Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 13:40 Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína. Vísir/Friðrik Félag eldri borgara hefur brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í Árskógum um milljónir annars fái þeir ekki íbúðirnar afhentar. Gerir félagið það vegna þess að framkvæmdin við þessar nýju íbúðir fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Kaupendur eru margir hverjir ekki sáttir við þessi skilyrði, að greiða allt að tíu prósent aukalega af upprunalega verði annars verði fallið frá kaupunum, en varaformaður Félags eldri borgara segir að alltaf hafi staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar geti tekið við hallanum nema kaupendurnir sjálfir. Um er að ræða 68 íbúðir sem voru reistar í Árskógum í Reykjavík og voru fjögur hundruð sem sóttu um að kaupa þær. Kaupendur eru í einhverjum tilvikum með þinglýsta kaupsamninga og telja lögfræðingar þetta skilyrði Félags eldri borgara fyrir afhendingu íbúðanna ekki standast skoðun. Afhendingu var fyrst lofað munnlega í júní, svo um miðjan júlí en í kaupsamningi var kveðið á um að afhending íbúða myndi eiga sér stað í síðasta lagi 31. júlí. Í gær var svo haft samband við ellefu kaupendur þar sem fundað var með hverjum og einum og þeim sett þessi skilyrði, að greiða milljónir aukalega til að fá íbúðirnar afhentar.Afhending lóða seinkaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara, segir í samtali við Vísi að framkvæmdir við íbúðirnar í Árskógum hafi dregist um eina níu mánuði, um leið hefur byggingarvísitalan hækkað og fjármagnskostnaður aukist. Ein af ástæðunum fyrir seinkuninni er sú, að sögn Sigríðar, að afhending lóðanna frá Reykjavíkurborg tafðist en gera þurfti einnig breytingar á húsnæðinu og ráðast í viðgerðir ásamt öðru. „Þannig að því miður var ekki hægt að afhenda byggingarnar á réttum tíma. Það hefur alltaf staðið til að selja á kostnaðarverði því það er enginn annar sem getur tekið við hallanum. Þetta er niðurstaðan hjá okkur í augnablikinu,“ segir Sigríður.Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna.Vísir/FriðrikHún segir einungis viku síðan Félag eldri borgara fékk vitneskju um að svo mikill halli væri á þessum framkvæmdum og síðan þá hafi félagið verið í óða önn að ná til kaupenda og útskýra fyrir þeim stöðuna. „Við ætlum að reyna að gera þetta eins vel fyrir kaupendur og hugsast getur en það er erfitt og getur komið illa niður á ýmsum.“Kemur eilítið aftan að fólki Upprunalega kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðaði upp á 3,8 milljarða króna en þessi aukakostnaður mun deilast niður á hverja íbúð að sögn Sigríðar. Íbúðirnar eru 68 talsins og er því meðalkostnaður á hverja íbúð því um sex milljónir króna ef miðað er við að framkvæmdirnar hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Hún segir enga kaupendur hafa tekið þessu vel og þessi ákvörðun Félags eldri borgara komi eilítið aftan að fólki. Rætt var við ellefu kaupendur í gær en Sigríður segir að um það bil 90 prósent þeirra hafi gengist við þessu skilyrði á meðan aðrir hafa tekið sér umhugsunarfrest. „Auðvitað gefum við fólki umhugsunarfrest og viljum ekki negla það upp við vegg,“ segir Sigríður. Rætt verður við tíu kaupendur í dag, þar sem fundað verður með hverjum og einum einslega, og þannig verður gengið á línuna næstu daga. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Félag eldri borgara hefur brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í Árskógum um milljónir annars fái þeir ekki íbúðirnar afhentar. Gerir félagið það vegna þess að framkvæmdin við þessar nýju íbúðir fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Kaupendur eru margir hverjir ekki sáttir við þessi skilyrði, að greiða allt að tíu prósent aukalega af upprunalega verði annars verði fallið frá kaupunum, en varaformaður Félags eldri borgara segir að alltaf hafi staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar geti tekið við hallanum nema kaupendurnir sjálfir. Um er að ræða 68 íbúðir sem voru reistar í Árskógum í Reykjavík og voru fjögur hundruð sem sóttu um að kaupa þær. Kaupendur eru í einhverjum tilvikum með þinglýsta kaupsamninga og telja lögfræðingar þetta skilyrði Félags eldri borgara fyrir afhendingu íbúðanna ekki standast skoðun. Afhendingu var fyrst lofað munnlega í júní, svo um miðjan júlí en í kaupsamningi var kveðið á um að afhending íbúða myndi eiga sér stað í síðasta lagi 31. júlí. Í gær var svo haft samband við ellefu kaupendur þar sem fundað var með hverjum og einum og þeim sett þessi skilyrði, að greiða milljónir aukalega til að fá íbúðirnar afhentar.Afhending lóða seinkaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara, segir í samtali við Vísi að framkvæmdir við íbúðirnar í Árskógum hafi dregist um eina níu mánuði, um leið hefur byggingarvísitalan hækkað og fjármagnskostnaður aukist. Ein af ástæðunum fyrir seinkuninni er sú, að sögn Sigríðar, að afhending lóðanna frá Reykjavíkurborg tafðist en gera þurfti einnig breytingar á húsnæðinu og ráðast í viðgerðir ásamt öðru. „Þannig að því miður var ekki hægt að afhenda byggingarnar á réttum tíma. Það hefur alltaf staðið til að selja á kostnaðarverði því það er enginn annar sem getur tekið við hallanum. Þetta er niðurstaðan hjá okkur í augnablikinu,“ segir Sigríður.Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna.Vísir/FriðrikHún segir einungis viku síðan Félag eldri borgara fékk vitneskju um að svo mikill halli væri á þessum framkvæmdum og síðan þá hafi félagið verið í óða önn að ná til kaupenda og útskýra fyrir þeim stöðuna. „Við ætlum að reyna að gera þetta eins vel fyrir kaupendur og hugsast getur en það er erfitt og getur komið illa niður á ýmsum.“Kemur eilítið aftan að fólki Upprunalega kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðaði upp á 3,8 milljarða króna en þessi aukakostnaður mun deilast niður á hverja íbúð að sögn Sigríðar. Íbúðirnar eru 68 talsins og er því meðalkostnaður á hverja íbúð því um sex milljónir króna ef miðað er við að framkvæmdirnar hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Hún segir enga kaupendur hafa tekið þessu vel og þessi ákvörðun Félags eldri borgara komi eilítið aftan að fólki. Rætt var við ellefu kaupendur í gær en Sigríður segir að um það bil 90 prósent þeirra hafi gengist við þessu skilyrði á meðan aðrir hafa tekið sér umhugsunarfrest. „Auðvitað gefum við fólki umhugsunarfrest og viljum ekki negla það upp við vegg,“ segir Sigríður. Rætt verður við tíu kaupendur í dag, þar sem fundað verður með hverjum og einum einslega, og þannig verður gengið á línuna næstu daga.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira