Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2019 12:46 Hemili Baha Abu al-Ata sem ráðinn var af dögum í nótt. EPA/MOHAMMED SABER Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. Einn maður er lítillega særður vegna sprengjanna og einn er látinn og annar særður eftir að Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárás á meðlimi Islamic Jihad (PIJ) sem voru að undirbúa eldflaugaskot. Það mun hafa verið fyrsta loftárás Ísraelsmanna á Gaza frá því að Abu al-Ata var felldur en síðan þá hafa fleiri árásir verið gerðar. Nú fyrir skömmu tilkynnti herinn frekari aðgerðir gegn PIJ.Samkvæmt Reuters hafa fregnir borist af því að Ísraelsmenn hafi einnig gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damascus í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa fallið í þeirri árás en her Ísrael neitar að tjá sig um þær fregnir.Aðrir leiðtogar PIJ segja að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða og heita frekari árásum. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir embættismenn hafa þó lýst Abu al-Ata sem „tifandi tímasprengju“ og segja hann hafa borið ábyrgð á fjölda árása. Þar að auki hafi hann verið að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Netanyahu segir að aðgerðin gegn Abu al-Ata hafi verið samþykkt einróma á ríkisstjórnarfundi fyrir tíu dögum síðan eftir margra mánaða umræðu. „Við höfum ekki áhuga á stigmögnun en við munum bregðast við þegar þörf er á,“ hefur Times of Israel eftir Netanyahu.Jonathan Conricus, talsmaður hers Ísrael, sló á svipaða strengi í samtali við Reuters í morgun. „Við gerðum árásina [gegn Abu al-Ata] vegna þess að við höfðum ekkert val. Ég vil ítreka að við höfum ekki áhuga á stigmagna ástandið.“ Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og formaður Yisrael Beiteinu, sagði í morgun að til hefði staðið að ráða Abu al-Ata af dögum í fyrr en Netanyahu hefði komið í veg fyrir það. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Sjá meira
Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. Einn maður er lítillega særður vegna sprengjanna og einn er látinn og annar særður eftir að Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárás á meðlimi Islamic Jihad (PIJ) sem voru að undirbúa eldflaugaskot. Það mun hafa verið fyrsta loftárás Ísraelsmanna á Gaza frá því að Abu al-Ata var felldur en síðan þá hafa fleiri árásir verið gerðar. Nú fyrir skömmu tilkynnti herinn frekari aðgerðir gegn PIJ.Samkvæmt Reuters hafa fregnir borist af því að Ísraelsmenn hafi einnig gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damascus í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa fallið í þeirri árás en her Ísrael neitar að tjá sig um þær fregnir.Aðrir leiðtogar PIJ segja að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða og heita frekari árásum. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir embættismenn hafa þó lýst Abu al-Ata sem „tifandi tímasprengju“ og segja hann hafa borið ábyrgð á fjölda árása. Þar að auki hafi hann verið að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Netanyahu segir að aðgerðin gegn Abu al-Ata hafi verið samþykkt einróma á ríkisstjórnarfundi fyrir tíu dögum síðan eftir margra mánaða umræðu. „Við höfum ekki áhuga á stigmögnun en við munum bregðast við þegar þörf er á,“ hefur Times of Israel eftir Netanyahu.Jonathan Conricus, talsmaður hers Ísrael, sló á svipaða strengi í samtali við Reuters í morgun. „Við gerðum árásina [gegn Abu al-Ata] vegna þess að við höfðum ekkert val. Ég vil ítreka að við höfum ekki áhuga á stigmagna ástandið.“ Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og formaður Yisrael Beiteinu, sagði í morgun að til hefði staðið að ráða Abu al-Ata af dögum í fyrr en Netanyahu hefði komið í veg fyrir það.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Sjá meira
Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44