Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2019 13:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, fær sér kaffi á nefndasviði Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm Samkomulag milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins snýst um stórfellda uppbyggingu til að greiða fyrir umferð í borginni. Drög að slíku samkomulagi voru kynnt fyrir bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gær og er fundað um það í dag. Stýrihópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fundaði í morgun um samkomulag sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga í gærkvöldi en samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða. Í þessu samkomulagi er kveðið á um uppbyggingu borgarlínu og að farið verði í framkvæmdir á stofnbrautum þar sem miklar umferðartafir myndast. Þá er lögð áhersla á uppbyggingu tengdum öðrum samgöngumálum en einnig er minnst á Sundabraut í þessu samkomulagi. Nýverið var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelmSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í þessi áform í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Ekki hefur enn gefist svigrúm til að kynna þessar breytingar fyrir þingmönnum en Sigmundur Davíð spurði hvort ráðherrann gæti hugsað sér að tekið verði upp gjald til að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins og að það renni í borgarlínu.Tækifæri fyrir Íslendinga Bjarni sagði ríkið nauðbeygt til að gjörbreyta allri gjaldtöku vegna samgangna í landinu því rafbílum hefði fjölgað svo mikið. Þessi orkuskipti kostuðu ríkið þrjá milljarða í eftirgjöf á virðisaukaskatti í fyrra til að fá inn umhverfisbíla. Þessir bílar færu um göturnar án þess að greiða þau gjöld sem falla á bíla sem reiða sig á jarðefnaeldsneyti. Sagðist Bjarni sjá þetta sem tækifæri þar sem Íslendingar gætu hætt að reiða sig á orkugjafa sem þarf að flytja inn til landsins með því að fara í orkuskipti í samgöngum. Sagði hann ríkið hafa verið í viðræðum við sveitarfélögin um samgönguás á höfuðborgarsvæðinu. „Sem við sjáum fyrir okkur að hægt verði að veita almenningssamgöngum forgang. Það þarf að reisa þessa vegi þar sem hópferðabílar geta farið, eins og ég sé þetta, leigubifreiðar og jafnvel ökutæki þar sem þrír eða fleiri eru. Þetta ætti að greiða fyrir umferð. Aðalatriðið er það að samkomulagið sem er í smíðum er um stórfellda uppbyggingu á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð,“ sagði Bjarni.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.VÍSIR/VILHELMSakaði þingmann um skapa hávaða og læti Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi varðandi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sakaði Þorstein um að skapa hávaða og stæla. „Þingmaður er að reyna að búa til áframhaldandi umræðu í þessum þingsal sem er oft ímyndarumræða, ímyndarstjórnmál eða öfgaátakastjórnmál, búa til umræðu um mál sem ekki er komið í sitt endanlega form þannig að hægt sé að svara því hvað stendur í því og hvað ekki. Það er verið að búa til spurningar um eitthvað sem hæstvirtur. þingmaður sagði að hann hefði gjarnan viljað kynna sér en gefur sér síðan strax hver niðurstaðan verði og spyr mig spurninga út frá því,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við: „Það er einmitt í anda ímyndar- og átakastjórnmála. Búum bara til hávaða og stæla, vinnum ekki vinnuna okkar og vöndum ekki til verka. Hvar voru skilaboðin um minna fúsk og meiri ábyrgð?“ Alþingi Reykjavík Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Samkomulag milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins snýst um stórfellda uppbyggingu til að greiða fyrir umferð í borginni. Drög að slíku samkomulagi voru kynnt fyrir bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gær og er fundað um það í dag. Stýrihópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fundaði í morgun um samkomulag sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga í gærkvöldi en samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða. Í þessu samkomulagi er kveðið á um uppbyggingu borgarlínu og að farið verði í framkvæmdir á stofnbrautum þar sem miklar umferðartafir myndast. Þá er lögð áhersla á uppbyggingu tengdum öðrum samgöngumálum en einnig er minnst á Sundabraut í þessu samkomulagi. Nýverið var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelmSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í þessi áform í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Ekki hefur enn gefist svigrúm til að kynna þessar breytingar fyrir þingmönnum en Sigmundur Davíð spurði hvort ráðherrann gæti hugsað sér að tekið verði upp gjald til að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins og að það renni í borgarlínu.Tækifæri fyrir Íslendinga Bjarni sagði ríkið nauðbeygt til að gjörbreyta allri gjaldtöku vegna samgangna í landinu því rafbílum hefði fjölgað svo mikið. Þessi orkuskipti kostuðu ríkið þrjá milljarða í eftirgjöf á virðisaukaskatti í fyrra til að fá inn umhverfisbíla. Þessir bílar færu um göturnar án þess að greiða þau gjöld sem falla á bíla sem reiða sig á jarðefnaeldsneyti. Sagðist Bjarni sjá þetta sem tækifæri þar sem Íslendingar gætu hætt að reiða sig á orkugjafa sem þarf að flytja inn til landsins með því að fara í orkuskipti í samgöngum. Sagði hann ríkið hafa verið í viðræðum við sveitarfélögin um samgönguás á höfuðborgarsvæðinu. „Sem við sjáum fyrir okkur að hægt verði að veita almenningssamgöngum forgang. Það þarf að reisa þessa vegi þar sem hópferðabílar geta farið, eins og ég sé þetta, leigubifreiðar og jafnvel ökutæki þar sem þrír eða fleiri eru. Þetta ætti að greiða fyrir umferð. Aðalatriðið er það að samkomulagið sem er í smíðum er um stórfellda uppbyggingu á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð,“ sagði Bjarni.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.VÍSIR/VILHELMSakaði þingmann um skapa hávaða og læti Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi varðandi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sakaði Þorstein um að skapa hávaða og stæla. „Þingmaður er að reyna að búa til áframhaldandi umræðu í þessum þingsal sem er oft ímyndarumræða, ímyndarstjórnmál eða öfgaátakastjórnmál, búa til umræðu um mál sem ekki er komið í sitt endanlega form þannig að hægt sé að svara því hvað stendur í því og hvað ekki. Það er verið að búa til spurningar um eitthvað sem hæstvirtur. þingmaður sagði að hann hefði gjarnan viljað kynna sér en gefur sér síðan strax hver niðurstaðan verði og spyr mig spurninga út frá því,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við: „Það er einmitt í anda ímyndar- og átakastjórnmála. Búum bara til hávaða og stæla, vinnum ekki vinnuna okkar og vöndum ekki til verka. Hvar voru skilaboðin um minna fúsk og meiri ábyrgð?“
Alþingi Reykjavík Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34