Varði doktorsritgerð sína 78 ára gömul Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. september 2019 19:45 Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941, því 78 ára gömul og einn elsti nemandi skólans til að ljúka doktorsnámi. Hún hóf ung að árum nám í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og vann sem hjúkrunarfræðingur alla sína starfsævi. „Ég byrjaði 1. mars 1967 inni á Kleppi að vinna þar sem hjúkrunarfræðingur og síðan þegar að geðdeildarbyggingin var opnuð hérna niðri við Hringbraut þá fór ég að vinna þar. Ég hætti 2003 og þá fór ég beint í Háskólann,“ segir Björk. Hún segir sér ekki hugnast aðgerðarleysi og því hafi hún farið í nám þegar að hún hætti að vinna. „Ég gat ekki séð mig gerast eftirlaunaþegi og sitja heima og prjóna því ég er alltof energísk til þess að gera það svoleiðis og svo hafði ég áhuga fyrir mannfræði,“ segir Björk. Henni hafi því dottið í hug að kíkja í Háskólann. Hún hafi ekki ætlað að vera þar lengi en þar sé hún enn sextán árum síðar. Björk segir ritgerð sína fjalla um mál sem sé henni mjög hugleikið. „Ég var að skrifa um Al-anon og hvernig sjálfsmynd breytist hjá konum sem eru langtímaþátttakendur. Því breytingin sem verður á þeim veldur því að þetta verða mjög sjálfstæðar konur og sterkar konur finnst mér. Þær læra að takast á við hlutina öðruvísi heldur en þær gerðu sem að er mjög athyglisvert að fylgjast með og sjá,“ segir Björk. Aðspurð um það hvort hún geti hugsað sér að fara í frekara nám segir hún að allt sé óráðið. Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941, því 78 ára gömul og einn elsti nemandi skólans til að ljúka doktorsnámi. Hún hóf ung að árum nám í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og vann sem hjúkrunarfræðingur alla sína starfsævi. „Ég byrjaði 1. mars 1967 inni á Kleppi að vinna þar sem hjúkrunarfræðingur og síðan þegar að geðdeildarbyggingin var opnuð hérna niðri við Hringbraut þá fór ég að vinna þar. Ég hætti 2003 og þá fór ég beint í Háskólann,“ segir Björk. Hún segir sér ekki hugnast aðgerðarleysi og því hafi hún farið í nám þegar að hún hætti að vinna. „Ég gat ekki séð mig gerast eftirlaunaþegi og sitja heima og prjóna því ég er alltof energísk til þess að gera það svoleiðis og svo hafði ég áhuga fyrir mannfræði,“ segir Björk. Henni hafi því dottið í hug að kíkja í Háskólann. Hún hafi ekki ætlað að vera þar lengi en þar sé hún enn sextán árum síðar. Björk segir ritgerð sína fjalla um mál sem sé henni mjög hugleikið. „Ég var að skrifa um Al-anon og hvernig sjálfsmynd breytist hjá konum sem eru langtímaþátttakendur. Því breytingin sem verður á þeim veldur því að þetta verða mjög sjálfstæðar konur og sterkar konur finnst mér. Þær læra að takast á við hlutina öðruvísi heldur en þær gerðu sem að er mjög athyglisvert að fylgjast með og sjá,“ segir Björk. Aðspurð um það hvort hún geti hugsað sér að fara í frekara nám segir hún að allt sé óráðið.
Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira