Innlent

Ræddu ný drög að upp­byggingu sam­gangna á höfuð­borgar­svæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Nýverið var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu.
Nýverið var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. vísir/vilhelm
Stýrihópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fundaði í morgun um samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, að því er fram kom í frétt RÚV í morgun.Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segist í samtali við Vísi lítið geta tjáð sig um efni fundarins. Honum var nýlokið þegar fréttastofa náði af honum tali.„Þessar viðræður eru bara í góðu ferli,“ segir Páll. Það sé verið að vinna í málunum en að öðru leyti geti hann lítið sagt.Fréttastofa hefur ekki tekist að ná tali af neinum bæjarstjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í morgun.Nýverið var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Var greint frá því að hugmyndir væru uppi um að gjöldin yrðu á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð, hæst á háannatíma en lægri á öðrum tímum sólarhrings.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“

Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.