Innlent

Bein útsending: Forsætisráðherrar og kanslari í Viðey

Tinni Sveinsson skrifar
Frá fundinum í Viðey.
Frá fundinum í Viðey. Vísir

Árlegur sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna fer fram í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er sérstakur gestur á fundinum en hún er hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Fundarhöldin dagsins hófust á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna ásamt Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi í Hörpu og í framhaldinu áttu þeir síðan fund með norrænum stórfyrirtækjum.

Leiðtogarnir halda blaðamannafund í Viðey klukkan 13.45 þar sem þeir flytja stutt ávörp og svara spurningum fréttamanna. Fundurinn er í beinni útsendingu hér á Vísi og má horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherra og kanslara í ViðeyAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.