Sara Björk um grófar slúðursögur: Þetta sveið svo ógurlega Anton Ingi Leifsson skrifar 23. nóvember 2019 14:30 Sara Björk svekkt eftir að Ísland missti af sæti á EM síðasta sumar. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. Sara var komin í A-landsliðið sextán ára gömul en fyrsti A-landsleikur Söru var gegn Slóveníu á útivelli árið 2007. Sara, sem leikur með Wolfsburg í Þýskalandi, ræddi meðal annars um slúðursögur sem komu upp um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfsson, er Sigurður var kvennalandsliðsþjálfari frá 2007 til 2013. „Sögusagnirnar voru á þá leið að við stæðum í framhjáhaldi. Þetta var mikið áfall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sérlega rætin kjaftasaga og atlaga að mannorði okkar. Slúðursögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í landsliðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Söru stóð ekki á sama og leitaði til fyrirliða liðsins á þeim tíma, Katrínar Jónsdóttur, sem hjálpaði Söru en Sara segir að þetta hafi hjálpað sér í að standa sig enn betur á vellinum. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðsfélögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. Sara hefur síðan þá verið einn mikilvægasti leikmaður kvennalandsliðið. Nú er hún fyrirliði liðsins og hefur spilað 129 leiki og skorað í þeim leikjum tuttugu mörk. Hún hefur einnig farið með liðinu á tvö stórmót. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyðilagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“ Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Tengdar fréttir Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. Sara var komin í A-landsliðið sextán ára gömul en fyrsti A-landsleikur Söru var gegn Slóveníu á útivelli árið 2007. Sara, sem leikur með Wolfsburg í Þýskalandi, ræddi meðal annars um slúðursögur sem komu upp um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfsson, er Sigurður var kvennalandsliðsþjálfari frá 2007 til 2013. „Sögusagnirnar voru á þá leið að við stæðum í framhjáhaldi. Þetta var mikið áfall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sérlega rætin kjaftasaga og atlaga að mannorði okkar. Slúðursögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í landsliðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Söru stóð ekki á sama og leitaði til fyrirliða liðsins á þeim tíma, Katrínar Jónsdóttur, sem hjálpaði Söru en Sara segir að þetta hafi hjálpað sér í að standa sig enn betur á vellinum. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðsfélögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. Sara hefur síðan þá verið einn mikilvægasti leikmaður kvennalandsliðið. Nú er hún fyrirliði liðsins og hefur spilað 129 leiki og skorað í þeim leikjum tuttugu mörk. Hún hefur einnig farið með liðinu á tvö stórmót. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyðilagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“ Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Tengdar fréttir Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25