Samkomulag um stórátak í samgöngumálum í bígerð Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2019 08:30 Þungi umferðarinnar í borginni er oft mikill bæði að morgni og síðdegis.Nú á að hefja stórátak í samgöngumálum borgarinnar. Fréttablaðið/Pjetur Unnið er að samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórátak í samgöngumálum þar sem framkvæmdir, sem alla jafna myndu taka áratugi, verða framkvæmdar á næstu tíu til fimmtán árum. Talað er um að framkvæmdakostnaður verði milli 120 og 150 milljarðar króna sem verður fjármagnað af ríki, sveitarfélögum og með einhvers konar formi af gjaldtöku. Samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið kynnt sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og unnið er að framsetningu samkomulagsins og orðalagi þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður félag stofnað utan um þessar framkvæmdir sem verður annars vegar í eigu ríkisins í gegnum Vegagerðina og hins vegar í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að hægt sé að fara í svo miklar framkvæmdir þarf að huga að því hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Mesti höfuðverkurinn í því samhengi er að finna einhvers konar lausn á því hvernig veggjöld verða greidd af umræddum verkefnum. Fréttablaðið hefur undir höndum yfirlit yfir þær hugmyndir sem uppi eru um samgöngubætur á svæðinu. Þar er að finna stórar framkvæmdir um Sæbraut og Miklubraut í stokk og að byggja upp Borgarlínu allt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Þessar framkvæmdir eru tímasettar og lagt til að farið verði í framkvæmdir frá árinu 2019 til ársins 2031. Umfjöllun um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög í brennidepli upp á síðkastið og umferðartafir hafa að margra mati aukist til muna. Því er að mati sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu gríðar mikilvægt að bæta umferðarmannvirki og koma Borgarlínu í gagnið. Það myndi fækka einkabílum á götunum og greiða fyrir umferð. Fréttablaðið reyndi að ná tali af samgönguráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurðist að einhverju leyti fyrir um þetta samkomulag sem væri í vinnslu í óundirbúnum fyrirspurnatíma síðastliðinn miðvikudag. Hins vegar er ljóst að samkomulag sem þetta verður mikið rætt á komandi vikum. Samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er samgönguáætlun í endurskoðun og verður ný áætlun lögð fyrir Alþingi undir lok október. Þar verður búið að taka tillit til breytinga sem urðu á milli fjárlaga 2019 og frumvarps til fjárlaga 2020. Breytingarnar felast einkum í verðbótum og 4 milljarða króna aukningu til framkvæmda á vegakerfinu. Hins vegar er ekki hægt að fá að vita hvaða aukningu er verið að tala um eða hvaða framkvæmdir það eru. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Unnið er að samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórátak í samgöngumálum þar sem framkvæmdir, sem alla jafna myndu taka áratugi, verða framkvæmdar á næstu tíu til fimmtán árum. Talað er um að framkvæmdakostnaður verði milli 120 og 150 milljarðar króna sem verður fjármagnað af ríki, sveitarfélögum og með einhvers konar formi af gjaldtöku. Samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið kynnt sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og unnið er að framsetningu samkomulagsins og orðalagi þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður félag stofnað utan um þessar framkvæmdir sem verður annars vegar í eigu ríkisins í gegnum Vegagerðina og hins vegar í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að hægt sé að fara í svo miklar framkvæmdir þarf að huga að því hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Mesti höfuðverkurinn í því samhengi er að finna einhvers konar lausn á því hvernig veggjöld verða greidd af umræddum verkefnum. Fréttablaðið hefur undir höndum yfirlit yfir þær hugmyndir sem uppi eru um samgöngubætur á svæðinu. Þar er að finna stórar framkvæmdir um Sæbraut og Miklubraut í stokk og að byggja upp Borgarlínu allt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Þessar framkvæmdir eru tímasettar og lagt til að farið verði í framkvæmdir frá árinu 2019 til ársins 2031. Umfjöllun um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög í brennidepli upp á síðkastið og umferðartafir hafa að margra mati aukist til muna. Því er að mati sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu gríðar mikilvægt að bæta umferðarmannvirki og koma Borgarlínu í gagnið. Það myndi fækka einkabílum á götunum og greiða fyrir umferð. Fréttablaðið reyndi að ná tali af samgönguráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurðist að einhverju leyti fyrir um þetta samkomulag sem væri í vinnslu í óundirbúnum fyrirspurnatíma síðastliðinn miðvikudag. Hins vegar er ljóst að samkomulag sem þetta verður mikið rætt á komandi vikum. Samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er samgönguáætlun í endurskoðun og verður ný áætlun lögð fyrir Alþingi undir lok október. Þar verður búið að taka tillit til breytinga sem urðu á milli fjárlaga 2019 og frumvarps til fjárlaga 2020. Breytingarnar felast einkum í verðbótum og 4 milljarða króna aukningu til framkvæmda á vegakerfinu. Hins vegar er ekki hægt að fá að vita hvaða aukningu er verið að tala um eða hvaða framkvæmdir það eru.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45
Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34
Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02