Fjölmenn mótmæli í miðborginni Gígja Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 4. júlí 2019 19:11 Umboðsmaður barna óskaði í dag eftir að funda hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem á að endursenda til Grikklands. Árið 2010 var hætt að endursenda hælisleitendur þangað vegna ófullnægjandi aðstæðna í gríska hælisleitendakerfinu. Það á hins vegar ekki við um þá sem þegar hafa fengið þar hæli, líkt og börnin í þessu tilfelli. Salvör Nordal, umboðsmaður barna segir að fara þurfi yfir forsendurnar fyrir þessu verklagi. „Það var náttúrulega ákveðið að senda ekki börn sem væru í hælisleit ekki til Grikklands en þau eru auðvitað komin með dvalarleyfi þar og við viljum bara fara yfir stöðuna með þeim,” segir Salvör. Staða barnanna metin mjög alvarleg Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjölskyldunum tveimur þó ekki vísað úr landi á næstu dögum og eru mál þeirra nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þarna er um að ræða barn sem var á BUGL og læknir stígur fram og segir að það sé ekki forsvaranlegt að senda það út. Þannig við viljum bara fara yfir þessi mál. Það er alveg full ástæða til þess,” bætir hún við. Líkt og tíu ára drengurinn sem þurfti að leita á BUGL vegna kvíða yfir aðstæðunum fóru systkinin úr hinni fjölskyldunni, þau Zainab og Amir Safari á BUGL af sömu ástæðum í dag. Læknir hefur boðið þau í annan tíma á morgun, enda sé staða þeirra metin mjög alvarleg. Lögmaður þeirra mun á morgun óska eftir endurupptöku málsins af vegna þessa. Salvör segir mikilvægt að í hverju einstöku tilviki séu hagsmunir barna metnir út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn eru auðvitað lög í landinu og við höfum náttúrulega lagt mikla áherslu á að það sé tekið meira tillit til barna í umfjöllun um þessi mál. Útlendingastofnun hefur verið að bæta mjög mikið og það hefur breyst viðhorfið í þessu ferli á síðustu árum en það má mögulega gera betur og við viljum bara fara yfir þessa hluti með þeim,” segir Salvör.„Fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta“ Mótmæli með yfirskriftinni „stöðvið brottvísanir barna” fór fram í dag. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli og gengu meðal annars fram hjá Dómsmálaráðuneytinu og Stjórnarráðinu til að vekja athygli á málefninu. Fréttamaður Stöðvar 2 var á Austurvelli og ræddi við tvo af skipuleggjendum mótmælanna. Sema Erla Serdar sagðist ekki vera hissa á því hve margir væru komnir saman til að mótmæla og sagði það ríma við þá umræðu sem hefur verið í gangi í samfélaginu. „Fólk er komið með nóg og fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta og við erum hér saman komin til að senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki okkar nafni og við viljum að þessu verði hætt strax,“ sagði Sema Erla. „Krafan er að við hjálpum þessum börnum núna og við leggjum línurnar hvernig við ætlum að hjálpa öðrum börnum í framhaldinu svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sem þessi börn ganga í gegnum núna, “ sagði Guðmundur Karl Karlsson. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Umboðsmaður barna óskaði í dag eftir að funda hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem á að endursenda til Grikklands. Árið 2010 var hætt að endursenda hælisleitendur þangað vegna ófullnægjandi aðstæðna í gríska hælisleitendakerfinu. Það á hins vegar ekki við um þá sem þegar hafa fengið þar hæli, líkt og börnin í þessu tilfelli. Salvör Nordal, umboðsmaður barna segir að fara þurfi yfir forsendurnar fyrir þessu verklagi. „Það var náttúrulega ákveðið að senda ekki börn sem væru í hælisleit ekki til Grikklands en þau eru auðvitað komin með dvalarleyfi þar og við viljum bara fara yfir stöðuna með þeim,” segir Salvör. Staða barnanna metin mjög alvarleg Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjölskyldunum tveimur þó ekki vísað úr landi á næstu dögum og eru mál þeirra nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þarna er um að ræða barn sem var á BUGL og læknir stígur fram og segir að það sé ekki forsvaranlegt að senda það út. Þannig við viljum bara fara yfir þessi mál. Það er alveg full ástæða til þess,” bætir hún við. Líkt og tíu ára drengurinn sem þurfti að leita á BUGL vegna kvíða yfir aðstæðunum fóru systkinin úr hinni fjölskyldunni, þau Zainab og Amir Safari á BUGL af sömu ástæðum í dag. Læknir hefur boðið þau í annan tíma á morgun, enda sé staða þeirra metin mjög alvarleg. Lögmaður þeirra mun á morgun óska eftir endurupptöku málsins af vegna þessa. Salvör segir mikilvægt að í hverju einstöku tilviki séu hagsmunir barna metnir út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn eru auðvitað lög í landinu og við höfum náttúrulega lagt mikla áherslu á að það sé tekið meira tillit til barna í umfjöllun um þessi mál. Útlendingastofnun hefur verið að bæta mjög mikið og það hefur breyst viðhorfið í þessu ferli á síðustu árum en það má mögulega gera betur og við viljum bara fara yfir þessa hluti með þeim,” segir Salvör.„Fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta“ Mótmæli með yfirskriftinni „stöðvið brottvísanir barna” fór fram í dag. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli og gengu meðal annars fram hjá Dómsmálaráðuneytinu og Stjórnarráðinu til að vekja athygli á málefninu. Fréttamaður Stöðvar 2 var á Austurvelli og ræddi við tvo af skipuleggjendum mótmælanna. Sema Erla Serdar sagðist ekki vera hissa á því hve margir væru komnir saman til að mótmæla og sagði það ríma við þá umræðu sem hefur verið í gangi í samfélaginu. „Fólk er komið með nóg og fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta og við erum hér saman komin til að senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki okkar nafni og við viljum að þessu verði hætt strax,“ sagði Sema Erla. „Krafan er að við hjálpum þessum börnum núna og við leggjum línurnar hvernig við ætlum að hjálpa öðrum börnum í framhaldinu svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sem þessi börn ganga í gegnum núna, “ sagði Guðmundur Karl Karlsson.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02