkjanna að tryggja öryggi á norðurslóðum með margvíslegum framlögum - án þess þó að útlista þau nánar.Sjá einnig:Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Nú heldur Mike Pence á fund með forsætisráðherra á varnarsvæðinu í Keflavík. Áfram verður fylgst með heimsókn Pence í beinni á Vísi en ávarp hans í heild sinni má sjá að ofan.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Tengdar fréttir Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Bandaríkin breiða úr sér í Evrópu Silja Bára Ómarsdóttir telur að öryggis-og varnarmálin verði ofarlega á baugi á fundum varaforsetans með íslenskum ráðamönnum í dag. 4. september 2019 12:26
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20