Gufusprenging á Reykjanesi olli því að jörðin skalf og nötraði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2019 13:39 Skjáskot úr myndbandi af hvernum. Jón Már Guðmundsson Á tólfta tímanum í dag varð kraftmikil gufusprenging í hver við Seltún á Reykjanesi. Að sögn viðstaddra skalf jörðin með tilheyrandi látum auk þess sem stór og mikill gufustrókur steig upp úr hvernum. Stóðu drunurnar yfir í um fimm mínútur. Jón Már Guðmundsson leiðsögumaður er kunnugur staðháttum á svæðinu og segist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að svona hafi gerst áður. „Við erum að labba þarna upp eftir og það byrja svakalegar drunur og jörðin fer að skjálfa. Svo kemur bara gufusprenging upp úr því sem að ég held að sé gömul borhola, það er búið að steypa í kringum hana. Það voru miklar skvettur og læti þarna, sérstaklega til að byrja með.“ Jón Már segir að blessunarlega hafi engir ferðamenn eða aðrir staðið alveg upp við hverinn, þeir næstu hafi verið í um 20 metra fjarlægð á útsýnispalli örlitlu ofan við hann þegar sprengingin átti sér stað. Þá segir hann að þeim Íslendingum sem voru á svæðinu hafi brugðið heldur meira í brún en erlendu ferðamönnunum. „Útlendingarnir áttuðu sig ekki alveg á því sem var að gerast, þeir héldu að þetta væri kannski bara eðlilegt. En Íslendingunum á svæðinu, þeim stóð alls ekki á sama.“ Sjálfur segist Jón Már ekki viss hvað hafi valdið hræringunum á svæðinu. „Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta hlýtur að hafa verið einhver breyting á þrýstingi þarna undir eða eitthvað svoleiðis, án þess að ég hafi nokkuð vit á því.“ Hér að neðan má sjá myndband Jóns Más af hvernum þegar sprengingin var að mestu gengin niður. Þó má enn sjá stóran og mikinn strók sem stígur upp frá hvernum.Orsök og upptök sprengingarinnar liggja ekki fyrir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga óvenjulega jarðskjálftavirkni hafa mælst á svæðinu. „Það er í rauninni ekki mjög óalgengt að það séu minniháttar gassprengingar á svæðinu en það gæti verið að gufumagnið sé örlítið ýkt vegna kulda og stillu.“ Veðurstofan heldur ekki úti mælitækjum á þessu svæði, fyrir utan jarðskjálftamæli í Krýsuvík, þannig að ekki hefur fengist nákvæm niðurstaða á hvað olli jarðhræringunum og gufustróknum sem steig upp í kjölfarið. „Við erum ekki búin að sjá neina óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu eftir að hafa farið í gegnum gögnin þar. Við erum ekki með neina gasmæla á svæðinu eða jarðhitamonitora. Við erum ekki að vakta jarðhitann á svæðinu.“ Hafnarfjörður Veður Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Á tólfta tímanum í dag varð kraftmikil gufusprenging í hver við Seltún á Reykjanesi. Að sögn viðstaddra skalf jörðin með tilheyrandi látum auk þess sem stór og mikill gufustrókur steig upp úr hvernum. Stóðu drunurnar yfir í um fimm mínútur. Jón Már Guðmundsson leiðsögumaður er kunnugur staðháttum á svæðinu og segist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að svona hafi gerst áður. „Við erum að labba þarna upp eftir og það byrja svakalegar drunur og jörðin fer að skjálfa. Svo kemur bara gufusprenging upp úr því sem að ég held að sé gömul borhola, það er búið að steypa í kringum hana. Það voru miklar skvettur og læti þarna, sérstaklega til að byrja með.“ Jón Már segir að blessunarlega hafi engir ferðamenn eða aðrir staðið alveg upp við hverinn, þeir næstu hafi verið í um 20 metra fjarlægð á útsýnispalli örlitlu ofan við hann þegar sprengingin átti sér stað. Þá segir hann að þeim Íslendingum sem voru á svæðinu hafi brugðið heldur meira í brún en erlendu ferðamönnunum. „Útlendingarnir áttuðu sig ekki alveg á því sem var að gerast, þeir héldu að þetta væri kannski bara eðlilegt. En Íslendingunum á svæðinu, þeim stóð alls ekki á sama.“ Sjálfur segist Jón Már ekki viss hvað hafi valdið hræringunum á svæðinu. „Ég hef bara aldrei séð svona áður, þetta hlýtur að hafa verið einhver breyting á þrýstingi þarna undir eða eitthvað svoleiðis, án þess að ég hafi nokkuð vit á því.“ Hér að neðan má sjá myndband Jóns Más af hvernum þegar sprengingin var að mestu gengin niður. Þó má enn sjá stóran og mikinn strók sem stígur upp frá hvernum.Orsök og upptök sprengingarinnar liggja ekki fyrir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir enga óvenjulega jarðskjálftavirkni hafa mælst á svæðinu. „Það er í rauninni ekki mjög óalgengt að það séu minniháttar gassprengingar á svæðinu en það gæti verið að gufumagnið sé örlítið ýkt vegna kulda og stillu.“ Veðurstofan heldur ekki úti mælitækjum á þessu svæði, fyrir utan jarðskjálftamæli í Krýsuvík, þannig að ekki hefur fengist nákvæm niðurstaða á hvað olli jarðhræringunum og gufustróknum sem steig upp í kjölfarið. „Við erum ekki búin að sjá neina óvenjulega jarðskjálftavirkni á svæðinu eftir að hafa farið í gegnum gögnin þar. Við erum ekki með neina gasmæla á svæðinu eða jarðhitamonitora. Við erum ekki að vakta jarðhitann á svæðinu.“
Hafnarfjörður Veður Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira