Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 20:55 Lyklar að fjórum íbúðum voru afhentir í kvöld. Vísir/Friðrik Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. Kostnaður við byggingu íbúðanna fór rúmlega 400 milljónum króna fram úr áætlun og bættust því fimm til sjö milljónir á kostnaðarverð hverrar íbúðar.Sjá einnig: Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé óneitanlega slæmt að kaupendur hafi fengið þennan bakreikning eftir að gengið var frá sölu. Hins vegar hafi meirihluti kaupenda samþykkt skilmálabreytinguna eftir að fundað var með þeim. Kaupendur sautján íbúða samþykktu að greiða þann kostnað sem féll á íbúðirnar eftir kaupsamning. Kaupendur fjögurra vilja skoða réttarstöðu sína frekar og tveir hafa lýst því yfir að þeir íhugi að leita réttar síns fyrir dómstólum. Almennt hafi fólk þó sýnt málinu skilning. Ekki hagnaðardrifið verkefni Félag eldri borgara byggir afkomu sína nær alfarið á félagsgjöldum eftir því er segir í tilkynningunni. Þau selji íbúðirnar á kostnaðarverði og því sé nærtækast að líta á verkefnið sem nokkurs konar byggingarfélag þeirra sem vilja kaupa íbúðirnar. Í tilkynningunni segir að ummæli lögmanna í fjölmiðlum bendi til þess að þeir haldi að um hefðbundinn fasteignaviðskipti sé að ræða. Stjórn félagsins segir svo ekki vera. „Þegar framkvæmdir hófust lá fyrir listi með nöfnum rúmlega fjögur hundruð félagsmanna sem lýstu yfir áhuga. Þannig gat félagið fengið lánsloforð frá bankanum sem þurfti til framkvæmdarinnar. FEB tók að sér hlutverk milliliðar án nokkurrar þóknunar í samræmi við markmið og tilgang félagsins.“ Þá er tekið fram að helsti tilgangur félagsins sé að stuðla að bættum kjörum eldri borgara og velferð þeirra. Því hlutverki yrði stefnt í voða færi svo að félagsmenn færu að leita réttar síns fyrir dómstólum. „Tilgangur og starfsemi félagsins; svo sem að berjast fyrir hagsmunum eldri borgara, stuðla að félagslegri virkni þeirra og velferð, væri stefnt í voða, ef félagið lendir í erfiðum og löngum málaferlum við félagsmenn sína.“Lögmaður segir breytingarnar ekki eðlilegar Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Víði Smára Pedersen, aðjúnkt í kröfurétti við Háskóla Íslands, sem sagði málflutning félagsins skjóta skökku við. Allt tal um að dómstólaleiðin væri tímafrek og kostnaðarsöm væri ekki rétt. Þá hafi félagið sjálft gefið í skyn að það hafi í sjálfu sér engar varnir, þau hafi einfaldlega biðlað til sinna félagsmanna um að koma til móts við þessa hækkun. „Ef þú viðurkennir þá skyldu sem er búið að höfða dómsmál um þá er ekkert dómsmál til staðar. Það dómsmál mun ekki taka nema einn dag og vera frekar ódýrt í rekstri af því ef að þú viðurkennir bara skyldu þína til að afhenda fasteignina þá er náttúrlega ekkert dómsmál,“ sagði Víðir. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. Kostnaður við byggingu íbúðanna fór rúmlega 400 milljónum króna fram úr áætlun og bættust því fimm til sjö milljónir á kostnaðarverð hverrar íbúðar.Sjá einnig: Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé óneitanlega slæmt að kaupendur hafi fengið þennan bakreikning eftir að gengið var frá sölu. Hins vegar hafi meirihluti kaupenda samþykkt skilmálabreytinguna eftir að fundað var með þeim. Kaupendur sautján íbúða samþykktu að greiða þann kostnað sem féll á íbúðirnar eftir kaupsamning. Kaupendur fjögurra vilja skoða réttarstöðu sína frekar og tveir hafa lýst því yfir að þeir íhugi að leita réttar síns fyrir dómstólum. Almennt hafi fólk þó sýnt málinu skilning. Ekki hagnaðardrifið verkefni Félag eldri borgara byggir afkomu sína nær alfarið á félagsgjöldum eftir því er segir í tilkynningunni. Þau selji íbúðirnar á kostnaðarverði og því sé nærtækast að líta á verkefnið sem nokkurs konar byggingarfélag þeirra sem vilja kaupa íbúðirnar. Í tilkynningunni segir að ummæli lögmanna í fjölmiðlum bendi til þess að þeir haldi að um hefðbundinn fasteignaviðskipti sé að ræða. Stjórn félagsins segir svo ekki vera. „Þegar framkvæmdir hófust lá fyrir listi með nöfnum rúmlega fjögur hundruð félagsmanna sem lýstu yfir áhuga. Þannig gat félagið fengið lánsloforð frá bankanum sem þurfti til framkvæmdarinnar. FEB tók að sér hlutverk milliliðar án nokkurrar þóknunar í samræmi við markmið og tilgang félagsins.“ Þá er tekið fram að helsti tilgangur félagsins sé að stuðla að bættum kjörum eldri borgara og velferð þeirra. Því hlutverki yrði stefnt í voða færi svo að félagsmenn færu að leita réttar síns fyrir dómstólum. „Tilgangur og starfsemi félagsins; svo sem að berjast fyrir hagsmunum eldri borgara, stuðla að félagslegri virkni þeirra og velferð, væri stefnt í voða, ef félagið lendir í erfiðum og löngum málaferlum við félagsmenn sína.“Lögmaður segir breytingarnar ekki eðlilegar Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Víði Smára Pedersen, aðjúnkt í kröfurétti við Háskóla Íslands, sem sagði málflutning félagsins skjóta skökku við. Allt tal um að dómstólaleiðin væri tímafrek og kostnaðarsöm væri ekki rétt. Þá hafi félagið sjálft gefið í skyn að það hafi í sjálfu sér engar varnir, þau hafi einfaldlega biðlað til sinna félagsmanna um að koma til móts við þessa hækkun. „Ef þú viðurkennir þá skyldu sem er búið að höfða dómsmál um þá er ekkert dómsmál til staðar. Það dómsmál mun ekki taka nema einn dag og vera frekar ódýrt í rekstri af því ef að þú viðurkennir bara skyldu þína til að afhenda fasteignina þá er náttúrlega ekkert dómsmál,“ sagði Víðir.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49 Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13
Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. 6. ágúst 2019 12:49
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40