Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2019 13:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, fær sér kaffi á nefndasviði Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm Samkomulag milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins snýst um stórfellda uppbyggingu til að greiða fyrir umferð í borginni. Drög að slíku samkomulagi voru kynnt fyrir bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gær og er fundað um það í dag. Stýrihópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fundaði í morgun um samkomulag sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga í gærkvöldi en samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða. Í þessu samkomulagi er kveðið á um uppbyggingu borgarlínu og að farið verði í framkvæmdir á stofnbrautum þar sem miklar umferðartafir myndast. Þá er lögð áhersla á uppbyggingu tengdum öðrum samgöngumálum en einnig er minnst á Sundabraut í þessu samkomulagi. Nýverið var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelmSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í þessi áform í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Ekki hefur enn gefist svigrúm til að kynna þessar breytingar fyrir þingmönnum en Sigmundur Davíð spurði hvort ráðherrann gæti hugsað sér að tekið verði upp gjald til að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins og að það renni í borgarlínu.Tækifæri fyrir Íslendinga Bjarni sagði ríkið nauðbeygt til að gjörbreyta allri gjaldtöku vegna samgangna í landinu því rafbílum hefði fjölgað svo mikið. Þessi orkuskipti kostuðu ríkið þrjá milljarða í eftirgjöf á virðisaukaskatti í fyrra til að fá inn umhverfisbíla. Þessir bílar færu um göturnar án þess að greiða þau gjöld sem falla á bíla sem reiða sig á jarðefnaeldsneyti. Sagðist Bjarni sjá þetta sem tækifæri þar sem Íslendingar gætu hætt að reiða sig á orkugjafa sem þarf að flytja inn til landsins með því að fara í orkuskipti í samgöngum. Sagði hann ríkið hafa verið í viðræðum við sveitarfélögin um samgönguás á höfuðborgarsvæðinu. „Sem við sjáum fyrir okkur að hægt verði að veita almenningssamgöngum forgang. Það þarf að reisa þessa vegi þar sem hópferðabílar geta farið, eins og ég sé þetta, leigubifreiðar og jafnvel ökutæki þar sem þrír eða fleiri eru. Þetta ætti að greiða fyrir umferð. Aðalatriðið er það að samkomulagið sem er í smíðum er um stórfellda uppbyggingu á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð,“ sagði Bjarni.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.VÍSIR/VILHELMSakaði þingmann um skapa hávaða og læti Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi varðandi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sakaði Þorstein um að skapa hávaða og stæla. „Þingmaður er að reyna að búa til áframhaldandi umræðu í þessum þingsal sem er oft ímyndarumræða, ímyndarstjórnmál eða öfgaátakastjórnmál, búa til umræðu um mál sem ekki er komið í sitt endanlega form þannig að hægt sé að svara því hvað stendur í því og hvað ekki. Það er verið að búa til spurningar um eitthvað sem hæstvirtur. þingmaður sagði að hann hefði gjarnan viljað kynna sér en gefur sér síðan strax hver niðurstaðan verði og spyr mig spurninga út frá því,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við: „Það er einmitt í anda ímyndar- og átakastjórnmála. Búum bara til hávaða og stæla, vinnum ekki vinnuna okkar og vöndum ekki til verka. Hvar voru skilaboðin um minna fúsk og meiri ábyrgð?“ Alþingi Reykjavík Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Samkomulag milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins snýst um stórfellda uppbyggingu til að greiða fyrir umferð í borginni. Drög að slíku samkomulagi voru kynnt fyrir bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gær og er fundað um það í dag. Stýrihópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fundaði í morgun um samkomulag sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga í gærkvöldi en samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða. Í þessu samkomulagi er kveðið á um uppbyggingu borgarlínu og að farið verði í framkvæmdir á stofnbrautum þar sem miklar umferðartafir myndast. Þá er lögð áhersla á uppbyggingu tengdum öðrum samgöngumálum en einnig er minnst á Sundabraut í þessu samkomulagi. Nýverið var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelmSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í þessi áform í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Ekki hefur enn gefist svigrúm til að kynna þessar breytingar fyrir þingmönnum en Sigmundur Davíð spurði hvort ráðherrann gæti hugsað sér að tekið verði upp gjald til að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins og að það renni í borgarlínu.Tækifæri fyrir Íslendinga Bjarni sagði ríkið nauðbeygt til að gjörbreyta allri gjaldtöku vegna samgangna í landinu því rafbílum hefði fjölgað svo mikið. Þessi orkuskipti kostuðu ríkið þrjá milljarða í eftirgjöf á virðisaukaskatti í fyrra til að fá inn umhverfisbíla. Þessir bílar færu um göturnar án þess að greiða þau gjöld sem falla á bíla sem reiða sig á jarðefnaeldsneyti. Sagðist Bjarni sjá þetta sem tækifæri þar sem Íslendingar gætu hætt að reiða sig á orkugjafa sem þarf að flytja inn til landsins með því að fara í orkuskipti í samgöngum. Sagði hann ríkið hafa verið í viðræðum við sveitarfélögin um samgönguás á höfuðborgarsvæðinu. „Sem við sjáum fyrir okkur að hægt verði að veita almenningssamgöngum forgang. Það þarf að reisa þessa vegi þar sem hópferðabílar geta farið, eins og ég sé þetta, leigubifreiðar og jafnvel ökutæki þar sem þrír eða fleiri eru. Þetta ætti að greiða fyrir umferð. Aðalatriðið er það að samkomulagið sem er í smíðum er um stórfellda uppbyggingu á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð,“ sagði Bjarni.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.VÍSIR/VILHELMSakaði þingmann um skapa hávaða og læti Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi varðandi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sakaði Þorstein um að skapa hávaða og stæla. „Þingmaður er að reyna að búa til áframhaldandi umræðu í þessum þingsal sem er oft ímyndarumræða, ímyndarstjórnmál eða öfgaátakastjórnmál, búa til umræðu um mál sem ekki er komið í sitt endanlega form þannig að hægt sé að svara því hvað stendur í því og hvað ekki. Það er verið að búa til spurningar um eitthvað sem hæstvirtur. þingmaður sagði að hann hefði gjarnan viljað kynna sér en gefur sér síðan strax hver niðurstaðan verði og spyr mig spurninga út frá því,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við: „Það er einmitt í anda ímyndar- og átakastjórnmála. Búum bara til hávaða og stæla, vinnum ekki vinnuna okkar og vöndum ekki til verka. Hvar voru skilaboðin um minna fúsk og meiri ábyrgð?“
Alþingi Reykjavík Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34