Sara Björk um grófar slúðursögur: Þetta sveið svo ógurlega Anton Ingi Leifsson skrifar 23. nóvember 2019 14:30 Sara Björk svekkt eftir að Ísland missti af sæti á EM síðasta sumar. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. Sara var komin í A-landsliðið sextán ára gömul en fyrsti A-landsleikur Söru var gegn Slóveníu á útivelli árið 2007. Sara, sem leikur með Wolfsburg í Þýskalandi, ræddi meðal annars um slúðursögur sem komu upp um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfsson, er Sigurður var kvennalandsliðsþjálfari frá 2007 til 2013. „Sögusagnirnar voru á þá leið að við stæðum í framhjáhaldi. Þetta var mikið áfall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sérlega rætin kjaftasaga og atlaga að mannorði okkar. Slúðursögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í landsliðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Söru stóð ekki á sama og leitaði til fyrirliða liðsins á þeim tíma, Katrínar Jónsdóttur, sem hjálpaði Söru en Sara segir að þetta hafi hjálpað sér í að standa sig enn betur á vellinum. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðsfélögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. Sara hefur síðan þá verið einn mikilvægasti leikmaður kvennalandsliðið. Nú er hún fyrirliði liðsins og hefur spilað 129 leiki og skorað í þeim leikjum tuttugu mörk. Hún hefur einnig farið með liðinu á tvö stórmót. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyðilagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“ Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Tengdar fréttir Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir var í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun en þar fer landsliðsfyrirliðinn yfir víðan völl. Sara var komin í A-landsliðið sextán ára gömul en fyrsti A-landsleikur Söru var gegn Slóveníu á útivelli árið 2007. Sara, sem leikur með Wolfsburg í Þýskalandi, ræddi meðal annars um slúðursögur sem komu upp um hana og Sigurð Ragnar Eyjólfsson, er Sigurður var kvennalandsliðsþjálfari frá 2007 til 2013. „Sögusagnirnar voru á þá leið að við stæðum í framhjáhaldi. Þetta var mikið áfall. Ég átti kærasta og Siggi Raggi átti konu og barn. Þetta var sérlega rætin kjaftasaga og atlaga að mannorði okkar. Slúðursögurnar gáfu í skyn að ég ætti ekki plássið í landsliðinu skilið. Ég var sjálf ekki viss um hvernig ég ætti að tækla þetta og varð óörugg og kvíðin. Foreldrar mínir studdu vel við mig,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Söru stóð ekki á sama og leitaði til fyrirliða liðsins á þeim tíma, Katrínar Jónsdóttur, sem hjálpaði Söru en Sara segir að þetta hafi hjálpað sér í að standa sig enn betur á vellinum. „Mér var boðið að halda fund um málið en mér fannst ég ekki eiga að þurfa þess. Þetta sveið svo ógurlega, sérstaklega vegna þess að ég hafði lagt svo hart að mér við að yfirstíga meiðslin. Ég lagði allt í að komast á þann stað sem ég var komin á og nú var vegið að mannorði mínu og dylgjað um að ég hefði ekki unnið fyrir þeirri stöðu sem ég var komin í.“ „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga. Mér dettur ekki í hug að taka þátt í illindum eða að grafa undan liðsfélögum mínum. En það tók nú samt langan tíma að komast yfir þetta. Ég á erfitt með að treysta,“ segir Sara en nokkrir leikmannanna hafi hringt í hana og beðið hana afsökunar. Sara hefur síðan þá verið einn mikilvægasti leikmaður kvennalandsliðið. Nú er hún fyrirliði liðsins og hefur spilað 129 leiki og skorað í þeim leikjum tuttugu mörk. Hún hefur einnig farið með liðinu á tvö stórmót. „Ég ákvað að snúa þessu við. Ég skyldi ekki láta brjóta mig niður. Mér finnst merkilegt að ég hafi náð að bregðast þannig við svo ung því þetta hefði auðveldlega getað eyðilagt mig og brotið niður. Ég hugsa að keppnisskapið hafi hjálpað mér í gegnum þessa reynslu.“ Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Tengdar fréttir Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Ég átti erfitt með að treysta Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðsfélaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. 23. nóvember 2019 10:25