Enn grjóthrun úr Reynisfjalli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2019 12:00 Svæðið þar sem skriðan féll úr Reynisfjalli í morgun Vísir Enn er grjóthrun úr Reynisfjalli ofan við Reynisfjöru. Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót. Skriðan sem féll úr Reynisfjalli í morgun féll niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær eftir að grjót féll úr fjallinu. Lögreglan á Suðurlandi lokaði austasta hluta fjörunnar en frá því í fyrradag hafa þrír orðið fyrir meiðslum á svæðinu eftir að hafa fengið grjót yfir sig. Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki fyllilega ljóst hvað sé að gerast í Reynisfjalli. „Í sjálfu sér ekki. Við erum að senda menn á vettvang á eftir til þess að kanna betur aðstæður en við vitum það að úr fjallinu hefur í gegnum tíðina verið að hrynja sæmilega stór hrun, sérstaklega að austanverðu og svo hefur verið að hrynja einstaka sinnum í Reynisfjöru líka. Stærsta hrunið sem ég man eftir í seinni tíð var held ég árið 2005 sem var eitthvað aðeins minna heldur en þetta hrun,“ segir Jón Kristinn.Lögreglan á Suðurlandi lokaði svæðinu í gær vegna grjóthruns en þrír ferðamenn hafa slasast þar síðustu tvo daga.Vísir/Jóhann K.Búast má við frekara hruni „Það sem mætti nú kannski búast við er að í nánasta nágrenni við skriðuna verði áframhaldandi hrun næstu daga. Það eru eflaust einhverjir lausir steinar og björg þarna uppi sem eiga eftir að hrynja sem svo kemur það í ljós við matið hvort það eru einhverjar fleiri sprungur eða fleira sem að þurfi að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Kristinn. Löglegan á Suðurlandi mun vakta svæðið í dag og þá skoðar sérfræðingur almannavarna á svæðinu aðstæður. „Það sem er fyrir austan hellinn sem er þarna, þar er viðloðandi grjóthrun þar sem skriðan féll í nótt,“ segir Björn Ingi. Ekki áform um að loka stærra svæði í Reynisfjöru „Það er töluverður eðlismunur á berginu vestan við hellinn þar sem virðist ekki vera koma grjót úr, það er meira svona móberg fyrir austan, þar sem skriðan er,“ segir Björn Ingi. Björn segir sérfræðinga á leiðinni á staðinn þar sem bergið, hlíðin og svæði ofar í fjallinu er metin. „Við erum að vinna í að reyna meta stærðina á þessu og fljúga þarna yfir með dróna til þess að sjá hvort það sé meira af lausu efni þarna uppi, eða stærri sprungur sem gætu framkalla frekara hrun og í framhaldi af því verður tekið samtal um þetta,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Enn er grjóthrun úr Reynisfjalli ofan við Reynisfjöru. Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót. Skriðan sem féll úr Reynisfjalli í morgun féll niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær eftir að grjót féll úr fjallinu. Lögreglan á Suðurlandi lokaði austasta hluta fjörunnar en frá því í fyrradag hafa þrír orðið fyrir meiðslum á svæðinu eftir að hafa fengið grjót yfir sig. Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki fyllilega ljóst hvað sé að gerast í Reynisfjalli. „Í sjálfu sér ekki. Við erum að senda menn á vettvang á eftir til þess að kanna betur aðstæður en við vitum það að úr fjallinu hefur í gegnum tíðina verið að hrynja sæmilega stór hrun, sérstaklega að austanverðu og svo hefur verið að hrynja einstaka sinnum í Reynisfjöru líka. Stærsta hrunið sem ég man eftir í seinni tíð var held ég árið 2005 sem var eitthvað aðeins minna heldur en þetta hrun,“ segir Jón Kristinn.Lögreglan á Suðurlandi lokaði svæðinu í gær vegna grjóthruns en þrír ferðamenn hafa slasast þar síðustu tvo daga.Vísir/Jóhann K.Búast má við frekara hruni „Það sem mætti nú kannski búast við er að í nánasta nágrenni við skriðuna verði áframhaldandi hrun næstu daga. Það eru eflaust einhverjir lausir steinar og björg þarna uppi sem eiga eftir að hrynja sem svo kemur það í ljós við matið hvort það eru einhverjar fleiri sprungur eða fleira sem að þurfi að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Kristinn. Löglegan á Suðurlandi mun vakta svæðið í dag og þá skoðar sérfræðingur almannavarna á svæðinu aðstæður. „Það sem er fyrir austan hellinn sem er þarna, þar er viðloðandi grjóthrun þar sem skriðan féll í nótt,“ segir Björn Ingi. Ekki áform um að loka stærra svæði í Reynisfjöru „Það er töluverður eðlismunur á berginu vestan við hellinn þar sem virðist ekki vera koma grjót úr, það er meira svona móberg fyrir austan, þar sem skriðan er,“ segir Björn Ingi. Björn segir sérfræðinga á leiðinni á staðinn þar sem bergið, hlíðin og svæði ofar í fjallinu er metin. „Við erum að vinna í að reyna meta stærðina á þessu og fljúga þarna yfir með dróna til þess að sjá hvort það sé meira af lausu efni þarna uppi, eða stærri sprungur sem gætu framkalla frekara hrun og í framhaldi af því verður tekið samtal um þetta,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22
Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30