Johnson birtir tillögur sínar í útgönguviðræðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2019 18:45 Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. Johnson sendi Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, bréf í dag þar sem hann sagði málamiðlanir nauðsynlegar. Bæði bréfið og tillögurnar voru birtar í dag og snerust bæði skjölin einna helst um fyrirkomulag á landamærum Bretlands og Írlands.Írland aðalmálið Í útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, sem þingið felldi í þrígang, mátti finna þá varúðarráðstöfun að Norður-Írar þyrftu að hlýða áfram stærri hluta Evrópuregluverksins en aðrir Bretar til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það er að segja ef sérstakt samkomulag um fyrirkomulagið næðist ekki. Þetta var ein helst ástæðan fyrir höfnun þingsins.Johnson sendi Juncker bréf í dag.Tillögurnar miða samkvæmt ríkisstjórninni að því að tryggja áfram stöðugleika innri markaðar ESB auk þess að halda Bretlandi saman sem einu tollasvæði. Norður-Írland myndi halda áfram að vera á innri markaðnum en ekki í tollasambandinu og norðurírska þingið fengi að ákveða á fjögurra ára fresti hvort það vildi halda í fyrirkomulagið. Johnson hélt svo ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í Manchester í dag og sagði að vissulega væri um málamiðlun að ræða. „Ég vona það innilega að félagar okkar skilji að þeir þurfa líka að gera málamiðlanir. Vegna þess að ef okkur mistekst að ná samkomulagi vegna tæknilegrar umræðu um nákvæmt fyrirkomulag tollaeftirlits, þegar tækni á því sviði er að taka hröðum framförum, skulum við ekki velkjast í vafa um hver niðurstaðan verður. Þá göngum við út án samnings og það viljum við ekki.“ Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafði ekki séð tillögurnar í heild þegar hann tjáði sig í dag. Sagði hins vegar að það sem hann hafi séð lofaði ekki góðu. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. Johnson sendi Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, bréf í dag þar sem hann sagði málamiðlanir nauðsynlegar. Bæði bréfið og tillögurnar voru birtar í dag og snerust bæði skjölin einna helst um fyrirkomulag á landamærum Bretlands og Írlands.Írland aðalmálið Í útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, sem þingið felldi í þrígang, mátti finna þá varúðarráðstöfun að Norður-Írar þyrftu að hlýða áfram stærri hluta Evrópuregluverksins en aðrir Bretar til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það er að segja ef sérstakt samkomulag um fyrirkomulagið næðist ekki. Þetta var ein helst ástæðan fyrir höfnun þingsins.Johnson sendi Juncker bréf í dag.Tillögurnar miða samkvæmt ríkisstjórninni að því að tryggja áfram stöðugleika innri markaðar ESB auk þess að halda Bretlandi saman sem einu tollasvæði. Norður-Írland myndi halda áfram að vera á innri markaðnum en ekki í tollasambandinu og norðurírska þingið fengi að ákveða á fjögurra ára fresti hvort það vildi halda í fyrirkomulagið. Johnson hélt svo ræðu á landsfundi Íhaldsflokksins í Manchester í dag og sagði að vissulega væri um málamiðlun að ræða. „Ég vona það innilega að félagar okkar skilji að þeir þurfa líka að gera málamiðlanir. Vegna þess að ef okkur mistekst að ná samkomulagi vegna tæknilegrar umræðu um nákvæmt fyrirkomulag tollaeftirlits, þegar tækni á því sviði er að taka hröðum framförum, skulum við ekki velkjast í vafa um hver niðurstaðan verður. Þá göngum við út án samnings og það viljum við ekki.“ Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, hafði ekki séð tillögurnar í heild þegar hann tjáði sig í dag. Sagði hins vegar að það sem hann hafi séð lofaði ekki góðu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira