Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. ágúst 2019 17:00 Forsætisráðherrar Norðurlandanna ásamt Angelu Merkel í Viðey í dag. vísir/egill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. Katrín segir í samtali við fréttastofu að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafi reglulega átt fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá sé áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með. Á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðey í dag kvaðst Merkel taka vel í boð ráðherranna um nýjan samráðsvettvang en sagði ákvörðun ekki liggja fyrir varðandi það hvort boðinu verði tekið.Mikilvægt að koma því á framfæri að þjóðirnar ætli að standa saman Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á blaðamannafundi að umræður norrænu leiðtoganna og Merkel í morgun hafi verið góðar. „Heimurinn er að breytast mikið. Það er mikilvægast fyrir okkur að koma því á framfæri í dag að við ætlum að standa saman, ekki bara Norðurlöndin, heldur viljum við öll meiri samvinnu á milli Norðurlandanna og Þýskalands. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Við deilum sömu gildum og við deilum líka sömu hugmyndum um hvernig heim við viljum skapa fyrir börnin okkar,“ sagði Frederiksen.Farið yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem hafa skal að leiðarljósi þegar tekist er á við þær Katrín segir að á fundinum í morgun hafi ráðherrarnir og kanslarinn rætt stöðu stjórnmálanna og stóru áskoranirnar sem eru fram undan. „Þar vorum við að tala um loftslagsvána, við vorum að tala um fjórðu iðnbyltinguna og áhrifin á vinnumarkaðinn og við vorum að tala um lýðræðið og stöðu stjórnmálanna. Þannig að það má segja að við höfum verið að fara yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í því hvernig við tökumst á við þær. Útkoman úr þessum fundi er að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafa átt reglulega fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá er áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Katrín. Merkel hafi tekið boðinu um aukið samráð mjög vel. „Þetta á rætur sínar að rekja til heimsóknar minnar til Berlínar í fyrra þannig að þá vildi ég gjarnan bjóða henni á tvíhliða fund hér en mér fannst gott að sameina það þessum árlega sumarfundi norrænu forsætisráðherranna þar sem við höfum einmitt stundum verið með aðra gesti og náð svona breiðara samtali.“Tímamótafundur hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða Aðspurð hvernig það hafi verið að taka á móti Merkel segir Katrín að það hafi verið mjög gott. Merkel þekki stjórnmálasviðið gríðarlega vel og þekki söguna mjög vel. Það hafi því verið áhugavert að hlusta á hana fara yfir stjórnmálaástandið út frá sinni reynslu. „En hún sýnir líka Íslandi mikinn hlýhug finnst mér með því að koma hingað á tvíhliða fund. Það var einmitt áhugavert að ganga með henni um Þingvelli í gær og átta sig á því hversu mikinn áhuga hún hefur bæði á sögunni og samfélaginu hér,“ segir Katrín. Katrín segir að fundurinn hafi að hennar mati markað ákveðin tímamót hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða. „Þar sem við staðfestum okkar sýn Norðurlandanna til 2030 þar sem umhverfismálin verða í öndvegi, þar sem við stefnum að því að verða sjálfbærasta svæði veraldar. Við tókum allan morguninn í það að ræða aðgerðir gegn loftslagsvánni og til hvaða aðgerða einstök lönd innan Norðurlandanna eru að grípa til að stefna að kolefnishlutleysi.“ Norðurlöndin telji að saman geti þau náð auknum slagkrafti á alþjóðasviðinu. „Og við viljum senda mjög sterk skilaboð inn á loftslagsfundinn í New York núna í september að Norðurlöndin vilji sjá skýrar aðgerðir gegn loftslagsvánni. Um leið teljum við að við getum náð aukinni samlegð með því að vinna saman inn á við að þeim aðgerðum sem við erum að vinna að hvert í sínu lagi núna.“ Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 13:15 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. Katrín segir í samtali við fréttastofu að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafi reglulega átt fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá sé áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með. Á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðey í dag kvaðst Merkel taka vel í boð ráðherranna um nýjan samráðsvettvang en sagði ákvörðun ekki liggja fyrir varðandi það hvort boðinu verði tekið.Mikilvægt að koma því á framfæri að þjóðirnar ætli að standa saman Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á blaðamannafundi að umræður norrænu leiðtoganna og Merkel í morgun hafi verið góðar. „Heimurinn er að breytast mikið. Það er mikilvægast fyrir okkur að koma því á framfæri í dag að við ætlum að standa saman, ekki bara Norðurlöndin, heldur viljum við öll meiri samvinnu á milli Norðurlandanna og Þýskalands. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Við deilum sömu gildum og við deilum líka sömu hugmyndum um hvernig heim við viljum skapa fyrir börnin okkar,“ sagði Frederiksen.Farið yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem hafa skal að leiðarljósi þegar tekist er á við þær Katrín segir að á fundinum í morgun hafi ráðherrarnir og kanslarinn rætt stöðu stjórnmálanna og stóru áskoranirnar sem eru fram undan. „Þar vorum við að tala um loftslagsvána, við vorum að tala um fjórðu iðnbyltinguna og áhrifin á vinnumarkaðinn og við vorum að tala um lýðræðið og stöðu stjórnmálanna. Þannig að það má segja að við höfum verið að fara yfir stóru áskoranirnar og þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi í því hvernig við tökumst á við þær. Útkoman úr þessum fundi er að rétt eins og Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin hafa átt reglulega fundi með Bretlandi á vettvangi sem kallast Northern Future Forum þá er áhugi fyrir því að þróa slíkan vettvang með Þýskalandi og Norðurlöndunum, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Katrín. Merkel hafi tekið boðinu um aukið samráð mjög vel. „Þetta á rætur sínar að rekja til heimsóknar minnar til Berlínar í fyrra þannig að þá vildi ég gjarnan bjóða henni á tvíhliða fund hér en mér fannst gott að sameina það þessum árlega sumarfundi norrænu forsætisráðherranna þar sem við höfum einmitt stundum verið með aðra gesti og náð svona breiðara samtali.“Tímamótafundur hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða Aðspurð hvernig það hafi verið að taka á móti Merkel segir Katrín að það hafi verið mjög gott. Merkel þekki stjórnmálasviðið gríðarlega vel og þekki söguna mjög vel. Það hafi því verið áhugavert að hlusta á hana fara yfir stjórnmálaástandið út frá sinni reynslu. „En hún sýnir líka Íslandi mikinn hlýhug finnst mér með því að koma hingað á tvíhliða fund. Það var einmitt áhugavert að ganga með henni um Þingvelli í gær og átta sig á því hversu mikinn áhuga hún hefur bæði á sögunni og samfélaginu hér,“ segir Katrín. Katrín segir að fundurinn hafi að hennar mati markað ákveðin tímamót hvað varðar umhverfismálin og málefni Norðurslóða. „Þar sem við staðfestum okkar sýn Norðurlandanna til 2030 þar sem umhverfismálin verða í öndvegi, þar sem við stefnum að því að verða sjálfbærasta svæði veraldar. Við tókum allan morguninn í það að ræða aðgerðir gegn loftslagsvánni og til hvaða aðgerða einstök lönd innan Norðurlandanna eru að grípa til að stefna að kolefnishlutleysi.“ Norðurlöndin telji að saman geti þau náð auknum slagkrafti á alþjóðasviðinu. „Og við viljum senda mjög sterk skilaboð inn á loftslagsfundinn í New York núna í september að Norðurlöndin vilji sjá skýrar aðgerðir gegn loftslagsvánni. Um leið teljum við að við getum náð aukinni samlegð með því að vinna saman inn á við að þeim aðgerðum sem við erum að vinna að hvert í sínu lagi núna.“
Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 13:15 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 20. ágúst 2019 13:15
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent