Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2019 19:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því fyrir Ísland að vera í forystu Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bandaríkjaforseti er á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun september en mun ekki aðeins hitta Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen forsætisráðherra, heldur einnig leiðtoga Grænlands og Færeyja. Það segja fréttaskýrendur lýsa aukinni áherslu Bandaríkjamanna á þennan heimshluta.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, verður í sviðsljósi fréttamiðla heimsins á fundinum með Donald Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september..Vísir / AFPÁhugi fjölmiðla á fundinum í Kaupmannahöfn mun ekki síst beinast að því sem fram fer milli Trumps og Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, sem síðastliðið haust landaði stórum fjárstyrk frá Dönum til flugvallauppbyggingar og fékk um leið vilyrði frá Bandaríkjamönnum um þátttöku. „Það er augljóst að það er aukinn áhugi og áhersla stórveldanna, og svo sem margra fleiri, á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi. Það kemur ekki til af góðu. Það kemur meðal annars til út af loftlagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor.Vísir/EPAHann segir að opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir, með styttingu leiða um 40 prósent, megi líkja við opnun Súez- og Panamaskurðanna. Fyrirhugaða endurnýjun varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann að megi einnig skoða í þessu samhengi. „Það kemur sömuleiðis ekki út af góðu. Það kemur út af auknum hernaðarumsvifum, eða hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Það er svona stærsta einstaka ástæðan. Þannig að allt hangir þetta saman,“ segir ráðherrann. Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra vonast þó til að það sé ekki að verða vettvangur vaxandi spennu.Guðlaugur Þór tók við keflinu af finnskum starfsbróður sínum á fundinum í maí.utanríkisráðuneytið„Okkar markmið er alveg skýrt. Við sjáum Norðurskautið sem sjálfbært, - friðsamt. En ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til þessa hefur þetta verið friðsamt. Það hefur ekki verið mikil hernaðaruppbygging á þessum svæðum. Og við leggjum á það áherslu að það verði áfram.“ Kastljósið virðist beinast í auknum mæli að Norðurskautsráðinu. „Já, það er enginn vafi. Og því fylgir mikil ábyrgð að vera í forystu í Norðurskautsráðinu og við höfum undirbúið það mjög vel og tökum þá formennsku mjög alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því fyrir Ísland að vera í forystu Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bandaríkjaforseti er á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun september en mun ekki aðeins hitta Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen forsætisráðherra, heldur einnig leiðtoga Grænlands og Færeyja. Það segja fréttaskýrendur lýsa aukinni áherslu Bandaríkjamanna á þennan heimshluta.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, verður í sviðsljósi fréttamiðla heimsins á fundinum með Donald Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september..Vísir / AFPÁhugi fjölmiðla á fundinum í Kaupmannahöfn mun ekki síst beinast að því sem fram fer milli Trumps og Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, sem síðastliðið haust landaði stórum fjárstyrk frá Dönum til flugvallauppbyggingar og fékk um leið vilyrði frá Bandaríkjamönnum um þátttöku. „Það er augljóst að það er aukinn áhugi og áhersla stórveldanna, og svo sem margra fleiri, á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi. Það kemur ekki til af góðu. Það kemur meðal annars til út af loftlagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor.Vísir/EPAHann segir að opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir, með styttingu leiða um 40 prósent, megi líkja við opnun Súez- og Panamaskurðanna. Fyrirhugaða endurnýjun varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann að megi einnig skoða í þessu samhengi. „Það kemur sömuleiðis ekki út af góðu. Það kemur út af auknum hernaðarumsvifum, eða hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Það er svona stærsta einstaka ástæðan. Þannig að allt hangir þetta saman,“ segir ráðherrann. Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra vonast þó til að það sé ekki að verða vettvangur vaxandi spennu.Guðlaugur Þór tók við keflinu af finnskum starfsbróður sínum á fundinum í maí.utanríkisráðuneytið„Okkar markmið er alveg skýrt. Við sjáum Norðurskautið sem sjálfbært, - friðsamt. En ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til þessa hefur þetta verið friðsamt. Það hefur ekki verið mikil hernaðaruppbygging á þessum svæðum. Og við leggjum á það áherslu að það verði áfram.“ Kastljósið virðist beinast í auknum mæli að Norðurskautsráðinu. „Já, það er enginn vafi. Og því fylgir mikil ábyrgð að vera í forystu í Norðurskautsráðinu og við höfum undirbúið það mjög vel og tökum þá formennsku mjög alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38